Heimilislausum háskólanema synjað af Félagsstofnun Stúdenta Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. mars 2016 19:20 Rós Kristjánsdóttir var ósátt við að fá engar útskýringar í synjunarbréfinu. Visir Rós Kristjánsdóttir, ein þeirra þriggja sem missti aleiguna í brunanum á Grettisgötu 87 fyrir tveimur vikum, deildi í dag á Facebook-síðu sinni synjunarbréfi sem hún fékk frá úrskurðarnefnd Félagsstofnunar Stúdenta en hún hafði beðið um að komast á forgang á biðlista um að fá íbúð í Stúdentagörðum þar sem hún væri heimilislaus. Í færslu sinni sagðist hún hafa skrifað hjartnæmt bréf þar sem hún útskýrði stöðu sína en svarið var staðlað og hnitmiðað, blákalt nei. Þar kom einungis fram að mál hennar hafi verið tekið fyrir en að ákveðið hafi verið að synja beiðni hennar um forgang. „Maður er voðalega viðkvæmur fyrir öllum vondum fréttum núna og þetta var blaut tuska í andlitið,“ segir Rós, háskólanemi og fyrirsæta, sem hefur síðustu tvær vikur fengið húsaskjól á sjö mismunandi stöðum en þó alltaf tímabundið. „Ég er ekkert að búast við því að ég fái allt upp í hendurnar eða að þau reddi okkur bara strax en ég var nú samt að vonast til að fá að vera á einhverjum lista. Ég var svona í það minnsta að vonast eftir því að það væri eitthvað sagt við mann annað en bara það að umsókninni væri hafnað“. Rós segir það að hafa misst aleiguna svo sannarlega setja strik í reikninginn hvað námið varðar. Rós stefnir á að klára BA-gráðu sína í mannfræði og útskrifast núna í vor. „Ég sagði þeim að ég hafi verið íbúi á Grettisgötu sem að brann og að ég væri nú heimilislaus nemandi Háskóla Íslands og að ég ætlaði mér að halda áfram í mastersnám. Ég spurði hvort ég gæti fengið einhverja undanþágu og þetta var svarið sem barst“. Dagurinn var svo sannarlega átakanlegur fyrir Rós því í morgun frétti hún eins og aðrir af hryðjuverkaárásunum í Brussel. Þær fréttir tóku örlítið meira á hana en aðra því þar býr móðir hennar. Hún fékk þó snemma fregnir af því að móðir hennar væri óhult.Svona var útlits þegar Halldóri, kærasta Rósar, var hleypt inn í íbúð þeirra í fyrsta sinn eftir brunann.VisirGrátlegt að synja fólkiÞað er Félagsstofnun Stúdenta sem sér um að úthluta nemendum húsnæði á Stúdentagörðum en leynilegt er hverjir sitja í úrskurðarnefnd. Þar eru þrír einstaklingar; einn frá Háskóla Íslands, einn frá Stúdentaráði og einn frá Félagsstofnun stúdenta. Nefndin tekur fyrir allar forgangs- og undanþágu beiðnir og metur eftir fyrirsettum reglum. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunnar Stúdenta, vildi ekki tjá sig um þetta einstaka mál. „Eins og þetta gengur fyrir sig þá getur fólk sótt um forgang og það gera margir. Það eru fleiri hundruð beiðnir sem eru teknar fyrir af úrskurðarnefnd á hverju einasta ári. Fæstir leika sér að því að sækja um forgang og staða þeirra flestra er mjög grátleg“. Félagsstofnunin hefur um 1100 leigueiningar til úthlutunar á hverju ári. Eftir hverja úthlutun eru um 1000 manns sem sitja eftir á biðlista. Það er því um helmingur sem fær synjun. „Auðvitað er maður stundum gráti næst yfir því að þurfa að segja nei við fólk. Þess vegna erum við að berjast fyrir því að byggja meira. Við viljum auðvitað hafa það þannig að allir sem sæki um á Stúdentagörðum komist að“. Tengdar fréttir Auglýsir eftir nýrri vinnustofu Þrátt fyrir að hafa misst allt sitt í brunanum við Grettisgötu 87 í síðustu viku er Halldór Ragnarsson myndlistamaður staðráðinn í því að leggja ekki árar í bát. 15. mars 2016 15:51 „Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00 „Hjálpum þeim“ fyrir íbúa Grettisgötu Vinir myndlistarmannsins Halldórs Ragnarssonar og kærustu hans hafa stofnað styrktarreikning og bókað skemmtistaðinn Húrra í lok mars fyrir styrktaruppákomu. 