Íslenski boltinn

Aðeins gult spjald fyrir að skalla andstæðing | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Elfar Árni Aðalsteinsson. vísir/andri
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA, birti í dag ótrúlegt myndband á Facebook-síðu sinni af umdeildu atviki sem átti sér stað í leik KA og Selfoss í Lengjubikarnum á laugardag.

Í myndbandinu sést Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyrirliði Selfoss, skalla framherja KA, Elfar Árna Aðalsteinsson, ansi harkalega eftir að Elfar hafði farið í markvörð KA.

Vilhelm Adolfsson dómari tók þá ótrúlega ákvörðun að gefa aðeins gult spjald fyrir skallann. Elfar Árni fékk líka gult fyrir að brjóta á markverði Selfyssinga.

Leiknum lyktaði með 2-1 sigri KA.

Þetta var gult spjald á báða leikmenn. Þetta yrði langt bann í flestum löndum í kringum okkur en gult hér. Stundum skil...

Posted by Saevar Petursson on Monday, March 21, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×