Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. apríl 2016 07:00 "Þeir fóru langt út fyrir gildandi leyfi,“ segir Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi um niðurrif hússins við Tryggvagötu. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég sá þetta gerast á miðvikudag. Ég varð öskureiður og hissa. Þetta er óskiljanlegt athæfi,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um niðurrif hundrað ára gamals húss á Tryggvagötu 12, svokallaðs Exeter-húss. Um er að ræða hús sem byggt er árið 1904 og er friðað. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum ef málsbætur eru. Hjálmar segir að tafarlaust þurfi að endurbyggja húsið í upprunalegri mynd. Hins vegar þurfi að skoða hvernig það rími við stjórnsýsluna. Mannverk ber ábyrgð á framkvæmdum á reitnum. Ávallt mun hafa staðið til að endurbyggja bæði Tryggvagötu 10 og 12 í upprunalegri mynd en með viðbótum, kjallara og aukahæð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Veitt var leyfi til að rífa hluta hússins til undirbúnings endurbóta. Byggingarfulltrúi borgarinnar, Nikulás Úlfar Másson, segist líta niðurrifið gífurlega alvarlegum augum. Embættið hafi kært það til lögreglu. Nikulás Úlfar kveðst hafa fengið SMS um að verið væri að rífa húsið. Hann hafi hins vegar ekki séð það fyrr en um kvöldið. „Það tekur stutta stund að rífa svona hús með stórvirkum vinnuvélum, líklega innan við hálftíma,“ segir Nikulás Úlfar sem kveður ekki hafa verið hægt að stöðva niðurrifið nema hafa beinlínis verið á staðnum eftir að hafist var handa með hinni stórvirku vinnuvél. „Við vorum hins vegar mættir til að stöðva framkvæmdir á reitnum klukkan tíu mínútur í átta daginn eftir og lokuðum aðkomu að honum. Þeir fóru langt út fyrir gildandi leyfi og niðurrifið er ólöglegt. Þeir segjast hafa talið að þeir væru í fullum rétti að rífa húsið. Það væri ekkert hægt að eiga við þetta hús,“ útskýrir byggingarfulltrúinn. Á Norðurlöndum eru víða harðar refsingar við brotum sem þessum. Í Noregi þekkist að menn séu sviptir byggingarleyfi ævilangt og þá eiga menn yfir höfði sér fangelsisvist. Það mun á endanum verða byggingarfulltrúi sem tekur ákvörðun um aðgerðir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. apríl. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Ég sá þetta gerast á miðvikudag. Ég varð öskureiður og hissa. Þetta er óskiljanlegt athæfi,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um niðurrif hundrað ára gamals húss á Tryggvagötu 12, svokallaðs Exeter-húss. Um er að ræða hús sem byggt er árið 1904 og er friðað. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum ef málsbætur eru. Hjálmar segir að tafarlaust þurfi að endurbyggja húsið í upprunalegri mynd. Hins vegar þurfi að skoða hvernig það rími við stjórnsýsluna. Mannverk ber ábyrgð á framkvæmdum á reitnum. Ávallt mun hafa staðið til að endurbyggja bæði Tryggvagötu 10 og 12 í upprunalegri mynd en með viðbótum, kjallara og aukahæð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Veitt var leyfi til að rífa hluta hússins til undirbúnings endurbóta. Byggingarfulltrúi borgarinnar, Nikulás Úlfar Másson, segist líta niðurrifið gífurlega alvarlegum augum. Embættið hafi kært það til lögreglu. Nikulás Úlfar kveðst hafa fengið SMS um að verið væri að rífa húsið. Hann hafi hins vegar ekki séð það fyrr en um kvöldið. „Það tekur stutta stund að rífa svona hús með stórvirkum vinnuvélum, líklega innan við hálftíma,“ segir Nikulás Úlfar sem kveður ekki hafa verið hægt að stöðva niðurrifið nema hafa beinlínis verið á staðnum eftir að hafist var handa með hinni stórvirku vinnuvél. „Við vorum hins vegar mættir til að stöðva framkvæmdir á reitnum klukkan tíu mínútur í átta daginn eftir og lokuðum aðkomu að honum. Þeir fóru langt út fyrir gildandi leyfi og niðurrifið er ólöglegt. Þeir segjast hafa talið að þeir væru í fullum rétti að rífa húsið. Það væri ekkert hægt að eiga við þetta hús,“ útskýrir byggingarfulltrúinn. Á Norðurlöndum eru víða harðar refsingar við brotum sem þessum. Í Noregi þekkist að menn séu sviptir byggingarleyfi ævilangt og þá eiga menn yfir höfði sér fangelsisvist. Það mun á endanum verða byggingarfulltrúi sem tekur ákvörðun um aðgerðir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. apríl.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira