Beyoncé hannar ræktarfatnað Ritstjórn skrifar 31. mars 2016 16:45 Drottningin sjálf, Beyoncé, hefur hannað sína eigin fatalínu sem hún kallar Ivy Park. Fatalínan sem inniheldur íþróttafatnað, er væntanleg í verslanir þann 14.apríl, en hún verður einungis fáanleg í nokkrum útvöldum verslunum eins og Topshop, Net A Porter, Selfridges og Nordstrom. Línan er hönnuð í samstarfi við Sir Phillip Green, stofnanda Topshop og einkennist af svörtum, hvítum og gráum íþróttafatnaði eins og hettupeysum, leggings æfingabuxum, íþróttatoppum og derhúfum svo eitthvað sé nefnt. Nú er bara að bíða og vona að línan rati hingað til lands, því ef það er eitthvað sem okkur langar þá er það að vera eins og Bey í ræktinni, Flawless. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband línunnar, en þar útskýrir Beyoncé meininguna á bakvið nafnið á merkinu, Ivy Park. Mest lesið Kynþokkafulli fanginn gekk sinn fyrsta tískupall Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Blur Perfector kominn aftur Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Forsetafrúin Kim Kardashian West á forsíðu Interview Magazine Glamour Mér finnst vera veiðileyfi á konur Glamour
Drottningin sjálf, Beyoncé, hefur hannað sína eigin fatalínu sem hún kallar Ivy Park. Fatalínan sem inniheldur íþróttafatnað, er væntanleg í verslanir þann 14.apríl, en hún verður einungis fáanleg í nokkrum útvöldum verslunum eins og Topshop, Net A Porter, Selfridges og Nordstrom. Línan er hönnuð í samstarfi við Sir Phillip Green, stofnanda Topshop og einkennist af svörtum, hvítum og gráum íþróttafatnaði eins og hettupeysum, leggings æfingabuxum, íþróttatoppum og derhúfum svo eitthvað sé nefnt. Nú er bara að bíða og vona að línan rati hingað til lands, því ef það er eitthvað sem okkur langar þá er það að vera eins og Bey í ræktinni, Flawless. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband línunnar, en þar útskýrir Beyoncé meininguna á bakvið nafnið á merkinu, Ivy Park.
Mest lesið Kynþokkafulli fanginn gekk sinn fyrsta tískupall Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Blur Perfector kominn aftur Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Forsetafrúin Kim Kardashian West á forsíðu Interview Magazine Glamour Mér finnst vera veiðileyfi á konur Glamour