Telur áform tryggingafélaganna um arðgreiðslur hafa verið eðlileg sæunn gísladættur skrifar 31. mars 2016 11:45 Tryggingafélögin lögðu til 9,6 milljarða arðgreiðslur. vísir Arðsemi íslenskra tryggingafélaga hefur verið eðlileg undanfarin ár og arðgreiðslurnar sem voru fyrst ákvarðaðar á þessu ári voru ekki of háar út frá viðskiptalegum forsendum. Þetta segir Hrannar Hólm, sérfræðingur í greiningardeild Capacent. Hann heldur erindi um tryggingafélögin á morgunverðarfundi Capacent í dag undir yfirskriftinni Hvernig virka tryggingafélög? Eru háar arðgreiðslur af lágar?Hrannar Hólm.Mynd/CapacentHrannar segir að afkoma íslenskra tryggingafélaga sé heldur frábrugðin afkomu félaga í nágrannaríkjum. „Tryggingafélög í nágrannalöndum eru með miklu betri tryggingarekstur, þau eru með afgang frá rekstrinum. Iðgjöld í Noregi og Danmörku standa undir rekstrarkostnaði og tjónum. Þannig hefur það ekki verið á Íslandi. Það sem kemur sér vel fyrir tryggingafélög á Íslandi er að þau lifa í hávaxtaumhverfi. Þau geta ávaxtað peninginn sem þau hafa. Það er ástæðan fyrir því að arðsemin hefur verið í lagi, en það tengist ekki tryggingarekstrinum,“ segir Hrannar. „Þannig að hagnaðurinn í Danmörku og Noregi er byggður á tryggingarekstrinum, en á Íslandi á ávöxtun fjármuna. Við teljum að þetta geti breyst á Íslandi. Menn verða að ná betri tökum á tryggingarekstrinum, þú getur ekki treyst á þessa ávöxtun. Ef vaxtastig á Íslandi lækkar einhvern tímann þá verður erfiðara fyrir tryggingafélög að reka sig.“ Hrannar segir að á undanförnum árum hafi arðsemi tryggingafélaga verið eðlileg, út af fjárfestingartækifærum. „Hún er í takt við þá kröfu sem fjárfestar gera á sitt fé sem þeir leggja inn í fyrirtækið,“ segir Hrannar. „Arðgreiðslurnar sem ákvarðaðar voru í byrjun árs, sem eru eina leiðin fyrir hluthafa að fá ávöxtun á sínu fé, voru ekki of háar út frá viðskiptalegum forsendum. Við ætlum ekki að leggja mat á það hvað fólki finnst og hvað sé rétt eða rangt pólitískt. En hreint og klárt viðskiptalega, þegar ekki er búið að greiða út arð í langan tíma og peningurinn er búinn að safnast upp inni í félaginu, þá geturðu tekið ákvörðun um að annaðhvort greiða arðinn út til eigenda eða til tryggingahafa,“ segir Hrannar Hólm. saeunn@frettabladid.is Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Arðsemi íslenskra tryggingafélaga hefur verið eðlileg undanfarin ár og arðgreiðslurnar sem voru fyrst ákvarðaðar á þessu ári voru ekki of háar út frá viðskiptalegum forsendum. Þetta segir Hrannar Hólm, sérfræðingur í greiningardeild Capacent. Hann heldur erindi um tryggingafélögin á morgunverðarfundi Capacent í dag undir yfirskriftinni Hvernig virka tryggingafélög? Eru háar arðgreiðslur af lágar?Hrannar Hólm.Mynd/CapacentHrannar segir að afkoma íslenskra tryggingafélaga sé heldur frábrugðin afkomu félaga í nágrannaríkjum. „Tryggingafélög í nágrannalöndum eru með miklu betri tryggingarekstur, þau eru með afgang frá rekstrinum. Iðgjöld í Noregi og Danmörku standa undir rekstrarkostnaði og tjónum. Þannig hefur það ekki verið á Íslandi. Það sem kemur sér vel fyrir tryggingafélög á Íslandi er að þau lifa í hávaxtaumhverfi. Þau geta ávaxtað peninginn sem þau hafa. Það er ástæðan fyrir því að arðsemin hefur verið í lagi, en það tengist ekki tryggingarekstrinum,“ segir Hrannar. „Þannig að hagnaðurinn í Danmörku og Noregi er byggður á tryggingarekstrinum, en á Íslandi á ávöxtun fjármuna. Við teljum að þetta geti breyst á Íslandi. Menn verða að ná betri tökum á tryggingarekstrinum, þú getur ekki treyst á þessa ávöxtun. Ef vaxtastig á Íslandi lækkar einhvern tímann þá verður erfiðara fyrir tryggingafélög að reka sig.“ Hrannar segir að á undanförnum árum hafi arðsemi tryggingafélaga verið eðlileg, út af fjárfestingartækifærum. „Hún er í takt við þá kröfu sem fjárfestar gera á sitt fé sem þeir leggja inn í fyrirtækið,“ segir Hrannar. „Arðgreiðslurnar sem ákvarðaðar voru í byrjun árs, sem eru eina leiðin fyrir hluthafa að fá ávöxtun á sínu fé, voru ekki of háar út frá viðskiptalegum forsendum. Við ætlum ekki að leggja mat á það hvað fólki finnst og hvað sé rétt eða rangt pólitískt. En hreint og klárt viðskiptalega, þegar ekki er búið að greiða út arð í langan tíma og peningurinn er búinn að safnast upp inni í félaginu, þá geturðu tekið ákvörðun um að annaðhvort greiða arðinn út til eigenda eða til tryggingahafa,“ segir Hrannar Hólm. saeunn@frettabladid.is
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira