Mustang seldist betur en Porsche 911 og Audi TT í Þýskalandi Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2016 17:32 Ford Mustang þynnir dekkin. Það er ekki í hverjum mánuði sem Bandarískur sportbíll selst betur en þýskir sportbílar í Þýskalandi, en það gerðist í síðasta mánuði. Þá seldust 780 Ford Mustang bílar, en 752 Porsche 911 og 708 Audi TT bílar. En skildi það hafa gerst í krafti lægra verðs þess bandaríska? Nei, þar sem hann er dýrari en Audi TT, bæði í sinni ódýrustu útfærslu með 6 strokka EcoBoost vél og með V8 vél. Mustang með 6 strokka EcoBoost vel kostar 38.000 evrur í Þýskalandi en Audi TT í ódýrustu útfærslu kostar 35.950 evrur. Mustang með V8 vél kostar 43.000 evrur. Ódýrasti Audi TT er 220 hestöfl en 6 strokka Mustang er 310 hestöfl og V8 bíllinn 435 hestöfl. Ekki þarf að taka það fram að hinn magnaði Porsche 911 er talsvert dýrari bíll en hinir tveir. Kaupa má tvo Mustang bíla fyrir ódýrustu gerð Porsche 911 Carrera, en þar fer sannarlega einstakur bíll. Porsche Boxster og Cayman seldust í 642 eintökum í Þýskalandi í mars, semsagt líka í minna magni en Mustang. Ford Mustang virðist því ætla að ryðjast inná þýska sportbílamarkaðinn með trompi og forvitnilegt verður að fylgjast með árssölu hans þetta árið. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent
Það er ekki í hverjum mánuði sem Bandarískur sportbíll selst betur en þýskir sportbílar í Þýskalandi, en það gerðist í síðasta mánuði. Þá seldust 780 Ford Mustang bílar, en 752 Porsche 911 og 708 Audi TT bílar. En skildi það hafa gerst í krafti lægra verðs þess bandaríska? Nei, þar sem hann er dýrari en Audi TT, bæði í sinni ódýrustu útfærslu með 6 strokka EcoBoost vél og með V8 vél. Mustang með 6 strokka EcoBoost vel kostar 38.000 evrur í Þýskalandi en Audi TT í ódýrustu útfærslu kostar 35.950 evrur. Mustang með V8 vél kostar 43.000 evrur. Ódýrasti Audi TT er 220 hestöfl en 6 strokka Mustang er 310 hestöfl og V8 bíllinn 435 hestöfl. Ekki þarf að taka það fram að hinn magnaði Porsche 911 er talsvert dýrari bíll en hinir tveir. Kaupa má tvo Mustang bíla fyrir ódýrustu gerð Porsche 911 Carrera, en þar fer sannarlega einstakur bíll. Porsche Boxster og Cayman seldust í 642 eintökum í Þýskalandi í mars, semsagt líka í minna magni en Mustang. Ford Mustang virðist því ætla að ryðjast inná þýska sportbílamarkaðinn með trompi og forvitnilegt verður að fylgjast með árssölu hans þetta árið.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent