Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2016 18:26 Lögreglan í Belgíu leitar nú ákaft af manninum í hvíta jakkanum. Uppfært klukkan 19.20:Belgíska lögreglan hefur fundið sprengju, meðal annars með nöglum, í áhlaupi á íbúð í Schaarbeek-hverfinu í Brussel. Þá fundust einnig efni til sprengjugerðar í íbúðinni auk fána Íslamska ríkisins. Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. Hann staðfesti að þrjár sprengjur hefðu sprungið, tvær á Zaventem-flugvellinum og ein í lest nærri Maelbeek-lestarstöðinni. Að minnsta kosti 34 létust í árásunum og yfir 230 særðust. Fram kom í máli saksóknarans að tveir mannanna sem eru á mynd sem lögreglan birti úr eftirlitsmyndavélum af flugvellinum í dag séu mjög líklega tengdir árásunum. Talið er að þeir hafi sprengt sig í loft upp á flugvellinum en þriðja mannsins, þess sem klæddur er í hvítan jakka, er nú ákaft leitað af belgísku lögreglunni og eru áhlaup í gangi víða um land. Þá hefur verið lýst eftir honum í fjölmiðlum en grunur leikur á að hann sé viðriðinn árásirnar. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en saksóknarinn sagði enn of snemmt að tengja árásirnar í dag beint við hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember þar sem 130 manns fórust. Forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, ávarpaði jafnframt þjóðina á blaðamannafundinum en lýst hefur verið yfir þjóðarsorg næstu þrjá daga. Ráðherrann sagði Belga vilja að daglegt líf kæmist sem fyrst í eðlilegt horf. Hann sagði að ráðist hefði verið á frelsið í hjarta þess í dag, líkt og gert hefði verið í árásunum í París í nóvember, og í London árið 2007 og Madríd árið 2004. „Þetta er sameiginleg barátta sem þekkir engin landamæri og við erum staðráðin í að berjast fyrir frelsi okkar,“ sagði tárvotur forsætisráðherrann á blaðamannafundinum í dag. Hér má fylgjast með umfjöllun Guardian um hryðjuverkaárásirnar. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Myndir frá árásunum í Brussel Minnst 34 eru látnir eftir samhæfðar sprengingar í Brussel í morgun. 22. mars 2016 14:00 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Uppfært klukkan 19.20:Belgíska lögreglan hefur fundið sprengju, meðal annars með nöglum, í áhlaupi á íbúð í Schaarbeek-hverfinu í Brussel. Þá fundust einnig efni til sprengjugerðar í íbúðinni auk fána Íslamska ríkisins. Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. Hann staðfesti að þrjár sprengjur hefðu sprungið, tvær á Zaventem-flugvellinum og ein í lest nærri Maelbeek-lestarstöðinni. Að minnsta kosti 34 létust í árásunum og yfir 230 særðust. Fram kom í máli saksóknarans að tveir mannanna sem eru á mynd sem lögreglan birti úr eftirlitsmyndavélum af flugvellinum í dag séu mjög líklega tengdir árásunum. Talið er að þeir hafi sprengt sig í loft upp á flugvellinum en þriðja mannsins, þess sem klæddur er í hvítan jakka, er nú ákaft leitað af belgísku lögreglunni og eru áhlaup í gangi víða um land. Þá hefur verið lýst eftir honum í fjölmiðlum en grunur leikur á að hann sé viðriðinn árásirnar. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en saksóknarinn sagði enn of snemmt að tengja árásirnar í dag beint við hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember þar sem 130 manns fórust. Forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, ávarpaði jafnframt þjóðina á blaðamannafundinum en lýst hefur verið yfir þjóðarsorg næstu þrjá daga. Ráðherrann sagði Belga vilja að daglegt líf kæmist sem fyrst í eðlilegt horf. Hann sagði að ráðist hefði verið á frelsið í hjarta þess í dag, líkt og gert hefði verið í árásunum í París í nóvember, og í London árið 2007 og Madríd árið 2004. „Þetta er sameiginleg barátta sem þekkir engin landamæri og við erum staðráðin í að berjast fyrir frelsi okkar,“ sagði tárvotur forsætisráðherrann á blaðamannafundinum í dag. Hér má fylgjast með umfjöllun Guardian um hryðjuverkaárásirnar.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Myndir frá árásunum í Brussel Minnst 34 eru látnir eftir samhæfðar sprengingar í Brussel í morgun. 22. mars 2016 14:00 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Myndir frá árásunum í Brussel Minnst 34 eru látnir eftir samhæfðar sprengingar í Brussel í morgun. 22. mars 2016 14:00
Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38