8. mars 2016 16:48 Játaði að hafa kveikt í húsnæði við Grettisgötu Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík mánudagskvöldið 7. mars. 15. mars 2016 15:46 Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Rós Kristjánsdóttir, ein þeirra þriggja sem missti aleiguna í brunanum á Grettisgötu 87 fyrir tveimur vikum, deildi í dag á Facebook-síðu sinni synjunarbréfi sem hún fékk frá úrskurðarnefnd Félagsstofnunar Stúdenta en hún hafði beðið um að komast á forgang á biðlista um að fá íbúð í Stúdentagörðum þar sem hún væri heimilislaus. Í færslu sinni sagðist hún hafa skrifað hjartnæmt bréf þar sem hún útskýrði stöðu sína en svarið var staðlað og hnitmiðað, blákalt nei. Þar kom einungis fram að mál hennar hafi verið tekið fyrir en að ákveðið hafi verið að synja beiðni hennar um forgang. „Maður er voðalega viðkvæmur fyrir öllum vondum fréttum núna og þetta var blaut tuska í andlitið,“ segir Rós, háskólanemi og fyrirsæta, sem hefur síðustu tvær vikur fengið húsaskjól á sjö mismunandi stöðum en þó alltaf tímabundið. „Ég er ekkert að búast við því að ég fái allt upp í hendurnar eða að þau reddi okkur bara strax en ég var nú samt að vonast til að fá að vera á einhverjum lista. Ég var svona í það minnsta að vonast eftir því að það væri eitthvað sagt við mann annað en bara það að umsókninni væri hafnað“. Rós segir það að hafa misst aleiguna svo sannarlega setja strik í reikninginn hvað námið varðar. Rós stefnir á að klára BA-gráðu sína í mannfræði og útskrifast núna í vor. „Ég sagði þeim að ég hafi verið íbúi á Grettisgötu sem að brann og að ég væri nú heimilislaus nemandi Háskóla Íslands og að ég ætlaði mér að halda áfram í mastersnám. Ég spurði hvort ég gæti fengið einhverja undanþágu og þetta var svarið sem barst“. Dagurinn var svo sannarlega átakanlegur fyrir Rós því í morgun frétti hún eins og aðrir af hryðjuverkaárásunum í Brussel. Þær fréttir tóku örlítið meira á hana en aðra því þar býr móðir hennar. Hún fékk þó snemma fregnir af því að móðir hennar væri óhult.Svona var útlits þegar Halldóri, kærasta Rósar, var hleypt inn í íbúð þeirra í fyrsta sinn eftir brunann.VisirGrátlegt að synja fólkiÞað er Félagsstofnun Stúdenta sem sér um að úthluta nemendum húsnæði á Stúdentagörðum en leynilegt er hverjir sitja í úrskurðarnefnd. Þar eru þrír einstaklingar; einn frá Háskóla Íslands, einn frá Stúdentaráði og einn frá Félagsstofnun stúdenta. Nefndin tekur fyrir allar forgangs- og undanþágu beiðnir og metur eftir fyrirsettum reglum. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunnar Stúdenta, vildi ekki tjá sig um þetta einstaka mál. „Eins og þetta gengur fyrir sig þá getur fólk sótt um forgang og það gera margir. Það eru fleiri hundruð beiðnir sem eru teknar fyrir af úrskurðarnefnd á hverju einasta ári. Fæstir leika sér að því að sækja um forgang og staða þeirra flestra er mjög grátleg“. Félagsstofnunin hefur um 1100 leigueiningar til úthlutunar á hverju ári. Eftir hverja úthlutun eru um 1000 manns sem sitja eftir á biðlista. Það er því um helmingur sem fær synjun. „Auðvitað er maður stundum gráti næst yfir því að þurfa að segja nei við fólk. Þess vegna erum við að berjast fyrir því að byggja meira. Við viljum auðvitað hafa það þannig að allir sem sæki um á Stúdentagörðum komist að“.
Tengdar fréttir Auglýsir eftir nýrri vinnustofu Þrátt fyrir að hafa misst allt sitt í brunanum við Grettisgötu 87 í síðustu viku er Halldór Ragnarsson myndlistamaður staðráðinn í því að leggja ekki árar í bát. 15. mars 2016 15:51 „Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00 „Hjálpum þeim“ fyrir íbúa Grettisgötu Vinir myndlistarmannsins Halldórs Ragnarssonar og kærustu hans hafa stofnað styrktarreikning og bókað skemmtistaðinn Húrra í lok mars fyrir styrktaruppákomu. 8. mars 2016 16:48 Játaði að hafa kveikt í húsnæði við Grettisgötu Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík mánudagskvöldið 7. mars. 15. mars 2016 15:46 Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Auglýsir eftir nýrri vinnustofu Þrátt fyrir að hafa misst allt sitt í brunanum við Grettisgötu 87 í síðustu viku er Halldór Ragnarsson myndlistamaður staðráðinn í því að leggja ekki árar í bát. 15. mars 2016 15:51
„Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00
„Hjálpum þeim“ fyrir íbúa Grettisgötu Vinir myndlistarmannsins Halldórs Ragnarssonar og kærustu hans hafa stofnað styrktarreikning og bókað skemmtistaðinn Húrra í lok mars fyrir styrktaruppákomu. 8. mars 2016 16:48
Játaði að hafa kveikt í húsnæði við Grettisgötu Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík mánudagskvöldið 7. mars. 15. mars 2016 15:46
Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43