Lögreglan sem stöðvaði hann gaf honum fimm sektir. Meðal annars fyrir kappakstur út á þjóðvegi.
Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan var Jones allt annað en sáttur við að vera stöðvaður. Neitaði öllu og lét lögregluna heyra það. Kallaði hana meðal annars svín. Hann hefur síðar beðist afsökunar á hegðun sinni.
Þar sem Jones er á skilorði var hann handtekinn í gær og situr enn í steininum.
Jones á að taka þátt í risabardaga gegn Daniel Cormier þann 23. apríl næstkomandi og er eðlilega smá óvissa með þann bardaga núna.