Er skömmin mín? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 8. apríl 2016 09:48 Mér líður illa. Síðan ég horfði á Kastljósþáttinn umtalaða hef ég upplifað margar vondar tilfinningar. Ég er að upplifa mikla sorg, reiði, svekkelsi, vonleysi og depurð yfir því hvernig er komið fyrir landinu mínu og þjóð....og ég ber ábyrgð á því. Eins og margir aðrir í aðdraganda alþingiskosninganna 2013 ákvað ég að kjósa Framsókn og þá sér í lagi SDG sem mér fannst með framgöngu sinni í InDefence hópnum, andstöðu við inngöngu Íslands í Evrópusambandið, fyrirheit um aðgerðir til að rétta við heimilin í landinu, og þá sér í lagi að afnema verðtryggingu lána, og láta ekki undan kröfuhöfum föllnu bankana vegna skulda sem hefðu að öllu óbreyttu komið þjóðinni í skuldafangelsi um ókomna framtíð vegna fjárglæfrastarfssemi fárra vera stefna sem ég gæti stutt. Ég hélt í einfeldni minni að framsóknarflokkurinn hefði tekið rækilega til í sínum ranni og nú væri komið fólk til valda innan hans sem vildi leiðrétta það sem hefði verið látið viðgangast á árunum fyrir hrun. Með SDG í fararbroddi leit þetta nokkuð vel út, virtist vera alþýðlegur maður og líklegur til að leiða flokkinn inn á nýjar brautir og losa hann við þann ljóta spillingarstimpil sem hann hafði fengið á sig. Og til þess að fylgja sannfæringu minni rækilega eftir skráði ég mig í flokkinn... Ég átti að vita betur, ég átti að kynna mér betur manninn og hvað stæði að baki honum áður en ég kaus hann. Skömmin er mín. Enda fóru að renna á mig tvær grímur fljótlega eftir kosningar eða á þeirri mínútu sem hann með umboð til að mynda ríkisstjórn fór beint til formanns Sjálfstæðisflokksins og myndaði með honum ríkisstjórn. Ég skildi þetta ekki alveg, hvernig stóð á því að hann myndaði ríkisstjórn með flokknum sem í hugum margra bar beinlínis ábyrgð á hruninu verandi samfellt í ríkisstjórn í mörg ár í aðdraganda þess og kom á spiltu lagalegu og fjármálalegu umhverfi sem orsakaði hrunið. Flokkinn sem hafði nánast gert út af við Framsóknarflokkinn í stjórnarsamstarfi á árunum fyrir hrun. Þetta var flokkurinn sem hann sneri sér fyrst til ! Ég skil þetta núna, ég skil núna að ég var hafður að fífli svo ég hef því eftir vendingar síðustu daga sagt mig úr flokknum. Ég skil núna að „fyrir heimilin í landinu“ var bara leikrit sem sett var á svið svo það væri hægt að halda áfram að maka krókinn fyrir sig og sína bak við tjöldin, svo hægt væri að útbýta bitlingum til vina og vandamanna, halda áfram að soga út auð íslensku þjóðarinnar og rétta fáum útvöldum. Svo neitaði hann að segja af sér. Það var eins og hann gerði sér ekki grein fyrir skaðanum sem hann væri að valda íslensku samfélagi. Það er eins og hann væri ekki í tengslum við raunveruleikann. Það var verið að útvarpa og sjónvarpa því útum allan heim að Forsætisráðherra Íslands væri tengdur félagi í skattaskjóli eins og ótíndur glæpamaður. Hann leyndi því að hann ætti eða hefði átt í þessu félagi, hann reyndi að ljúga sig frá því vitandi upp á sig skömmina og hann skammast sín ekki. En ég skammast mín, ég sit uppi með skömmina að hafa kosið hann og treyst honum fyrir því að lagfæra það sem miður hafði farið. Að laga Ísland svo ég gæti verið stoltur Íslendingur á ný. Ekki efast ég um það að það verði hlegið að mér fyrir að hafa verið svona vitlaus....en ég þoli það alveg, ég get alveg viðkennt það þegar ég hef rangt fyrir mér. En ég þoli ekki að láta hafa mig að fífli og það mun ég ekki líða. Þess vegna skora ég á alla þá sem vilja Íslandi vel, vilja byggja upp íslenskt samfélag á grunni velferðar, jafnréttis og jafnræðis að rísa upp. Láta til sín taka og stofna stjórnmálaafl sem hefur enga tengingu við hagsmunahópa og/eða persónulega hagsmuni að verja. Venjulegt fólk eins og mig og þig, fólk sem vill raunverulegar breytingar Íslendingum öllum til heilla. Afl þar sem hagsmunir heildarinnar eru ávalt hafðir að leiðarljósi án þess að draga úr eða hefta frelsi einstaklingsins til framkvæmda og nýsköpunar. Afl þar sem við endurreisum heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Afl sem styður þá sem minna mega sín. Afl sem stendur fyrir efnahagslegum úrbótum. Afl sem samanstendur af fólki úr öllum stéttum, alls staðar af landinu, fólk sem veit hvernig það er að skulda, basla og reyna að sjá fyrir sér og sínum eftir leikreglum sem virðast hafa það eina markmið að hygla ákveðnum hópum á kostnað heildarinnar. Afl sem samanstendur af Íslendingum sem vilja Ísland aftur úr höndum spilltra og gráðugra sérhagsmunahópa. Afl sem vill endurreisa Ísland og gera að fyrirmyndarþjóðfélagi sem við getum verið stolt af en ekki skammast okkur fyrir eins og staðan er í dag. Afl sem vill byggja upp samfélag sem börnin okkar geta tekið við af stolti þegar fram líða stundir. Nú þurfum við að standa saman Íslendingar og sýna heiminum hvernig fólk við erum í raun og veru. Endurheimtum stolt okkar sem þjóð svo við getum hætt að skammast okkar því ég er viss um að ég er ekki sá eini sem skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Vídalín Guðmundsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Mér líður illa. Síðan ég horfði á Kastljósþáttinn umtalaða hef ég upplifað margar vondar tilfinningar. Ég er að upplifa mikla sorg, reiði, svekkelsi, vonleysi og depurð yfir því hvernig er komið fyrir landinu mínu og þjóð....og ég ber ábyrgð á því. Eins og margir aðrir í aðdraganda alþingiskosninganna 2013 ákvað ég að kjósa Framsókn og þá sér í lagi SDG sem mér fannst með framgöngu sinni í InDefence hópnum, andstöðu við inngöngu Íslands í Evrópusambandið, fyrirheit um aðgerðir til að rétta við heimilin í landinu, og þá sér í lagi að afnema verðtryggingu lána, og láta ekki undan kröfuhöfum föllnu bankana vegna skulda sem hefðu að öllu óbreyttu komið þjóðinni í skuldafangelsi um ókomna framtíð vegna fjárglæfrastarfssemi fárra vera stefna sem ég gæti stutt. Ég hélt í einfeldni minni að framsóknarflokkurinn hefði tekið rækilega til í sínum ranni og nú væri komið fólk til valda innan hans sem vildi leiðrétta það sem hefði verið látið viðgangast á árunum fyrir hrun. Með SDG í fararbroddi leit þetta nokkuð vel út, virtist vera alþýðlegur maður og líklegur til að leiða flokkinn inn á nýjar brautir og losa hann við þann ljóta spillingarstimpil sem hann hafði fengið á sig. Og til þess að fylgja sannfæringu minni rækilega eftir skráði ég mig í flokkinn... Ég átti að vita betur, ég átti að kynna mér betur manninn og hvað stæði að baki honum áður en ég kaus hann. Skömmin er mín. Enda fóru að renna á mig tvær grímur fljótlega eftir kosningar eða á þeirri mínútu sem hann með umboð til að mynda ríkisstjórn fór beint til formanns Sjálfstæðisflokksins og myndaði með honum ríkisstjórn. Ég skildi þetta ekki alveg, hvernig stóð á því að hann myndaði ríkisstjórn með flokknum sem í hugum margra bar beinlínis ábyrgð á hruninu verandi samfellt í ríkisstjórn í mörg ár í aðdraganda þess og kom á spiltu lagalegu og fjármálalegu umhverfi sem orsakaði hrunið. Flokkinn sem hafði nánast gert út af við Framsóknarflokkinn í stjórnarsamstarfi á árunum fyrir hrun. Þetta var flokkurinn sem hann sneri sér fyrst til ! Ég skil þetta núna, ég skil núna að ég var hafður að fífli svo ég hef því eftir vendingar síðustu daga sagt mig úr flokknum. Ég skil núna að „fyrir heimilin í landinu“ var bara leikrit sem sett var á svið svo það væri hægt að halda áfram að maka krókinn fyrir sig og sína bak við tjöldin, svo hægt væri að útbýta bitlingum til vina og vandamanna, halda áfram að soga út auð íslensku þjóðarinnar og rétta fáum útvöldum. Svo neitaði hann að segja af sér. Það var eins og hann gerði sér ekki grein fyrir skaðanum sem hann væri að valda íslensku samfélagi. Það er eins og hann væri ekki í tengslum við raunveruleikann. Það var verið að útvarpa og sjónvarpa því útum allan heim að Forsætisráðherra Íslands væri tengdur félagi í skattaskjóli eins og ótíndur glæpamaður. Hann leyndi því að hann ætti eða hefði átt í þessu félagi, hann reyndi að ljúga sig frá því vitandi upp á sig skömmina og hann skammast sín ekki. En ég skammast mín, ég sit uppi með skömmina að hafa kosið hann og treyst honum fyrir því að lagfæra það sem miður hafði farið. Að laga Ísland svo ég gæti verið stoltur Íslendingur á ný. Ekki efast ég um það að það verði hlegið að mér fyrir að hafa verið svona vitlaus....en ég þoli það alveg, ég get alveg viðkennt það þegar ég hef rangt fyrir mér. En ég þoli ekki að láta hafa mig að fífli og það mun ég ekki líða. Þess vegna skora ég á alla þá sem vilja Íslandi vel, vilja byggja upp íslenskt samfélag á grunni velferðar, jafnréttis og jafnræðis að rísa upp. Láta til sín taka og stofna stjórnmálaafl sem hefur enga tengingu við hagsmunahópa og/eða persónulega hagsmuni að verja. Venjulegt fólk eins og mig og þig, fólk sem vill raunverulegar breytingar Íslendingum öllum til heilla. Afl þar sem hagsmunir heildarinnar eru ávalt hafðir að leiðarljósi án þess að draga úr eða hefta frelsi einstaklingsins til framkvæmda og nýsköpunar. Afl þar sem við endurreisum heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Afl sem styður þá sem minna mega sín. Afl sem stendur fyrir efnahagslegum úrbótum. Afl sem samanstendur af fólki úr öllum stéttum, alls staðar af landinu, fólk sem veit hvernig það er að skulda, basla og reyna að sjá fyrir sér og sínum eftir leikreglum sem virðast hafa það eina markmið að hygla ákveðnum hópum á kostnað heildarinnar. Afl sem samanstendur af Íslendingum sem vilja Ísland aftur úr höndum spilltra og gráðugra sérhagsmunahópa. Afl sem vill endurreisa Ísland og gera að fyrirmyndarþjóðfélagi sem við getum verið stolt af en ekki skammast okkur fyrir eins og staðan er í dag. Afl sem vill byggja upp samfélag sem börnin okkar geta tekið við af stolti þegar fram líða stundir. Nú þurfum við að standa saman Íslendingar og sýna heiminum hvernig fólk við erum í raun og veru. Endurheimtum stolt okkar sem þjóð svo við getum hætt að skammast okkar því ég er viss um að ég er ekki sá eini sem skammast sín.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun