Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. mars 2016 06:00 Ljubomir Vranjes er þjálfari Flensburg. Vísir/Getty Íþróttadeild 365 hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að HSÍ hafi verið í viðræðum við Svíann Ljubomir Vranjes um að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. Vranjes er þjálfari þýska stórliðsins Flensburg. Hinn 42 ára gamli Vranjes var magnaður leikmaður á sínum tíma og lék eina 164 landsleiki fyrir Svía. Hann varð bæði heims- og Evrópumeistari sem leikmaður sænska landsliðsins. Vranjes hefur verið þjálfari Flensburg síðan 2010 og náð eftirtektarverðum árangri með liðið. Hann vann meðal annars Meistaradeildina með Flensburg fyrir tveimur árum. „Ég get nú ekki sagt þér mikið um þetta. Ég vil helst ekki tala um það þannig að ég segi bara „no comment“ við þessari fyrirspurn,“ sagði Vranjes í samtali við Fréttablaðið í gær aðspurður um viðræður sínar við HSÍ. Samkvæmt sömu heimildum hafnaði Vranjes tilboði HSÍ þó svo honum hafi litist vel á starfið. Þessi klóki þjálfari segir að íslenska starfið ætti þó að vera heillandi. Sjá einnig: Guðjón Valur: Frekar íslenska en erlendan landsliðsþjálfara „Ísland er með gott lið og fullt af góðum leikmönnum. Íslenska liðið hefur möguleika á að gera góða hluti í framtíðinni. Auðvitað vantar liðið nýjan þjálfara og ég tel að HSÍ finni réttan þjálfara fyrir liðið.“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur haldið spilunum mjög þétt að sér í leitinni að nýjum þjálfara og á því varð engin breyting í gær er hann var spurður út viðræðurnar við Vranjes. „Ég get ekki staðfest að við höfum verið í viðræðum við Vranjes eða nokkra aðra þjálfara. Ég hef talað við marga en ég mun ekki nefna nein nöfn í því sambandi. Ég get þar af leiðandi ekki staðfest að Vranjes hafi hafnað einhverju tilboði frá okkur eða að hann hafi gefið þetta frá sér,“ segir Guðmundur en hvar stendur landsliðsþjálfaraleitin nákvæmlega núna? Sjá einnig: Þurfum að skipuleggja okkur þrátt fyrir þjálfaraleysið „Við höfum verið að þrengja hringinn og ég vona að við förum að sjá fyrir endann á þessu máli.“ Formaðurinn sagði í viðtali við Fréttablaðið í upphafi mánaðarins að hann ætlaði að gefa sér tíma út þennan mánuð til þess að klára málið. Nær hann að standa við það? „Ég ætla rétt að vona það. Ég er frekar rólegur maður að eðlisfari en ég viðurkenni að klukkan er farin að tifa á mig.“ Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Íþróttadeild 365 hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að HSÍ hafi verið í viðræðum við Svíann Ljubomir Vranjes um að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. Vranjes er þjálfari þýska stórliðsins Flensburg. Hinn 42 ára gamli Vranjes var magnaður leikmaður á sínum tíma og lék eina 164 landsleiki fyrir Svía. Hann varð bæði heims- og Evrópumeistari sem leikmaður sænska landsliðsins. Vranjes hefur verið þjálfari Flensburg síðan 2010 og náð eftirtektarverðum árangri með liðið. Hann vann meðal annars Meistaradeildina með Flensburg fyrir tveimur árum. „Ég get nú ekki sagt þér mikið um þetta. Ég vil helst ekki tala um það þannig að ég segi bara „no comment“ við þessari fyrirspurn,“ sagði Vranjes í samtali við Fréttablaðið í gær aðspurður um viðræður sínar við HSÍ. Samkvæmt sömu heimildum hafnaði Vranjes tilboði HSÍ þó svo honum hafi litist vel á starfið. Þessi klóki þjálfari segir að íslenska starfið ætti þó að vera heillandi. Sjá einnig: Guðjón Valur: Frekar íslenska en erlendan landsliðsþjálfara „Ísland er með gott lið og fullt af góðum leikmönnum. Íslenska liðið hefur möguleika á að gera góða hluti í framtíðinni. Auðvitað vantar liðið nýjan þjálfara og ég tel að HSÍ finni réttan þjálfara fyrir liðið.“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur haldið spilunum mjög þétt að sér í leitinni að nýjum þjálfara og á því varð engin breyting í gær er hann var spurður út viðræðurnar við Vranjes. „Ég get ekki staðfest að við höfum verið í viðræðum við Vranjes eða nokkra aðra þjálfara. Ég hef talað við marga en ég mun ekki nefna nein nöfn í því sambandi. Ég get þar af leiðandi ekki staðfest að Vranjes hafi hafnað einhverju tilboði frá okkur eða að hann hafi gefið þetta frá sér,“ segir Guðmundur en hvar stendur landsliðsþjálfaraleitin nákvæmlega núna? Sjá einnig: Þurfum að skipuleggja okkur þrátt fyrir þjálfaraleysið „Við höfum verið að þrengja hringinn og ég vona að við förum að sjá fyrir endann á þessu máli.“ Formaðurinn sagði í viðtali við Fréttablaðið í upphafi mánaðarins að hann ætlaði að gefa sér tíma út þennan mánuð til þess að klára málið. Nær hann að standa við það? „Ég ætla rétt að vona það. Ég er frekar rólegur maður að eðlisfari en ég viðurkenni að klukkan er farin að tifa á mig.“
Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti