Erlent

Rob Ford látinn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Einn umdeildasti borgarstjóri síðari tíma lést eftir baráttu við krabbamein.
Einn umdeildasti borgarstjóri síðari tíma lést eftir baráttu við krabbamein. Vísir/AFP
Rob Ford, fyrrverandi borgarstjóri Toronto, lést í dag eftir átján mánaða baráttu við krabbamein. Hann var 46 ára gamall. Ford átti bæði gallharða stuðningsmenn og harðsnúna andstæðinga.

Ford vakti heimsathygli fyrir ýmsa skandala í borgarstjóratíð sinni en hann viðurkenndi meðal annars að hafa reykt krakk auk þess sem myndband birtist af honum fyrir nokkru þar sem hann hótar manni kvalafullum dauðdaga.


Tengdar fréttir

Rob Ford ofurölvi á skyndibitastað

Hinn skrautlegi borgarstjóri Toronto Rob Ford kom sér enn einu sinni í fréttirnar vestanhafs þegar myndband náðist af honum ölvuðum á skyndibitastað á sunndaginn.

Rob Ford með æxli

Rob Ford, borgarstjórinn í Toronto, var í gær lagður inn á spítala eftir að hafa gengist undir ýmsar rannsóknir sem bentu til þess að hann væri með æxli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×