Innlent

Krefjast afsagnar Cameron

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Boðað var til mótmælanna "að íslenskri fyrirmynd“
Boðað var til mótmælanna "að íslenskri fyrirmynd“ mynd/twitter
Þúsundir eru saman komnir fyrir utan forsætisráðherrabústaðinn að Downingsstræti 10 í Lundúnum til að krefjast afsagnar Davids Cameron vegna tengsla hans við aflandsfélag í skattaskjóli. Boðað var til mótmælanna í vikunni, þar sem breskur almenningur var hvattur til að koma saman að íslenskri fyrirmynd.

Mótmælin fara friðsamlega fram en fólk lætur vel í sér heyra og ber mótmælaskilti með slagorðum á borð við „Cameron verður að fara“. Þá er nokkur konar strandarþema í ljósi þess að aflandsfélag Cameron var staðsett á Bahamaeyjum, en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum er ber fólk meðal annars blómakransa um hálsinn.

Í Panama-lekanum kom fram að Cameron hafi átt hlut í félaginu Blairmore Holdings Inc sem skráð var á Panama. Hann þvertók hins vegar fyrir það en viðurkenndi að lokum að hafa átt hlut í félaginu og að hafa hagnast af því, þegar hann seldi hlut sinn fjórum mánuðum áður en hann tók við embætti forsætisráðherra. Cameron hefur ítrekað sagt að hagnaður vegna félagsins hafi ávallt verið gefinn upp til skatts.


Tengdar fréttir

Cameron í kröppum dansi út af Panamaskjölunum

David Cameron forsætisráðherra Bretlands er í vandræðum vegna Panamaskjalanna eins og fleiri stjórnmálamenn og fyrirmenni. Skjölin leiða í ljós að faðir hans heitinn, Ian Cameron, kom upp aflandsreikningum sem gerðu honum kleift að forðast skattgreiðslur á Bretlandseyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×