Opinskár fundur á Kúbu Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. mars 2016 07:00 Raul Castro Kúbuforseti og Barack Obama Bandaríkjaforseti í Byltingarhöllinni í Havana. Fréttablaðið/EPA Mannréttindamál voru meðal þess sem Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi við Raul Castro Kúbuforseta þegar þeir hittust í Havana á Kúbu í gær. Obama kom þangað í opinbera heimsókn á sunnudag en heldur aftur heim til Bandaríkjanna síðar í dag. Þeir Castro og Obama ræddu saman á löngum fundi í Byltingarhöllinni í Havana. Að loknum fundinum sagðist Obama fagna því að Castro hafi einnig gagnrýnt mannréttindamál í Bandaríkjunum, fátækt og aukinn ójöfnuð: „Við fögnum því að hafa átt þessar uppbyggilegu samræður, því við trúum því að við getum dregið af því lærdóm og bætt líf þjóða okkar.” Meðal annars ræddu þeir um aukin viðskipti milli landanna. Bandarísk stórfyrirtæki eru mörg hver áfjáð í að stofna til viðskipta á Kúbu. Obama skýrði meðal annars frá því að tæknirisinn Google hefði gert samninga um að efla mjög netsamband á Kúbu, en netþjónusta hefur verið þar af skornum skammti. „Það væri hægt að gera svo miklu meira ef viðskiptabanni Bandaríkjanna væri aflétt,” sagði Castro á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra. Viðskiptabannið hefur átt stóran þátt í að halda niðri efnahagslífi Kúbu áratugum saman. Í dag hyggst Obama svo ávarpa kúbversku þjóðina beint í gamla þjóðleikhúsinu í Havana, glæsibyggingu sem notuð er undir listviðburði af ýmsu tagi. Þetta er í þriðja sinn sem þeir Castro og Obama hittast frá því í desember 2014, þegar þeir skýrðu frá því að stjórnmálatengsl yrðu tekin upp á milli landanna. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem dagblaðið The New York Times birti í gær, eru 62 prósent Bandaríkjamanna ánægð með að Kúba og Bandaríkin taki upp stjórnmálatengsl. Einungis 40 prósent Bandaríkjamanna telja hins vegar líklegt að þetta verði til þess að Kúbverjar taki upp lýðræðislegt stjórnarfar. Þá eru nærri 60 prósent fylgjandi því að Bandaríkin láti af refsiaðgerðum sínum gegn Kúbu. Obama hefur hvatt Bandaríkjaþing til þess að hætta viðskiptaþvingunum gegn Kúbu, en repúblikanar hafa þar þingmeirihluta og þykja ólíklegir til að verða við þeirri ósk. Bandarískir og kúbverskir ráðamenn hafa einnig notað þessa heimsókn til þess að vinna að friðarsamningum milli stjórnvalda í Kólumbíu og FARC-skæruliðanna, sem hafa áratugum saman barist þar gegn stjórninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Mannréttindamál voru meðal þess sem Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi við Raul Castro Kúbuforseta þegar þeir hittust í Havana á Kúbu í gær. Obama kom þangað í opinbera heimsókn á sunnudag en heldur aftur heim til Bandaríkjanna síðar í dag. Þeir Castro og Obama ræddu saman á löngum fundi í Byltingarhöllinni í Havana. Að loknum fundinum sagðist Obama fagna því að Castro hafi einnig gagnrýnt mannréttindamál í Bandaríkjunum, fátækt og aukinn ójöfnuð: „Við fögnum því að hafa átt þessar uppbyggilegu samræður, því við trúum því að við getum dregið af því lærdóm og bætt líf þjóða okkar.” Meðal annars ræddu þeir um aukin viðskipti milli landanna. Bandarísk stórfyrirtæki eru mörg hver áfjáð í að stofna til viðskipta á Kúbu. Obama skýrði meðal annars frá því að tæknirisinn Google hefði gert samninga um að efla mjög netsamband á Kúbu, en netþjónusta hefur verið þar af skornum skammti. „Það væri hægt að gera svo miklu meira ef viðskiptabanni Bandaríkjanna væri aflétt,” sagði Castro á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra. Viðskiptabannið hefur átt stóran þátt í að halda niðri efnahagslífi Kúbu áratugum saman. Í dag hyggst Obama svo ávarpa kúbversku þjóðina beint í gamla þjóðleikhúsinu í Havana, glæsibyggingu sem notuð er undir listviðburði af ýmsu tagi. Þetta er í þriðja sinn sem þeir Castro og Obama hittast frá því í desember 2014, þegar þeir skýrðu frá því að stjórnmálatengsl yrðu tekin upp á milli landanna. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem dagblaðið The New York Times birti í gær, eru 62 prósent Bandaríkjamanna ánægð með að Kúba og Bandaríkin taki upp stjórnmálatengsl. Einungis 40 prósent Bandaríkjamanna telja hins vegar líklegt að þetta verði til þess að Kúbverjar taki upp lýðræðislegt stjórnarfar. Þá eru nærri 60 prósent fylgjandi því að Bandaríkin láti af refsiaðgerðum sínum gegn Kúbu. Obama hefur hvatt Bandaríkjaþing til þess að hætta viðskiptaþvingunum gegn Kúbu, en repúblikanar hafa þar þingmeirihluta og þykja ólíklegir til að verða við þeirri ósk. Bandarískir og kúbverskir ráðamenn hafa einnig notað þessa heimsókn til þess að vinna að friðarsamningum milli stjórnvalda í Kólumbíu og FARC-skæruliðanna, sem hafa áratugum saman barist þar gegn stjórninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira