Franska ríkið mótmælir launahækkun forstjóra Peugeot-Citroën Finnur Thorlacius skrifar 30. mars 2016 09:41 Carlos Tavares forstjóri PSA Peugeot-Citroën. Laun Carlos Tavares forstjóra PSA Peugeot-Citroën hækkuðu um 90% á milli ára og námu 740 milljónum króna í fyrra, en voru 388 milljónir árið áður. Þessari miklu hækkun hefur franska ríkisstjórnin mótmælt og það með réttu því franska ríkið á 14% í PSA Peugeot-Citroën. Ríkisstjórnin franska hefur reyndar lagt til að laun forstjóra í þeim fyrirtækjum sem ríkið á part í eigi að lækka um 30%, en ekki hækka. Rekstur PSA Peugeot-Citroën skilaði loks hagnaði í fyrra eftir fjögurra ára taprekstrarhrinu og skýrir þessi viðsnúningur kannski best út launahækkun forstjórans. Því er franska ríkisstjórnin ósammála og telur að hann eigi ekki skilið tæplega 62 milljón króna mánaðarlaun að meðaltali, þó svo fyrirtækinu sé farið að vegna betur. Að minnsta kosti ekki á meðan ríkisstjórnin á í fyrirtækinu. Ástæða þess að franska ríkið á í PSA Peugeot-Citroën er sú að félagið var komið að þroti og því lagði ríkið því til rekstrarfé en fékk á móti skerf í því. Þar sem stutt er síðan að franska ríkið þurfti að leggja PSA Peugeot-Citroën til rekstarfé telur ríkið það í hæsta máta óeðlilegt að laun forstjórans hækki svo stórvægilega. Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent
Laun Carlos Tavares forstjóra PSA Peugeot-Citroën hækkuðu um 90% á milli ára og námu 740 milljónum króna í fyrra, en voru 388 milljónir árið áður. Þessari miklu hækkun hefur franska ríkisstjórnin mótmælt og það með réttu því franska ríkið á 14% í PSA Peugeot-Citroën. Ríkisstjórnin franska hefur reyndar lagt til að laun forstjóra í þeim fyrirtækjum sem ríkið á part í eigi að lækka um 30%, en ekki hækka. Rekstur PSA Peugeot-Citroën skilaði loks hagnaði í fyrra eftir fjögurra ára taprekstrarhrinu og skýrir þessi viðsnúningur kannski best út launahækkun forstjórans. Því er franska ríkisstjórnin ósammála og telur að hann eigi ekki skilið tæplega 62 milljón króna mánaðarlaun að meðaltali, þó svo fyrirtækinu sé farið að vegna betur. Að minnsta kosti ekki á meðan ríkisstjórnin á í fyrirtækinu. Ástæða þess að franska ríkið á í PSA Peugeot-Citroën er sú að félagið var komið að þroti og því lagði ríkið því til rekstrarfé en fékk á móti skerf í því. Þar sem stutt er síðan að franska ríkið þurfti að leggja PSA Peugeot-Citroën til rekstarfé telur ríkið það í hæsta máta óeðlilegt að laun forstjórans hækki svo stórvægilega.
Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent