Heilbrigðisþjónusta – óháð efnahag Magnús Orri Schram skrifar 23. mars 2016 07:00 Við eigum að setja miklu meiri fjármuni í heilbrigðisþjónustuna. Forgangsraða í þágu almennings. Sjúklingar og aðstandendur þeirra sem hafa dvalið á Landspítalanum skynja vel þá þörf sem er til staðar. Álagið og vinnuaðstaðan er óviðunandi. Mikið veikt fólk dvelur á göngum spítalans. Bílskúrar teknir undir sjúkrarúm. Starfsfólkið vinnur kraftaverk á hverjum degi en umhverfið er óboðlegt. Verkefnið fram undan er þríþætt: Ljúka þarf við byggingu nýs spítala og bæta þannig aðstöðuna, minnka álagið og efla þjónustuna. Auka þarf styrk heilsugæslunnar sem getur þá verið fyrsti viðkomustaður almennings. Í þriðja lagi þarf að tryggja að fólk geti notið heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Að allir getið fengið þá aðstoð sem þeir þurfa en ekki bara þeir efnameiri. Það er því miður ekki raunin í dag. Þess vegna á opinber heilbrigðisþjónusta að vera ókeypis. Fólkið sem veikist á ekki að þurfa að greiða háar fjárhæðir til að fá lækningu eða aðstoð. Þá er það veikast fyrir. Í dag getur það kostað milljónir að veikjast af krabbameini. Það kostar formúu að leita sér hjálpar í íslensku heilbrigðiskerfi. Það á ekki að líðast hjá jafn ríkri þjóð. Öflugt velferðarkerfi á að grípa þá sem þurfa aðstoð og styðja þá í gegnum erfiðleikana. Þannig stöndum við saman á bak við þá veiku. Í gegnum sameiginlega sjóði hjálpumst við að. Almenningur vill setja meiri fjármuni í heilbrigðismál en við gerum í dag. Þess vegna skrifar fólk undir hjá Kára Stefánssyni. Peningarnir eru til staðar í þjóðfélaginu en stjórnmálamennina virðist skorta kjark til að forgangsraða í þágu almennings. Hægt er t.d. að sækja umtalsverða fjármuni til þeirra sem nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar og hafa fengið veiðigjöldin lækkuð á undanförnum árum. Það má nýta þá fjármuni til að byggja upp heilsugæsluna, ljúka við nýjan spítala og tryggja jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu – óháð efnahag. Nú þegar betur árar eigum við að fjárfesta í heilbrigðismálum. Við viljum nefnilega búa í samfélagi þar sem fólk býr við jöfn tækifæri - óháð efnahag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Við eigum að setja miklu meiri fjármuni í heilbrigðisþjónustuna. Forgangsraða í þágu almennings. Sjúklingar og aðstandendur þeirra sem hafa dvalið á Landspítalanum skynja vel þá þörf sem er til staðar. Álagið og vinnuaðstaðan er óviðunandi. Mikið veikt fólk dvelur á göngum spítalans. Bílskúrar teknir undir sjúkrarúm. Starfsfólkið vinnur kraftaverk á hverjum degi en umhverfið er óboðlegt. Verkefnið fram undan er þríþætt: Ljúka þarf við byggingu nýs spítala og bæta þannig aðstöðuna, minnka álagið og efla þjónustuna. Auka þarf styrk heilsugæslunnar sem getur þá verið fyrsti viðkomustaður almennings. Í þriðja lagi þarf að tryggja að fólk geti notið heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Að allir getið fengið þá aðstoð sem þeir þurfa en ekki bara þeir efnameiri. Það er því miður ekki raunin í dag. Þess vegna á opinber heilbrigðisþjónusta að vera ókeypis. Fólkið sem veikist á ekki að þurfa að greiða háar fjárhæðir til að fá lækningu eða aðstoð. Þá er það veikast fyrir. Í dag getur það kostað milljónir að veikjast af krabbameini. Það kostar formúu að leita sér hjálpar í íslensku heilbrigðiskerfi. Það á ekki að líðast hjá jafn ríkri þjóð. Öflugt velferðarkerfi á að grípa þá sem þurfa aðstoð og styðja þá í gegnum erfiðleikana. Þannig stöndum við saman á bak við þá veiku. Í gegnum sameiginlega sjóði hjálpumst við að. Almenningur vill setja meiri fjármuni í heilbrigðismál en við gerum í dag. Þess vegna skrifar fólk undir hjá Kára Stefánssyni. Peningarnir eru til staðar í þjóðfélaginu en stjórnmálamennina virðist skorta kjark til að forgangsraða í þágu almennings. Hægt er t.d. að sækja umtalsverða fjármuni til þeirra sem nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar og hafa fengið veiðigjöldin lækkuð á undanförnum árum. Það má nýta þá fjármuni til að byggja upp heilsugæsluna, ljúka við nýjan spítala og tryggja jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu – óháð efnahag. Nú þegar betur árar eigum við að fjárfesta í heilbrigðismálum. Við viljum nefnilega búa í samfélagi þar sem fólk býr við jöfn tækifæri - óháð efnahag.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun