Erlent

Trump vill beita refsingum verði fóstureyðingar bannaðar

Birgir Olgeirsson skrifar
"Þegar maður hélt að þetta gæti ekki versnað,“ er haft eftir Hillary Clinton þegar hún var spurð álits á þessari afstöðu Trump.
"Þegar maður hélt að þetta gæti ekki versnað,“ er haft eftir Hillary Clinton þegar hún var spurð álits á þessari afstöðu Trump. vísir/epa
Bandaríski auðkýfingurinn Donald Trump hefur kallað eftir því að þeim konum verði refsað sem fara í fóstureyðingar, ef þær verða bannaðar með lögum.

Þetta sagði Trump, sem sækist eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins, á kosningafundi sem sjónvarpsstöðin MSBNC hélt í dag. Hann styður bann við fóstureyðingum með ákveðnum undantekningum.

Greint er frá málinu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar kemur fram að Trump dró í land snögglega eftir að hafa látið ummælin falla og sagt að einungis ætti að refsa þeim sem framkvæma fóstureyðingu, ef þær verða gerðar ólöglegar. Fóstureyðingar hafa verið löglegar í Bandaríkjunum frá árinu 1973 eftir að hæstiréttur þar í landi felldi dómi í máli sem tryggði rétt kvenna til fóstureyðingar.

„Þegar maður hélt að þetta gæti ekki versnað,“ var haft eftir Hillary Clinton, sem sækist eftir að verða forsetaefni Demókrataflokksins, þegar hún var spurð út í þessi ummæli Trumps, en hún hefur gagnrýnt Trump harðlega varðandi afstöðu hans til kvenréttinda.

Trump leiðir forval Repúblikanaflokksins en leiðtogar þar á bæ er sagðir hafa áhyggjur af gengi hans í forsetakosningunum, verði hann fyrir valinu, því Trump er virkilega óvinsæll á meðal kvenna samkvæmt könnunum. 

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 21:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×