Fjölgun fulltrúa gæti kostað meira en 56 milljónir króna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. mars 2016 07:00 Fulltrúar hafa verið 15 frá árinu 1908 með einni undantekningu. vísir/Pjetur Samkvæmt sveitarstjórnarlögum frá árinu 2011 mun Reykjavíkurborg fjölga borgarfulltrúum sínum í 23 fulltrúa hið minnsta en þeir eru 15 í dag. Fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa í Reykjavík hefur verið nær óbreyttur frá árinu 1908 þegar íbúar Reykjavíkur voru 11 þúsund en nú eru þeir orðnir fleiri en 120 þúsund. Ein undantekning er á þessu er kjörtímabilið 1978 til 1982 var borgarfulltrúum fjölgað í 21 en því var breytt strax á næsta kjörtímabili. Verkefnum sveitastjórnarfulltrúa hefur fjölgað mjög undanfarna áratugi og telja margir að fjölga þurfi í hópnum. Þá er gjarnan sagt að á bak við hvern fulltrúa þurfi að vera ákveðinn fjöldi íbúa. Í Reykjavík í dag eru um 8.100 íbúar á bak við hvern fulltrúa en væru um 5.300 eftir breytingar. Til samanburðar eru um 5.300 manns á bak við hvern alþingismann. Þá breyttist íbúafjöldi í Garðabæ töluvert fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar með sameiningunni við Álftanes. Í kjölfarið reið Garðabær strax á vaðið og fjölgaði fulltrúum sínum úr sjö í ellefu.Hráir útreikningar Fréttablaðsins á fjölgun borgarfulltrúa sýna að launakostnaður vegna borgarfulltrúa myndi aukast um 56 milljónir á ári miðað við núverandi launakjör þeirra. Þá er ekki talinn með kostnaður vegna skrifstofuaðstöðu, tölvubúnaðar og álíka né álag og laun vegna nefndarformennsku. Þá ber þess að geta að inni í útreikningunum eru laun fyrsta varaborgarfulltrúa hvers flokks en samkvæmt samþykkt um kjör borgarfulltrúa fá fyrstu varamenn 70 prósent af launum borgarfulltrúa.Þó kemur það fram í greinargerð með frumvarpinu að fjölgunin komi hugsanlega ekki til með að bera með sér kostnaðarauka. „Reynslan sýnir að í Reykjavík eru fleiri einstaklingar í reynd virkir sem borgarfulltrúar en þeir 15 sem kosnir eru. Almennt hafa varamenn einnig mjög ríka aðkomu að stjórn borgarinnar og skipa iðulega fundi við umræðu um málefni sem þeir þekkja vel eða hefur verið falið að kynna sér. Gera má ráð fyrir að virkir borgarfulltrúar séu í reynd nær 30 en 15,“ segir í greinagerðinni. Þrátt fyrir að fjölgunin liggi fyrir er hún ekki óumdeild. Fyrir Alþingi liggur frumvarp Sigríðar Á. Andersen sem kveður á um að fjölgunin verði tekin til baka enda óþarfi að löggjafinn þvingi Reykjavíkurborg til að fjölga borgarfulltrúum með sveitarstjórnarlögum.Halldór HalldórssonHalldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, er hlynntur frumvarpi Sigríðar. „Ég styð það að það sé meira í sjálfsvald sveitarfélagsins sett að ákveða fjölda borgarfulltrúa, að það sé ekki fyrirskipun frá Alþingi. Við höfum lagt það mat á, þangað til að annað kemur í ljós, að það sé dýrara að bæta við átta borgarfulltrúum,“ segir Halldór. Sjálfstæðisflokkurinn óskaði í fyrra eftir upplýsingum um kostnað við fjölgun borgarfulltrúa en þær upplýsingar bárust aldrei. Halldór segir það ljóst að kostnaðurinn muni aukast ef halda á í sama kerfi þar sem allir borgarfulltrúar eru á fullum launum. „Það var ekki þannig áður fyrr og er ekki í neinu öðru sveitarfélagi á Íslandi.“Hann nefnir til dæmis borgarstjórn Kaupmannahafnar sem telur 55 manns sem eru í hlutastarfi sem borgarfulltrúar. Þá segir hann starfsálagið ekki þess eðlis að það kalli á fjölgun fulltrúa. „Ég tel að borgarfulltrúar komist ágætlega yfir þetta eins og er, ekki síst vegna þess að varaborgarfulltrúar eru í 70 prósent starfi og þá er þetta dekkað frekar vel,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er unnið að útfærslunni í forsætisnefnd borgarinnar og í svarinu kemur fram að kostnaðurinn sé óverulegur. Fyrir liggur að gera þarf breytingar á nefndum og ráðum borgarinnar en fjölgunin væri ekki gerð með núverandi fyrirkomilagi. „Á þessari stundu er því ómögulegt að áætla kostnað við breytinguna, það eina sem liggur fyrir er að ekki verður um að ræða viðbót á sömu forsendum og nú gilda. Í vinnu forsætisnefndar er jafnframt gert ráð fyrir því að launakjör borgarfulltrúa taki breytingum,“ segir í svari borgarinnar. Þá kannaði Fréttablaðið hvernig borgarstjórn liti út ef að kosið hefði með breyttu fyrirkomulagi árið 2014. Samkvæmt reiknireglu D'hondt sem er notuð við útreikninga á kosningum hérlendis myndi meirihlutinn vissulega halda velli með 15 fulltrúa af 23. Björt Framtíð græðir hlutfallslega mest á breytingunni en flokkurinn myndi bæta tveimur fulltrúum við sig og tvöfaldast miðað við núverandi stöðu. Samfylkingin yrði enn sem áður stærst, fengi þrjá fulltrúa aukalega. Sjálfstæðisflokkurinn fengi tvo og Vinstri Græn einn. D'hondt reiknireglan á til með að refsa minni flokkum en fulltrúafjöldi Framsóknar og flugvallarvina og Pírata myndi haldast óbreytt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum frá árinu 2011 mun Reykjavíkurborg fjölga borgarfulltrúum sínum í 23 fulltrúa hið minnsta en þeir eru 15 í dag. Fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa í Reykjavík hefur verið nær óbreyttur frá árinu 1908 þegar íbúar Reykjavíkur voru 11 þúsund en nú eru þeir orðnir fleiri en 120 þúsund. Ein undantekning er á þessu er kjörtímabilið 1978 til 1982 var borgarfulltrúum fjölgað í 21 en því var breytt strax á næsta kjörtímabili. Verkefnum sveitastjórnarfulltrúa hefur fjölgað mjög undanfarna áratugi og telja margir að fjölga þurfi í hópnum. Þá er gjarnan sagt að á bak við hvern fulltrúa þurfi að vera ákveðinn fjöldi íbúa. Í Reykjavík í dag eru um 8.100 íbúar á bak við hvern fulltrúa en væru um 5.300 eftir breytingar. Til samanburðar eru um 5.300 manns á bak við hvern alþingismann. Þá breyttist íbúafjöldi í Garðabæ töluvert fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar með sameiningunni við Álftanes. Í kjölfarið reið Garðabær strax á vaðið og fjölgaði fulltrúum sínum úr sjö í ellefu.Hráir útreikningar Fréttablaðsins á fjölgun borgarfulltrúa sýna að launakostnaður vegna borgarfulltrúa myndi aukast um 56 milljónir á ári miðað við núverandi launakjör þeirra. Þá er ekki talinn með kostnaður vegna skrifstofuaðstöðu, tölvubúnaðar og álíka né álag og laun vegna nefndarformennsku. Þá ber þess að geta að inni í útreikningunum eru laun fyrsta varaborgarfulltrúa hvers flokks en samkvæmt samþykkt um kjör borgarfulltrúa fá fyrstu varamenn 70 prósent af launum borgarfulltrúa.