Abdeslam var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2016 14:00 Abdeslam á hlaupum skömmu áður en hann var særður. Salah Abdeslam, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkunum í París í nóvember, var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn í fótinn. Lögmaður hans segir hann ekki starfa með lögreglu í skiptum fyrir vægari refsingu. Þá hefur lögreglan borið kennsl á vitorðsmann hans, sem enn leikur lausum hala. Vitorðsmaðurinn heitir Najim Laachraoui og er 24 ára gamall. DNA úr honum fannst í íbúð þar sem fjórir lögregluþjónar særðust í áhlaupi á íbúðina og Abdeslam og Laachraoui komust undan. Þriðji maðurinn Mohammed Belkaid, var skotinn til bana af lögreglu. Hann var innflytjandi frá Alsír.Lögreglan í Brussel hefur birt þessa mynd af Najim Laachraoui.Vitað er að Laachraoui ferðaðist til Sýrlands í febrúar 2013 en lögreglan í Belgíu hefur biðlað til almennings að vera á varðbergi gagnvart honum. Auk hans er einnig leitað að Mohamed Abrini, en hann var með Abdeslam á bensínstöð tveimur dögum fyrir árásirnar í París. Samkvæmt saksóknurum í Brussel er vitað til þess að Abdeslam hafi tvisvar sinnum ferðast til Búdapest í Ungverjalandi í september. Tveir aðrir menn hafi verið með honum í för en þeir notuðust við fölsuð skilríki. Á þeim skilríkjum hétu þeir Samir Bouzid og Soufiane Kayal. Í ljós er komið að Kayal og Laachraoui eru sami maðurinn og telja yfirvöld líklegt að Bouzid sé Mohammed Belkaid. Franskur saksóknari sagði frá því um helgina að Abdeslam hefði ætlað að sprengja sig í loft upp í París, en hafi hætt við. Lögmaður hans hefur nú höfðað mál gegn saksóknaranum fyrir að brjóta gegn trúnaði. Þá ætlar Abdeslam að berjast gegn því að vera framseldur til Frakklands. Þá sagði utanríkisráðherra Belgíu í gær að Abdeslam hefði verið að skipuleggja hryðjuverk í Brussel þegar hann var handtekinn. Nýtt myndband af handtökunni hefur nú litið dagsins ljós, þar sem sjá má að Abdeslam var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn í fótinn. Myndbandið má sjá hér að neðan. Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Viðbúnaður í Brussel: Hinn látni var ólöglegur alsírskur innflytjandi ISIS-fáni fannst í íbúðinni í Forest, úthverfi Brussel-borgar. 16. mars 2016 11:06 Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30 Skotið á lögreglu í áhlaupi hennar í Brussel Að minnsta kosti einn lögreglumaður særðist í aðgerð lögreglu sem talin er tengjast rannsókn á hryðjuverkunum í París. 15. mars 2016 14:28 Skothvellir í Brussel í miðju áhlaupi lögreglu Samkvæmt fyrstu fréttum af málinu hefur einn særst í aðgerðunum. 18. mars 2016 16:28 Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01 Abdeslam hugðist fremja hryðjuverkaárás í Brussel Utanríkisráðherra Belgíu segir að framundan séu fleiri handtökur. 20. mars 2016 21:30 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Salah Abdeslam, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkunum í París í nóvember, var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn í fótinn. Lögmaður hans segir hann ekki starfa með lögreglu í skiptum fyrir vægari refsingu. Þá hefur lögreglan borið kennsl á vitorðsmann hans, sem enn leikur lausum hala. Vitorðsmaðurinn heitir Najim Laachraoui og er 24 ára gamall. DNA úr honum fannst í íbúð þar sem fjórir lögregluþjónar særðust í áhlaupi á íbúðina og Abdeslam og Laachraoui komust undan. Þriðji maðurinn Mohammed Belkaid, var skotinn til bana af lögreglu. Hann var innflytjandi frá Alsír.Lögreglan í Brussel hefur birt þessa mynd af Najim Laachraoui.Vitað er að Laachraoui ferðaðist til Sýrlands í febrúar 2013 en lögreglan í Belgíu hefur biðlað til almennings að vera á varðbergi gagnvart honum. Auk hans er einnig leitað að Mohamed Abrini, en hann var með Abdeslam á bensínstöð tveimur dögum fyrir árásirnar í París. Samkvæmt saksóknurum í Brussel er vitað til þess að Abdeslam hafi tvisvar sinnum ferðast til Búdapest í Ungverjalandi í september. Tveir aðrir menn hafi verið með honum í för en þeir notuðust við fölsuð skilríki. Á þeim skilríkjum hétu þeir Samir Bouzid og Soufiane Kayal. Í ljós er komið að Kayal og Laachraoui eru sami maðurinn og telja yfirvöld líklegt að Bouzid sé Mohammed Belkaid. Franskur saksóknari sagði frá því um helgina að Abdeslam hefði ætlað að sprengja sig í loft upp í París, en hafi hætt við. Lögmaður hans hefur nú höfðað mál gegn saksóknaranum fyrir að brjóta gegn trúnaði. Þá ætlar Abdeslam að berjast gegn því að vera framseldur til Frakklands. Þá sagði utanríkisráðherra Belgíu í gær að Abdeslam hefði verið að skipuleggja hryðjuverk í Brussel þegar hann var handtekinn. Nýtt myndband af handtökunni hefur nú litið dagsins ljós, þar sem sjá má að Abdeslam var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn í fótinn. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Viðbúnaður í Brussel: Hinn látni var ólöglegur alsírskur innflytjandi ISIS-fáni fannst í íbúðinni í Forest, úthverfi Brussel-borgar. 16. mars 2016 11:06 Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30 Skotið á lögreglu í áhlaupi hennar í Brussel Að minnsta kosti einn lögreglumaður særðist í aðgerð lögreglu sem talin er tengjast rannsókn á hryðjuverkunum í París. 15. mars 2016 14:28 Skothvellir í Brussel í miðju áhlaupi lögreglu Samkvæmt fyrstu fréttum af málinu hefur einn særst í aðgerðunum. 18. mars 2016 16:28 Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01 Abdeslam hugðist fremja hryðjuverkaárás í Brussel Utanríkisráðherra Belgíu segir að framundan séu fleiri handtökur. 20. mars 2016 21:30 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Viðbúnaður í Brussel: Hinn látni var ólöglegur alsírskur innflytjandi ISIS-fáni fannst í íbúðinni í Forest, úthverfi Brussel-borgar. 16. mars 2016 11:06
Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30
Skotið á lögreglu í áhlaupi hennar í Brussel Að minnsta kosti einn lögreglumaður særðist í aðgerð lögreglu sem talin er tengjast rannsókn á hryðjuverkunum í París. 15. mars 2016 14:28
Skothvellir í Brussel í miðju áhlaupi lögreglu Samkvæmt fyrstu fréttum af málinu hefur einn særst í aðgerðunum. 18. mars 2016 16:28
Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01
Abdeslam hugðist fremja hryðjuverkaárás í Brussel Utanríkisráðherra Belgíu segir að framundan séu fleiri handtökur. 20. mars 2016 21:30
Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51
Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40