Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. mars 2016 06:00 Ljubomir Vranjes er þjálfari Flensburg. Vísir/Getty Íþróttadeild 365 hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að HSÍ hafi verið í viðræðum við Svíann Ljubomir Vranjes um að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. Vranjes er þjálfari þýska stórliðsins Flensburg. Hinn 42 ára gamli Vranjes var magnaður leikmaður á sínum tíma og lék eina 164 landsleiki fyrir Svía. Hann varð bæði heims- og Evrópumeistari sem leikmaður sænska landsliðsins. Vranjes hefur verið þjálfari Flensburg síðan 2010 og náð eftirtektarverðum árangri með liðið. Hann vann meðal annars Meistaradeildina með Flensburg fyrir tveimur árum. „Ég get nú ekki sagt þér mikið um þetta. Ég vil helst ekki tala um það þannig að ég segi bara „no comment“ við þessari fyrirspurn,“ sagði Vranjes í samtali við Fréttablaðið í gær aðspurður um viðræður sínar við HSÍ. Samkvæmt sömu heimildum hafnaði Vranjes tilboði HSÍ þó svo honum hafi litist vel á starfið. Þessi klóki þjálfari segir að íslenska starfið ætti þó að vera heillandi. Sjá einnig: Guðjón Valur: Frekar íslenska en erlendan landsliðsþjálfara „Ísland er með gott lið og fullt af góðum leikmönnum. Íslenska liðið hefur möguleika á að gera góða hluti í framtíðinni. Auðvitað vantar liðið nýjan þjálfara og ég tel að HSÍ finni réttan þjálfara fyrir liðið.“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur haldið spilunum mjög þétt að sér í leitinni að nýjum þjálfara og á því varð engin breyting í gær er hann var spurður út viðræðurnar við Vranjes. „Ég get ekki staðfest að við höfum verið í viðræðum við Vranjes eða nokkra aðra þjálfara. Ég hef talað við marga en ég mun ekki nefna nein nöfn í því sambandi. Ég get þar af leiðandi ekki staðfest að Vranjes hafi hafnað einhverju tilboði frá okkur eða að hann hafi gefið þetta frá sér,“ segir Guðmundur en hvar stendur landsliðsþjálfaraleitin nákvæmlega núna? Sjá einnig: Þurfum að skipuleggja okkur þrátt fyrir þjálfaraleysið „Við höfum verið að þrengja hringinn og ég vona að við förum að sjá fyrir endann á þessu máli.“ Formaðurinn sagði í viðtali við Fréttablaðið í upphafi mánaðarins að hann ætlaði að gefa sér tíma út þennan mánuð til þess að klára málið. Nær hann að standa við það? „Ég ætla rétt að vona það. Ég er frekar rólegur maður að eðlisfari en ég viðurkenni að klukkan er farin að tifa á mig.“ Handbolti Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Íþróttadeild 365 hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að HSÍ hafi verið í viðræðum við Svíann Ljubomir Vranjes um að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. Vranjes er þjálfari þýska stórliðsins Flensburg. Hinn 42 ára gamli Vranjes var magnaður leikmaður á sínum tíma og lék eina 164 landsleiki fyrir Svía. Hann varð bæði heims- og Evrópumeistari sem leikmaður sænska landsliðsins. Vranjes hefur verið þjálfari Flensburg síðan 2010 og náð eftirtektarverðum árangri með liðið. Hann vann meðal annars Meistaradeildina með Flensburg fyrir tveimur árum. „Ég get nú ekki sagt þér mikið um þetta. Ég vil helst ekki tala um það þannig að ég segi bara „no comment“ við þessari fyrirspurn,“ sagði Vranjes í samtali við Fréttablaðið í gær aðspurður um viðræður sínar við HSÍ. Samkvæmt sömu heimildum hafnaði Vranjes tilboði HSÍ þó svo honum hafi litist vel á starfið. Þessi klóki þjálfari segir að íslenska starfið ætti þó að vera heillandi. Sjá einnig: Guðjón Valur: Frekar íslenska en erlendan landsliðsþjálfara „Ísland er með gott lið og fullt af góðum leikmönnum. Íslenska liðið hefur möguleika á að gera góða hluti í framtíðinni. Auðvitað vantar liðið nýjan þjálfara og ég tel að HSÍ finni réttan þjálfara fyrir liðið.“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur haldið spilunum mjög þétt að sér í leitinni að nýjum þjálfara og á því varð engin breyting í gær er hann var spurður út viðræðurnar við Vranjes. „Ég get ekki staðfest að við höfum verið í viðræðum við Vranjes eða nokkra aðra þjálfara. Ég hef talað við marga en ég mun ekki nefna nein nöfn í því sambandi. Ég get þar af leiðandi ekki staðfest að Vranjes hafi hafnað einhverju tilboði frá okkur eða að hann hafi gefið þetta frá sér,“ segir Guðmundur en hvar stendur landsliðsþjálfaraleitin nákvæmlega núna? Sjá einnig: Þurfum að skipuleggja okkur þrátt fyrir þjálfaraleysið „Við höfum verið að þrengja hringinn og ég vona að við förum að sjá fyrir endann á þessu máli.“ Formaðurinn sagði í viðtali við Fréttablaðið í upphafi mánaðarins að hann ætlaði að gefa sér tíma út þennan mánuð til þess að klára málið. Nær hann að standa við það? „Ég ætla rétt að vona það. Ég er frekar rólegur maður að eðlisfari en ég viðurkenni að klukkan er farin að tifa á mig.“
Handbolti Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira