Telur bankaráð Landsbankans vanhæft til að ákveða málshöfðun Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. mars 2016 08:45 Stjórnendur Landsbankans hafa þurft að svara fyrir Borgunarmálið undanfarna mánuði. Fréttablaðið/Pjetur Heppilegra væri að nýtt bankaráð Landsbankans, eða Bankasýsla ríkisins, tæki ákvörðun um málshöfðun vegna Borgunarmálsins en að sitjandi bankaráð geri það. Þetta er mat Hauks Arnar Birgissonar hæstaréttarlögmanns. Eftir að niðurstaða skoðunar Bankasýslu ríkisins á viðskiptum með 31 prósents hlut bankans í Borgun lá fyrir hvatti stofnunin, sem heldur utan um hlut ríkisins í Landsbankanum, til þess að bankinn leitaði réttar síns. Fimm af sjö bankaráðsmönnum brugðust við með því að tilkynna að þeir myndu láta af störfum í apríl og gagnrýndu Bankasýsluna fyrir niðurstöðu sína. „Í raun veitist Bankasýslan harkalega að bankanum af óbilgirni sem er síst til þess að fallið að auka traust,“ sögðu bankaráðsmennirnir í yfirlýsingu. Haukur Örn telur að þarna hafi myndast gjá á milli Bankasýslunnar og bankaráðs í málinu. „Það verður ekki annað skilið en að bankaráðið telji að réttilega hafi verið staðið að viðskiptunum.“ Því sé óheppilegt að óbreytt bankaráð standi að málshöfðun sem snýr að ógildingu eða riftun kaupsamningsins.Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður telur að myndast hafi gjá á milli Bankasýslunnar og bankaráðs í Borgunarmálinu.„Ástæðan er sú að það þarf ekki að vera á þessu stigi að hagsmunir stjórnenda bankans annars vegar og hluthafa hins vegar fari endilega saman í þessu máli og í þeirri málshöfðun sem er fram undan,“ segir Haukur. Færa megi sterk rök fyrir því að stjórnendur bankans séu vanhæfir til þess að fjalla um málið og setja það í farveg. „Ég vísa af því tilefni í 72. grein laga um hlutafélög þar sem segir að stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri hlutafélags geti ekki tekið þátt í meðferð máls sem varðar málshöfðun gegn þriðja manni ef þeir hafa þar verulegra hagsmuna að gæta sem kunna að fara í bága við hagsmuni félagsins,“ segir Haukur. Hann bætir því við að í þessu tilfelli kunni hagsmunir að rekast á. „Með þessu er ég ekki að væna neinn um eitthvað ólöglegt en bendi á að þegar lagt er upp með dómsmál er í upphafi mjög mikilvægt að huga að því í hvaða ferli það á að fara,“ segir Haukur. Í þessu tilfelli sé ekki útilokað að stjórnendur Landsbankans kunni að vera ábyrgir fyrir einhverjum ákvörðunum sem teknar voru við söluna á Borgun og bankinn eða hluthafar í bankanum eigi hugsanlega einhverjar kröfur á stjórnendur bankans vegna þessa. Haukur bendir á að það skipti mjög miklu máli hvernig málið er sett fram í upphafi. Bankinn verði bundinn af slíkum málatilbúnaði í gegnum allt dómsmálið. „Þess vegna þarf að hafa þetta allt á bak við eyrað strax á upphafsstigum málsins. Aðilar sem gætu þurft að svara fyrir viðskiptin eru núna að undirbúa málssókn fyrir hönd bankans varðandi þessi viðskipti og stilla því upp í hvaða búning málið verður sett,“ segir Haukur. Hann bendir á að málatilbúnaðurinn gæti haft áhrif á hagsmuni hluthafa bankans á síðari stigum. „Í ljósi þess sem á undan er gengið finnst mér þetta útspil síst til þess fallið að auka trúverðugleika bankans í þessu máli. Það er mikilvægt að vanda vel til verka og að upphafsskref í málinu verði þannig að það verði ekki hægt að gera þau tortryggileg á síðari stigum,“ segir Haukur að lokum. Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Heppilegra væri að nýtt bankaráð Landsbankans, eða Bankasýsla ríkisins, tæki ákvörðun um málshöfðun vegna Borgunarmálsins en að sitjandi bankaráð geri það. Þetta er mat Hauks Arnar Birgissonar hæstaréttarlögmanns. Eftir að niðurstaða skoðunar Bankasýslu ríkisins á viðskiptum með 31 prósents hlut bankans í Borgun lá fyrir hvatti stofnunin, sem heldur utan um hlut ríkisins í Landsbankanum, til þess að bankinn leitaði réttar síns. Fimm af sjö bankaráðsmönnum brugðust við með því að tilkynna að þeir myndu láta af störfum í apríl og gagnrýndu Bankasýsluna fyrir niðurstöðu sína. „Í raun veitist Bankasýslan harkalega að bankanum af óbilgirni sem er síst til þess að fallið að auka traust,“ sögðu bankaráðsmennirnir í yfirlýsingu. Haukur Örn telur að þarna hafi myndast gjá á milli Bankasýslunnar og bankaráðs í málinu. „Það verður ekki annað skilið en að bankaráðið telji að réttilega hafi verið staðið að viðskiptunum.“ Því sé óheppilegt að óbreytt bankaráð standi að málshöfðun sem snýr að ógildingu eða riftun kaupsamningsins.Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður telur að myndast hafi gjá á milli Bankasýslunnar og bankaráðs í Borgunarmálinu.„Ástæðan er sú að það þarf ekki að vera á þessu stigi að hagsmunir stjórnenda bankans annars vegar og hluthafa hins vegar fari endilega saman í þessu máli og í þeirri málshöfðun sem er fram undan,“ segir Haukur. Færa megi sterk rök fyrir því að stjórnendur bankans séu vanhæfir til þess að fjalla um málið og setja það í farveg. „Ég vísa af því tilefni í 72. grein laga um hlutafélög þar sem segir að stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri hlutafélags geti ekki tekið þátt í meðferð máls sem varðar málshöfðun gegn þriðja manni ef þeir hafa þar verulegra hagsmuna að gæta sem kunna að fara í bága við hagsmuni félagsins,“ segir Haukur. Hann bætir því við að í þessu tilfelli kunni hagsmunir að rekast á. „Með þessu er ég ekki að væna neinn um eitthvað ólöglegt en bendi á að þegar lagt er upp með dómsmál er í upphafi mjög mikilvægt að huga að því í hvaða ferli það á að fara,“ segir Haukur. Í þessu tilfelli sé ekki útilokað að stjórnendur Landsbankans kunni að vera ábyrgir fyrir einhverjum ákvörðunum sem teknar voru við söluna á Borgun og bankinn eða hluthafar í bankanum eigi hugsanlega einhverjar kröfur á stjórnendur bankans vegna þessa. Haukur bendir á að það skipti mjög miklu máli hvernig málið er sett fram í upphafi. Bankinn verði bundinn af slíkum málatilbúnaði í gegnum allt dómsmálið. „Þess vegna þarf að hafa þetta allt á bak við eyrað strax á upphafsstigum málsins. Aðilar sem gætu þurft að svara fyrir viðskiptin eru núna að undirbúa málssókn fyrir hönd bankans varðandi þessi viðskipti og stilla því upp í hvaða búning málið verður sett,“ segir Haukur. Hann bendir á að málatilbúnaðurinn gæti haft áhrif á hagsmuni hluthafa bankans á síðari stigum. „Í ljósi þess sem á undan er gengið finnst mér þetta útspil síst til þess fallið að auka trúverðugleika bankans í þessu máli. Það er mikilvægt að vanda vel til verka og að upphafsskref í málinu verði þannig að það verði ekki hægt að gera þau tortryggileg á síðari stigum,“ segir Haukur að lokum.
Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira