Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson skrifar 21. mars 2016 15:10 Stjórnarandstaðan talar nú um að leggja fram vantrauststillögu á hendur forsætisráðherra vegna erlendra eigna eiginkonu hans, á þeim grundvelli að hann hefði átt að upplýsa um þessar eignir löngu fyrr. Þetta er nokkuð merkileg krafa frá stjórnarandstöðunni þar sem engum þingmanni né ráðherra er skylt að gefa upp séreignir maka síns. Þess fyrir utan hefur það alltaf legið fyrir að eiginkona forsætisráðherra sé sterkefnuð kona. Aðrir leggja málið þannig upp að hægt sé að rengja hæfi forsætisráðherra, þar sem eiginkona hans átti kröfur í þrotabú föllnu bankana. Það verður með sanni segjast að það þykir mér heldur langsótt. Sigmundur Davíð er sá maður sem hefur gengið hvað harðast gegn kröfuhöfunum frá því hann kom í pólitík og undir hans stjórn var samþykkt stöðugleikaframlag sem mun færa ríkissjóði um 500 milljarða krónur, beint eða óbeint. Ekkert var gefið eftir í þeirri vinnu og þrátt fyrir að hafa verið gagnrýndur mjög fyrir orð sín um uppgjör föllnu bankanna í síðustu Alþingiskosningum - það sem hann væri að leggja til væri hreinlega óraunhæft og lýðskrum - hefur hvert einasta atriði í þeim málflutningi hans staðist. Í raun má segja að efnahagslegt kraftaverk hafi verið unnið á tíma Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra. Ef hans framsýni og eindrægni í því að heimta fjármuni af kröfuhöfum föllnu bankanna hefði ekki notið við þá væri íslenska þjóðarbúið í vondum málum í dag. Það að reyna að gera forsætisráðherra ótrúverðugan í þessu máli er ekki stórmannlegt. Nær væri að þakka Sigmundi Davíð fyrir vel unnið verk. Hann er leiðtogi sem nær árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Stjórnarandstaðan talar nú um að leggja fram vantrauststillögu á hendur forsætisráðherra vegna erlendra eigna eiginkonu hans, á þeim grundvelli að hann hefði átt að upplýsa um þessar eignir löngu fyrr. Þetta er nokkuð merkileg krafa frá stjórnarandstöðunni þar sem engum þingmanni né ráðherra er skylt að gefa upp séreignir maka síns. Þess fyrir utan hefur það alltaf legið fyrir að eiginkona forsætisráðherra sé sterkefnuð kona. Aðrir leggja málið þannig upp að hægt sé að rengja hæfi forsætisráðherra, þar sem eiginkona hans átti kröfur í þrotabú föllnu bankana. Það verður með sanni segjast að það þykir mér heldur langsótt. Sigmundur Davíð er sá maður sem hefur gengið hvað harðast gegn kröfuhöfunum frá því hann kom í pólitík og undir hans stjórn var samþykkt stöðugleikaframlag sem mun færa ríkissjóði um 500 milljarða krónur, beint eða óbeint. Ekkert var gefið eftir í þeirri vinnu og þrátt fyrir að hafa verið gagnrýndur mjög fyrir orð sín um uppgjör föllnu bankanna í síðustu Alþingiskosningum - það sem hann væri að leggja til væri hreinlega óraunhæft og lýðskrum - hefur hvert einasta atriði í þeim málflutningi hans staðist. Í raun má segja að efnahagslegt kraftaverk hafi verið unnið á tíma Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra. Ef hans framsýni og eindrægni í því að heimta fjármuni af kröfuhöfum föllnu bankanna hefði ekki notið við þá væri íslenska þjóðarbúið í vondum málum í dag. Það að reyna að gera forsætisráðherra ótrúverðugan í þessu máli er ekki stórmannlegt. Nær væri að þakka Sigmundi Davíð fyrir vel unnið verk. Hann er leiðtogi sem nær árangri.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar