Eini skíðarekstrarfræðingur landsins starfar á Akureyri Ingvar Haraldsson skrifar 23. mars 2016 12:00 Guðmundur Karl lærði skíðarekstrarfræði í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. mynd/inspired by iceland „Þetta er verslunarmannahelgi vetrarins,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, um páskahelgina. Þá segir hann Akureyrarbæ fyllast af aðkomufólki og brottfluttum Akureyringum sem séu á leið á skíði. „Það er mikill straumur norður, líka á Dalvík, Siglufjörð og Sauðárkrók. Enda eru skíðasvæðin einn stærsti ferðaþjónustuaðili á landsbyggðinni yfir vetrarmánuðina, þar sem fólk er að koma mjög reglulega um helgar á öll þessi skíðasvæði.“ Guðmundur er uppalinn Garðbæingur en hefur verið forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli frá aldamótum. „Ég ólst upp á skíðunum, ég var svo sem enginn Stenmark bara svona í miðjunni, en fór að fá áhuga á snjótroðurum og lyftum,“ segir Guðmundur. „Eitt leiddi af öðru og hérna er maður í dag,“ segir hann. „Ég var í skíðabransanum í Ameríku í ellefu ár og svo bauðst mér þessi vinna árið 2000,“ segir hann. Fyrst vann hann sem skíðakennari vestanhafs en fór svo í nám í skíðarekstrarfræði við Gogebic-háskóla í Michigan og er eftir því sem hann best veit eini skíðarekstrarfræðingur landsins. Í kjölfarið bauðst Guðmundi vinna hjá sænska fyrirtækinu Lemko, sem býr til snjóframleiðslukerfi. Guðmundur segir farsæla páskahelgi skipta talsverðu máli fyrir rekstrarafkomu skíðasvæðisins. Á síðasta ári seldust lyftupassar á skíðasvæðinu fyrir 15 milljónir króna um páskahelgina. Hér verða 40-50 manns í vinnu,“ segir Guðmundur um viðbúnaðinn í Hlíðarfjalli um helgina. „Það verður líf og fjör í fjallinu, við erum með skíðaskóla og skíðaleigu og erum að búa til smá stemmingu hérna í sólinni, tónlistaratriði og fleira,“ segir hann. Þá segir Guðmundur þá breytingu hafa orðið síðustu ár að páskahelgin sé ekki hlutfallslega jafn stór eftir að vetrarfríin urðu vinsælli skíðafrí, en engu að síður séu um 2.500 manns í Hlíðarfjalli flesta daga yfir páskana. Þá sé veðurspáin góð og útlit fyrir gott skíðafæri. Skíðasvæði Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
„Þetta er verslunarmannahelgi vetrarins,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, um páskahelgina. Þá segir hann Akureyrarbæ fyllast af aðkomufólki og brottfluttum Akureyringum sem séu á leið á skíði. „Það er mikill straumur norður, líka á Dalvík, Siglufjörð og Sauðárkrók. Enda eru skíðasvæðin einn stærsti ferðaþjónustuaðili á landsbyggðinni yfir vetrarmánuðina, þar sem fólk er að koma mjög reglulega um helgar á öll þessi skíðasvæði.“ Guðmundur er uppalinn Garðbæingur en hefur verið forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli frá aldamótum. „Ég ólst upp á skíðunum, ég var svo sem enginn Stenmark bara svona í miðjunni, en fór að fá áhuga á snjótroðurum og lyftum,“ segir Guðmundur. „Eitt leiddi af öðru og hérna er maður í dag,“ segir hann. „Ég var í skíðabransanum í Ameríku í ellefu ár og svo bauðst mér þessi vinna árið 2000,“ segir hann. Fyrst vann hann sem skíðakennari vestanhafs en fór svo í nám í skíðarekstrarfræði við Gogebic-háskóla í Michigan og er eftir því sem hann best veit eini skíðarekstrarfræðingur landsins. Í kjölfarið bauðst Guðmundi vinna hjá sænska fyrirtækinu Lemko, sem býr til snjóframleiðslukerfi. Guðmundur segir farsæla páskahelgi skipta talsverðu máli fyrir rekstrarafkomu skíðasvæðisins. Á síðasta ári seldust lyftupassar á skíðasvæðinu fyrir 15 milljónir króna um páskahelgina. Hér verða 40-50 manns í vinnu,“ segir Guðmundur um viðbúnaðinn í Hlíðarfjalli um helgina. „Það verður líf og fjör í fjallinu, við erum með skíðaskóla og skíðaleigu og erum að búa til smá stemmingu hérna í sólinni, tónlistaratriði og fleira,“ segir hann. Þá segir Guðmundur þá breytingu hafa orðið síðustu ár að páskahelgin sé ekki hlutfallslega jafn stór eftir að vetrarfríin urðu vinsælli skíðafrí, en engu að síður séu um 2.500 manns í Hlíðarfjalli flesta daga yfir páskana. Þá sé veðurspáin góð og útlit fyrir gott skíðafæri.
Skíðasvæði Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira