Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. apríl 2016 07:00 "Þeir fóru langt út fyrir gildandi leyfi,“ segir Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi um niðurrif hússins við Tryggvagötu. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég sá þetta gerast á miðvikudag. Ég varð öskureiður og hissa. Þetta er óskiljanlegt athæfi,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um niðurrif hundrað ára gamals húss á Tryggvagötu 12, svokallaðs Exeter-húss. Um er að ræða hús sem byggt er árið 1904 og er friðað. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum ef málsbætur eru. Hjálmar segir að tafarlaust þurfi að endurbyggja húsið í upprunalegri mynd. Hins vegar þurfi að skoða hvernig það rími við stjórnsýsluna. Mannverk ber ábyrgð á framkvæmdum á reitnum. Ávallt mun hafa staðið til að endurbyggja bæði Tryggvagötu 10 og 12 í upprunalegri mynd en með viðbótum, kjallara og aukahæð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Veitt var leyfi til að rífa hluta hússins til undirbúnings endurbóta. Byggingarfulltrúi borgarinnar, Nikulás Úlfar Másson, segist líta niðurrifið gífurlega alvarlegum augum. Embættið hafi kært það til lögreglu. Nikulás Úlfar kveðst hafa fengið SMS um að verið væri að rífa húsið. Hann hafi hins vegar ekki séð það fyrr en um kvöldið. „Það tekur stutta stund að rífa svona hús með stórvirkum vinnuvélum, líklega innan við hálftíma,“ segir Nikulás Úlfar sem kveður ekki hafa verið hægt að stöðva niðurrifið nema hafa beinlínis verið á staðnum eftir að hafist var handa með hinni stórvirku vinnuvél. „Við vorum hins vegar mættir til að stöðva framkvæmdir á reitnum klukkan tíu mínútur í átta daginn eftir og lokuðum aðkomu að honum. Þeir fóru langt út fyrir gildandi leyfi og niðurrifið er ólöglegt. Þeir segjast hafa talið að þeir væru í fullum rétti að rífa húsið. Það væri ekkert hægt að eiga við þetta hús,“ útskýrir byggingarfulltrúinn. Á Norðurlöndum eru víða harðar refsingar við brotum sem þessum. Í Noregi þekkist að menn séu sviptir byggingarleyfi ævilangt og þá eiga menn yfir höfði sér fangelsisvist. Það mun á endanum verða byggingarfulltrúi sem tekur ákvörðun um aðgerðir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. apríl. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Ég sá þetta gerast á miðvikudag. Ég varð öskureiður og hissa. Þetta er óskiljanlegt athæfi,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um niðurrif hundrað ára gamals húss á Tryggvagötu 12, svokallaðs Exeter-húss. Um er að ræða hús sem byggt er árið 1904 og er friðað. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum ef málsbætur eru. Hjálmar segir að tafarlaust þurfi að endurbyggja húsið í upprunalegri mynd. Hins vegar þurfi að skoða hvernig það rími við stjórnsýsluna. Mannverk ber ábyrgð á framkvæmdum á reitnum. Ávallt mun hafa staðið til að endurbyggja bæði Tryggvagötu 10 og 12 í upprunalegri mynd en með viðbótum, kjallara og aukahæð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Veitt var leyfi til að rífa hluta hússins til undirbúnings endurbóta. Byggingarfulltrúi borgarinnar, Nikulás Úlfar Másson, segist líta niðurrifið gífurlega alvarlegum augum. Embættið hafi kært það til lögreglu. Nikulás Úlfar kveðst hafa fengið SMS um að verið væri að rífa húsið. Hann hafi hins vegar ekki séð það fyrr en um kvöldið. „Það tekur stutta stund að rífa svona hús með stórvirkum vinnuvélum, líklega innan við hálftíma,“ segir Nikulás Úlfar sem kveður ekki hafa verið hægt að stöðva niðurrifið nema hafa beinlínis verið á staðnum eftir að hafist var handa með hinni stórvirku vinnuvél. „Við vorum hins vegar mættir til að stöðva framkvæmdir á reitnum klukkan tíu mínútur í átta daginn eftir og lokuðum aðkomu að honum. Þeir fóru langt út fyrir gildandi leyfi og niðurrifið er ólöglegt. Þeir segjast hafa talið að þeir væru í fullum rétti að rífa húsið. Það væri ekkert hægt að eiga við þetta hús,“ útskýrir byggingarfulltrúinn. Á Norðurlöndum eru víða harðar refsingar við brotum sem þessum. Í Noregi þekkist að menn séu sviptir byggingarleyfi ævilangt og þá eiga menn yfir höfði sér fangelsisvist. Það mun á endanum verða byggingarfulltrúi sem tekur ákvörðun um aðgerðir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. apríl.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira