Niðurrif kært til lögreglu Ásgeir Erlendsson skrifar 8. apríl 2016 19:00 Það kom eftirlitsaðilum algerlega í opna skjöldu að verktakar skyldu í leyfisleysi rífa friðað hús við Tryggvagötu í Reykjavík. Minjastofnun Íslands hyggst kæra verktakana til lögreglu en eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. Húsið við Tryggvagötu var friðað en það var byggt árið 1904. Undanfarinn áratug hafa farið fram umræður um deiluskipulag á reitnum og árið 2007 setti húsafriðunarnefnd skilyrði að húsið yrði varðveitt á staðnum. Heimild var veitt til að hækka sökkul þess um eina hæð. Minjastofnun gerði í desember síðastliðnum ekki athugasemdir við að húsinu yrði lyft upp eins og teikningar á reitnum gerðu ráð fyrir. Málið tók óvænta stefnu í vikunni þegar húsið var jafnað við jörðu. Vinnuvél reif húsið niður á skömmum tíma. Minjastofnun barst ekki beiðni um niðurrif hússins og stofnunin vill meina að um brot á lögum um menningarminjar sé að ræða og mun kæra atvikið til lögreglu. „Við hörmum auðvitað hvert skipti sem gamalt hús hverfur. Sér í lagi þegar það hverfur í óleyfi eins og er um að ræða hér en það er skýrt lögbrot,“ segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun. Eyðilegging húsa sem eru friðuð getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum skv 177. gr almennra hegningarlaga svo lengi sem brotið er kært til lögreglu. „Allir stóðu í þeirri trú stóðu í þeirri trú að hér væri verið að vinna að því að endurgera þetta hús á sem bestan hátt,“ segir Guðný. „Það hefur bæði Minjastofnun og Húsafriðunarnefnd áður áréttað mörgum sinnum að húsið hafi mikið gildi og það beri að varðveita á sínum stað. Þetta er ekkert sem menn hafi ekki átt að vita.“ Mannverk hefur annast framkvæmdina á Tryggvagötureitnum en ekki náðist í forsvarsmenn fyrirtækisins við vinnslu fréttarinnar í dag.Í frétt Stöðvar 2 um málið í kvöld sagði að Minjavernd hyggðist kæra verktakana en hið rétta er að Minjastofnun Íslands hyggst gera það. Tengdar fréttir Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Það kom eftirlitsaðilum algerlega í opna skjöldu að verktakar skyldu í leyfisleysi rífa friðað hús við Tryggvagötu í Reykjavík. Minjastofnun Íslands hyggst kæra verktakana til lögreglu en eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. Húsið við Tryggvagötu var friðað en það var byggt árið 1904. Undanfarinn áratug hafa farið fram umræður um deiluskipulag á reitnum og árið 2007 setti húsafriðunarnefnd skilyrði að húsið yrði varðveitt á staðnum. Heimild var veitt til að hækka sökkul þess um eina hæð. Minjastofnun gerði í desember síðastliðnum ekki athugasemdir við að húsinu yrði lyft upp eins og teikningar á reitnum gerðu ráð fyrir. Málið tók óvænta stefnu í vikunni þegar húsið var jafnað við jörðu. Vinnuvél reif húsið niður á skömmum tíma. Minjastofnun barst ekki beiðni um niðurrif hússins og stofnunin vill meina að um brot á lögum um menningarminjar sé að ræða og mun kæra atvikið til lögreglu. „Við hörmum auðvitað hvert skipti sem gamalt hús hverfur. Sér í lagi þegar það hverfur í óleyfi eins og er um að ræða hér en það er skýrt lögbrot,“ segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun. Eyðilegging húsa sem eru friðuð getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum skv 177. gr almennra hegningarlaga svo lengi sem brotið er kært til lögreglu. „Allir stóðu í þeirri trú stóðu í þeirri trú að hér væri verið að vinna að því að endurgera þetta hús á sem bestan hátt,“ segir Guðný. „Það hefur bæði Minjastofnun og Húsafriðunarnefnd áður áréttað mörgum sinnum að húsið hafi mikið gildi og það beri að varðveita á sínum stað. Þetta er ekkert sem menn hafi ekki átt að vita.“ Mannverk hefur annast framkvæmdina á Tryggvagötureitnum en ekki náðist í forsvarsmenn fyrirtækisins við vinnslu fréttarinnar í dag.Í frétt Stöðvar 2 um málið í kvöld sagði að Minjavernd hyggðist kæra verktakana en hið rétta er að Minjastofnun Íslands hyggst gera það.
Tengdar fréttir Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02