Erlent

Kínverjar ætla að skora á gervigreind Google

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá viðureign AlphaGo og Lee Sedol.
Frá viðureign AlphaGo og Lee Sedol. Vísir/EPA
Teymi kínverskra vísindamanna ætlar sér að skora á gervigreind Google í hinu forna borðspili Go. Go samtöki Kína og Samtök Kína um gervigreind ætla að halda utan um viðburðinn.

Þeir segja að kínverska gervigreindin verði klár í lok árs og að áskorunin verði send út þá. Gervigreindin AlphaGo, sem þróuð var af undirfyrirtæki Google sem heitir DeepMind, sigraði Lee Sedol frá Kóreu í Go fyrr í mánuðinum.

Það var í fyrsta sinn sem að tölva sigrar atvinnuspilara í Go. Það vakti mikla athygli, því sérfræðingar höfðu dregið í efa að gervigreind væri orðin nægilega þróuð til að spila þetta flókna borðspil vel.

Go er vinsælt borðspil í Kína, Kóreu og Japan. Það gengur út á að tveir spilarar færi svarta og hvíta steina um borð sem skipt hefur verið í ferhyrninga og leggi undir sig mest svæði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×