Þó kemur það fram í greinargerð með frumvarpinu að fjölgunin komi hugsanlega ekki til með að bera með sér kostnaðarauka. „Reynslan sýnir að í Reykjavík eru fleiri einstaklingar í reynd virkir sem borgarfulltrúar en þeir 15 sem kosnir eru. Almennt hafa varamenn einnig mjög ríka aðkomu að stjórn borgarinnar og skipa iðulega fundi við umræðu um málefni sem þeir þekkja vel eða hefur verið falið að kynna sér. Gera má ráð fyrir að virkir borgarfulltrúar séu í reynd nær 30 en 15,“ segir í greinagerðinni. Þrátt fyrir að fjölgunin liggi fyrir er hún ekki óumdeild. Fyrir Alþingi liggur frumvarp Sigríðar Á. Andersen sem kveður á um að fjölgunin verði tekin til baka enda óþarfi að löggjafinn þvingi Reykjavíkurborg til að fjölga borgarfulltrúum með sveitarstjórnarlögum.Halldór HalldórssonHalldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, er hlynntur frumvarpi Sigríðar. „Ég styð það að það sé meira í sjálfsvald sveitarfélagsins sett að ákveða fjölda borgarfulltrúa, að það sé ekki fyrirskipun frá Alþingi. Við höfum lagt það mat á, þangað til að annað kemur í ljós, að það sé dýrara að bæta við átta borgarfulltrúum,“ segir Halldór. Sjálfstæðisflokkurinn óskaði í fyrra eftir upplýsingum um kostnað við fjölgun borgarfulltrúa en þær upplýsingar bárust aldrei. Halldór segir það ljóst að kostnaðurinn muni aukast ef halda á í sama kerfi þar sem allir borgarfulltrúar eru á fullum launum. „Það var ekki þannig áður fyrr og er ekki í neinu öðru sveitarfélagi á Íslandi.“Hann nefnir til dæmis borgarstjórn Kaupmannahafnar sem telur 55 manns sem eru í hlutastarfi sem borgarfulltrúar. Þá segir hann starfsálagið ekki þess eðlis að það kalli á fjölgun fulltrúa. „Ég tel að borgarfulltrúar komist ágætlega yfir þetta eins og er, ekki síst vegna þess að varaborgarfulltrúar eru í 70 prósent starfi og þá er þetta dekkað frekar vel,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er unnið að útfærslunni í forsætisnefnd borgarinnar og í svarinu kemur fram að kostnaðurinn sé óverulegur. Fyrir liggur að gera þarf breytingar á nefndum og ráðum borgarinnar en fjölgunin væri ekki gerð með núverandi fyrirkomilagi. „Á þessari stundu er því ómögulegt að áætla kostnað við breytinguna, það eina sem liggur fyrir er að ekki verður um að ræða viðbót á sömu forsendum og nú gilda. Í vinnu forsætisnefndar er jafnframt gert ráð fyrir því að launakjör borgarfulltrúa taki breytingum,“ segir í svari borgarinnar. Þá kannaði Fréttablaðið hvernig borgarstjórn liti út ef að kosið hefði með breyttu fyrirkomulagi árið 2014. Samkvæmt reiknireglu D'hondt sem er notuð við útreikninga á kosningum hérlendis myndi meirihlutinn vissulega halda velli með 15 fulltrúa af 23. Björt Framtíð græðir hlutfallslega mest á breytingunni en flokkurinn myndi bæta tveimur fulltrúum við sig og tvöfaldast miðað við núverandi stöðu. Samfylkingin yrði enn sem áður stærst, fengi þrjá fulltrúa aukalega. Sjálfstæðisflokkurinn fengi tvo og Vinstri Græn einn. D'hondt reiknireglan á til með að refsa minni flokkum en fulltrúafjöldi Framsóknar og flugvallarvina og Pírata myndi haldast óbreytt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira