Innlent

Ekkert áætlunarflug á Reykjavíkurflugvelli í nótt vegna yfirvinnubanns

Bjarki Ármannsson skrifar
Reykjavíkurflugvöllur er sem stendur aðeins opinn fyrir sjúkra- og neyðarflug.
Reykjavíkurflugvöllur er sem stendur aðeins opinn fyrir sjúkra- og neyðarflug. Vísir/GVA
Reykjavíkurflugvöllur er sem stendur aðeins opinn fyrir sjúkra- og neyðarflug. Þetta er vegna yfirvinnubanns hjá Félagi flugumferðarstjóra.

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia verður aðeins einn flugumferðarstjóri á vakt frá klukkan átta í kvöld til klukkan sjö í fyrramálið til þess að sinna neyðartilvikum ef þau koma upp. Hann mun þó ekki sinna öðru flugi.

Þrjár lendingar voru áætlaðar á Reykjavíkurflugvelli eftir klukkan átta í kvöld og verður þeim líklegast flýtt eða vísað á Keflavíkurflugvöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×