„Gátum ekki ímyndað okkar að árásirnar yrðu af þessari stærðargráðu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2016 21:45 Fjöldi fólks hefur safnast saman í Brussel í kvöld til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárásunum í morgun. vísir/getty Jan Jambon, innanríkisráðherra Belgíu, segir að yfirvöld hafi vitað að öfgamenn væru að leggja á ráðin um einhverjar aðgerðir í Evrópu en hann segir að alvarleiki og umfang hryðjuverkaárásanna í Brussel í morgun hafi komið á óvart. „Það var alltaf möguleiki á fleiri árásum en við gátum ekki ímyndað okkar að þær yrðu af þessari stærðargráðu. [...] Við höfðum engar upplýsingar um þetta, en við vissum þó að það væri eitthvað í gangi í Evrópu, í mismunandi löndum, Frakklandi, Þýskalandi og hér,“ segir Jambon. Að minnsta kosti 31 létust í árásunum og um 250 særðust, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðherra Belgíu, Maggie DeBlock. Ellefu manns létust í árás sem gerð var á alþjóðaflugvellinum í Brussel en þar sprungu tvær sprengjur. Þá létust 20 manns í lest á Maelbeek-neðanjarðarlestarstöðinni þar sem sprengja sprakk inni í einum vagni lestarinnar. Mínútu þögn verður í Belgíu á morgun klukkan 12 að staðartíma. Í kvöld hefur fólk safnast saman við Place de la Bourse í Brussel til að minnast þeirra sem létust. Forsætisráðherra landsins, Charles Michel, var á meðal þeirra sem komu og kveikti á kerti í minningu fórnarlambanna. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð árásunum og leitar lögreglan nú um alla Belgíu að manni sem grunaður er um að vera einn af árásarmönnunum. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Jan Jambon, innanríkisráðherra Belgíu, segir að yfirvöld hafi vitað að öfgamenn væru að leggja á ráðin um einhverjar aðgerðir í Evrópu en hann segir að alvarleiki og umfang hryðjuverkaárásanna í Brussel í morgun hafi komið á óvart. „Það var alltaf möguleiki á fleiri árásum en við gátum ekki ímyndað okkar að þær yrðu af þessari stærðargráðu. [...] Við höfðum engar upplýsingar um þetta, en við vissum þó að það væri eitthvað í gangi í Evrópu, í mismunandi löndum, Frakklandi, Þýskalandi og hér,“ segir Jambon. Að minnsta kosti 31 létust í árásunum og um 250 særðust, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðherra Belgíu, Maggie DeBlock. Ellefu manns létust í árás sem gerð var á alþjóðaflugvellinum í Brussel en þar sprungu tvær sprengjur. Þá létust 20 manns í lest á Maelbeek-neðanjarðarlestarstöðinni þar sem sprengja sprakk inni í einum vagni lestarinnar. Mínútu þögn verður í Belgíu á morgun klukkan 12 að staðartíma. Í kvöld hefur fólk safnast saman við Place de la Bourse í Brussel til að minnast þeirra sem létust. Forsætisráðherra landsins, Charles Michel, var á meðal þeirra sem komu og kveikti á kerti í minningu fórnarlambanna. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð árásunum og leitar lögreglan nú um alla Belgíu að manni sem grunaður er um að vera einn af árásarmönnunum.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38
Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent