Sagan ekki með Haukakonum í kvöld: Aðeins átta prósent liðanna hafa komist í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2016 15:30 Helena Sverrisdóttir og félagar í Haukum hafa söguna ekki með sér í kvöld. Vísir/Anton Deildarmeistarar Hauka spila fyrir lífi sínu annan leikinn í röð í kvöld þegar Haukakonur heimsækja Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Leikurinn fer fram í Mustad-höllinni í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Grindavík komst í 2-0 í einvíginu þar sem þarf að vinna þrjá leiki til að komast í lokaúrslitin en Haukarnir minnkuðu muninn með 72-45 sigri í síðasta leik á Ásvöllum. Grindavíkurkonur komast í lokaúrslitin á móti Snæfelli með sigri í kvöld en Haukaliðið væri þá komið í sumarfrí. Það yrði mikið áfall fyrir Haukaliðið að komast hvorki í bikarúrslitin né úrslit Íslandsmótsins á tímabili þar sem margir bjuggust við tvöföldum sigri Hafnarfjarðarliðsins. Vinni Haukarnir leikinn í kvöld þá tryggja þær sér oddaleik á heimavelli á mánudaginn kemur.Sagan er hinsvegar ekki með Haukakonum. Í 23 ára sögu úrslitkeppni kvenna frá 1993 hafa lið 24 sinnum komist í 2-0 í einvígum þar sem þarf þrjá sigra til að komast áfram eða vinna titilinn. Aðeins tvö lið af þessum 24 hafa komist í oddaleik úr stöðunni 2-0 og aðeins eitt lið, KR-liðið frá 2002, hefur unnið einvígi eftir að hafa lent 2-0 undir. KR-konur afrekuðu þetta í lokaúrslitunum á móti ÍS vorið 2002 en hitt lið sem komst í oddaleik var lið Grindvíkinga í undanúrslitaeinvígi á móti KR vorið 2008. KR vann þá oddaleikinn 83-69. KR-konur töpuðu tveimur fyrstu leikjunum í framlengingu á móti Stúdínum í lokaúrslitunum 2002 en unnu þrjá síðustu leikina með 3, 13 og 4 stigum. Tveir af leikjunum fóru fram á heimavelli ÍS-liðsins. Haukakonur náðu að tryggja sér fjórða leikinn og komust í hóp sex liða sem hafa náð því eftir að hafa lent 2-0 undir. Það þýðir að 19 af 25 liðum hafa ekki átt neitt svar og hafa tapað þriðja leiknum í röð. Haukaliðið er því þegar komið í fámennan hóp með sigri sínum í þriðja leiknum og nú er að sjá hvort þær hafi meðbyr úr þeim leik eða hvort að Grindavíkurkonur rifji upp takta sína í leikjum eitt og tvö. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Frá Havaí í HR og svo til hjálpar Haukum Shanna Dacanay var ásinn uppi í erminni hjá Haukakonum í erfiðri stöðu á móti Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta. Hún er frá Honolúlú, í námi í HR og spilar nú dýrmætar mínútur í úrslitakeppninni m 8. apríl 2016 06:00 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Grindavík 58-61 | Grindavík skellti deildarmeisturunum Grindavík kom öllum á óvart og náði að stela heimavallarréttinum af Haukum með 61-58 sigri á útivelli í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Dominos-deild kvenna í kvöld. 30. mars 2016 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Valur 77-71 | Tvíframlengt í Hólminum Snæfell tryggði sér í kvöld sæti í úrslitarimmu Dominos-deildar kvenna eftir dramatískan sigur á Val í Fjárhúsinu í Hólminum. 5. apríl 2016 21:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 72-45 | Haukar völtuðu yfir Grindavík Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld með sigri á heimavelli, 72-45. 5. apríl 2016 21:45 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 85-71 | Grindavík komið í 2-0 Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. 2. apríl 2016 19:30 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Deildarmeistarar Hauka spila fyrir lífi sínu annan leikinn í röð í kvöld þegar Haukakonur heimsækja Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Leikurinn fer fram í Mustad-höllinni í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Grindavík komst í 2-0 í einvíginu þar sem þarf að vinna þrjá leiki til að komast í lokaúrslitin en Haukarnir minnkuðu muninn með 72-45 sigri í síðasta leik á Ásvöllum. Grindavíkurkonur komast í lokaúrslitin á móti Snæfelli með sigri í kvöld en Haukaliðið væri þá komið í sumarfrí. Það yrði mikið áfall fyrir Haukaliðið að komast hvorki í bikarúrslitin né úrslit Íslandsmótsins á tímabili þar sem margir bjuggust við tvöföldum sigri Hafnarfjarðarliðsins. Vinni Haukarnir leikinn í kvöld þá tryggja þær sér oddaleik á heimavelli á mánudaginn kemur.Sagan er hinsvegar ekki með Haukakonum. Í 23 ára sögu úrslitkeppni kvenna frá 1993 hafa lið 24 sinnum komist í 2-0 í einvígum þar sem þarf þrjá sigra til að komast áfram eða vinna titilinn. Aðeins tvö lið af þessum 24 hafa komist í oddaleik úr stöðunni 2-0 og aðeins eitt lið, KR-liðið frá 2002, hefur unnið einvígi eftir að hafa lent 2-0 undir. KR-konur afrekuðu þetta í lokaúrslitunum á móti ÍS vorið 2002 en hitt lið sem komst í oddaleik var lið Grindvíkinga í undanúrslitaeinvígi á móti KR vorið 2008. KR vann þá oddaleikinn 83-69. KR-konur töpuðu tveimur fyrstu leikjunum í framlengingu á móti Stúdínum í lokaúrslitunum 2002 en unnu þrjá síðustu leikina með 3, 13 og 4 stigum. Tveir af leikjunum fóru fram á heimavelli ÍS-liðsins. Haukakonur náðu að tryggja sér fjórða leikinn og komust í hóp sex liða sem hafa náð því eftir að hafa lent 2-0 undir. Það þýðir að 19 af 25 liðum hafa ekki átt neitt svar og hafa tapað þriðja leiknum í röð. Haukaliðið er því þegar komið í fámennan hóp með sigri sínum í þriðja leiknum og nú er að sjá hvort þær hafi meðbyr úr þeim leik eða hvort að Grindavíkurkonur rifji upp takta sína í leikjum eitt og tvö.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Frá Havaí í HR og svo til hjálpar Haukum Shanna Dacanay var ásinn uppi í erminni hjá Haukakonum í erfiðri stöðu á móti Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta. Hún er frá Honolúlú, í námi í HR og spilar nú dýrmætar mínútur í úrslitakeppninni m 8. apríl 2016 06:00 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Grindavík 58-61 | Grindavík skellti deildarmeisturunum Grindavík kom öllum á óvart og náði að stela heimavallarréttinum af Haukum með 61-58 sigri á útivelli í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Dominos-deild kvenna í kvöld. 30. mars 2016 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Valur 77-71 | Tvíframlengt í Hólminum Snæfell tryggði sér í kvöld sæti í úrslitarimmu Dominos-deildar kvenna eftir dramatískan sigur á Val í Fjárhúsinu í Hólminum. 5. apríl 2016 21:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 72-45 | Haukar völtuðu yfir Grindavík Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld með sigri á heimavelli, 72-45. 5. apríl 2016 21:45 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 85-71 | Grindavík komið í 2-0 Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. 2. apríl 2016 19:30 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Frá Havaí í HR og svo til hjálpar Haukum Shanna Dacanay var ásinn uppi í erminni hjá Haukakonum í erfiðri stöðu á móti Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta. Hún er frá Honolúlú, í námi í HR og spilar nú dýrmætar mínútur í úrslitakeppninni m 8. apríl 2016 06:00
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Grindavík 58-61 | Grindavík skellti deildarmeisturunum Grindavík kom öllum á óvart og náði að stela heimavallarréttinum af Haukum með 61-58 sigri á útivelli í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Dominos-deild kvenna í kvöld. 30. mars 2016 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Valur 77-71 | Tvíframlengt í Hólminum Snæfell tryggði sér í kvöld sæti í úrslitarimmu Dominos-deildar kvenna eftir dramatískan sigur á Val í Fjárhúsinu í Hólminum. 5. apríl 2016 21:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 72-45 | Haukar völtuðu yfir Grindavík Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld með sigri á heimavelli, 72-45. 5. apríl 2016 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 85-71 | Grindavík komið í 2-0 Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. 2. apríl 2016 19:30