Írski vélsbyssukjafturinn hefur algjörlega breytt landslaginu í UFC og aukið tekjur þess til muna, en aldrei hafa jafn margir keypt sjónvarpsáskrift að neinum bardaga í blönduðum bardagalistum og þegar hann barðist síðast við Nate Diaz.
Sjá einnig:Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC
Þrátt fyrir að tapa þeim bardaga er Conor enn með sjálfstraustið í fínu lagi og hélt upp á afmælið með Twitter-færslur þar sem hann benti góðfúslega á að menn væru að fá meira borgað í dag þökk sé honum. Hvort sem það sé svo alfarið satt eða ekki.
„Fyrir þremur árum í dag hóf ég herferð mína að koma ykkur aumingjunum úr því að fá borgað í tugum þúsunda í milljónir. Og þið þakkið mér ekki einu sinni fyrir,“ sagði Conor.
Sjá einnig:Diaz: Conor fær allt hjá UFC eins og smábarn þannig ég verð að berja hann aftur
Margar UFC-stjörnur á borð við Nate Diaz, Demetrious Johnson, Donald Cerrone og fleiri hafa talað opinberlega um að þær vilji fá jafn mikið borgað og Conor en hann slær met nánast í hvert skipti sem hann berst.
Veltivigtarkappinn Rory McDonald tók vel í tístið hjá Conor og skrifaði: „Er ekki DVD-safn á leiðinni sem heitir: „Breyti lífi ykkar aumingjanna á þremur árum?“ Guð veit að ég myndi kaupa það.“
Conor keppir næst á UFC 200 þar sem hann mætir Nate Diaz öðru sinni í röð og reynir að hefna fyrir fyrsta tapið sitt í UFC.
/center@TheNotoriousMMA coming out with a dvd box set "change your bum life in 3 years" ... lord knows i would buy it!
— Rory MacDonald (@rory_macdonald) April 6, 2016