Opinskár fundur á Kúbu Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. mars 2016 07:00 Raul Castro Kúbuforseti og Barack Obama Bandaríkjaforseti í Byltingarhöllinni í Havana. Fréttablaðið/EPA Mannréttindamál voru meðal þess sem Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi við Raul Castro Kúbuforseta þegar þeir hittust í Havana á Kúbu í gær. Obama kom þangað í opinbera heimsókn á sunnudag en heldur aftur heim til Bandaríkjanna síðar í dag. Þeir Castro og Obama ræddu saman á löngum fundi í Byltingarhöllinni í Havana. Að loknum fundinum sagðist Obama fagna því að Castro hafi einnig gagnrýnt mannréttindamál í Bandaríkjunum, fátækt og aukinn ójöfnuð: „Við fögnum því að hafa átt þessar uppbyggilegu samræður, því við trúum því að við getum dregið af því lærdóm og bætt líf þjóða okkar.” Meðal annars ræddu þeir um aukin viðskipti milli landanna. Bandarísk stórfyrirtæki eru mörg hver áfjáð í að stofna til viðskipta á Kúbu. Obama skýrði meðal annars frá því að tæknirisinn Google hefði gert samninga um að efla mjög netsamband á Kúbu, en netþjónusta hefur verið þar af skornum skammti. „Það væri hægt að gera svo miklu meira ef viðskiptabanni Bandaríkjanna væri aflétt,” sagði Castro á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra. Viðskiptabannið hefur átt stóran þátt í að halda niðri efnahagslífi Kúbu áratugum saman. Í dag hyggst Obama svo ávarpa kúbversku þjóðina beint í gamla þjóðleikhúsinu í Havana, glæsibyggingu sem notuð er undir listviðburði af ýmsu tagi. Þetta er í þriðja sinn sem þeir Castro og Obama hittast frá því í desember 2014, þegar þeir skýrðu frá því að stjórnmálatengsl yrðu tekin upp á milli landanna. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem dagblaðið The New York Times birti í gær, eru 62 prósent Bandaríkjamanna ánægð með að Kúba og Bandaríkin taki upp stjórnmálatengsl. Einungis 40 prósent Bandaríkjamanna telja hins vegar líklegt að þetta verði til þess að Kúbverjar taki upp lýðræðislegt stjórnarfar. Þá eru nærri 60 prósent fylgjandi því að Bandaríkin láti af refsiaðgerðum sínum gegn Kúbu. Obama hefur hvatt Bandaríkjaþing til þess að hætta viðskiptaþvingunum gegn Kúbu, en repúblikanar hafa þar þingmeirihluta og þykja ólíklegir til að verða við þeirri ósk. Bandarískir og kúbverskir ráðamenn hafa einnig notað þessa heimsókn til þess að vinna að friðarsamningum milli stjórnvalda í Kólumbíu og FARC-skæruliðanna, sem hafa áratugum saman barist þar gegn stjórninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Mannréttindamál voru meðal þess sem Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi við Raul Castro Kúbuforseta þegar þeir hittust í Havana á Kúbu í gær. Obama kom þangað í opinbera heimsókn á sunnudag en heldur aftur heim til Bandaríkjanna síðar í dag. Þeir Castro og Obama ræddu saman á löngum fundi í Byltingarhöllinni í Havana. Að loknum fundinum sagðist Obama fagna því að Castro hafi einnig gagnrýnt mannréttindamál í Bandaríkjunum, fátækt og aukinn ójöfnuð: „Við fögnum því að hafa átt þessar uppbyggilegu samræður, því við trúum því að við getum dregið af því lærdóm og bætt líf þjóða okkar.” Meðal annars ræddu þeir um aukin viðskipti milli landanna. Bandarísk stórfyrirtæki eru mörg hver áfjáð í að stofna til viðskipta á Kúbu. Obama skýrði meðal annars frá því að tæknirisinn Google hefði gert samninga um að efla mjög netsamband á Kúbu, en netþjónusta hefur verið þar af skornum skammti. „Það væri hægt að gera svo miklu meira ef viðskiptabanni Bandaríkjanna væri aflétt,” sagði Castro á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra. Viðskiptabannið hefur átt stóran þátt í að halda niðri efnahagslífi Kúbu áratugum saman. Í dag hyggst Obama svo ávarpa kúbversku þjóðina beint í gamla þjóðleikhúsinu í Havana, glæsibyggingu sem notuð er undir listviðburði af ýmsu tagi. Þetta er í þriðja sinn sem þeir Castro og Obama hittast frá því í desember 2014, þegar þeir skýrðu frá því að stjórnmálatengsl yrðu tekin upp á milli landanna. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem dagblaðið The New York Times birti í gær, eru 62 prósent Bandaríkjamanna ánægð með að Kúba og Bandaríkin taki upp stjórnmálatengsl. Einungis 40 prósent Bandaríkjamanna telja hins vegar líklegt að þetta verði til þess að Kúbverjar taki upp lýðræðislegt stjórnarfar. Þá eru nærri 60 prósent fylgjandi því að Bandaríkin láti af refsiaðgerðum sínum gegn Kúbu. Obama hefur hvatt Bandaríkjaþing til þess að hætta viðskiptaþvingunum gegn Kúbu, en repúblikanar hafa þar þingmeirihluta og þykja ólíklegir til að verða við þeirri ósk. Bandarískir og kúbverskir ráðamenn hafa einnig notað þessa heimsókn til þess að vinna að friðarsamningum milli stjórnvalda í Kólumbíu og FARC-skæruliðanna, sem hafa áratugum saman barist þar gegn stjórninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira