Diaz hefur barist 22 sinnum í UFC gegn 21 andstæðingi og tapað átta sinnum. Aðeins einu sinni eftir töpin átta fékk hann tækifæri til að hefna fyrir tapið en það var fjórum árum síðar.
Sjá einnig:Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors
Conor, aftur á móti, mátti velja sér bardaga eftir tapið gegn Diaz. Hann var hvattur af öllum að berjast aftur við Jose Aldo í fjaðurvigt en valdi sjálfur að berjast aftur í veltivigt á móti Diaz.
Írski Íslandsvinurinn hefur fengið mikið lof fyrir að „þora“ að mæta Diaz aftur í 170 pundum og það fer verulega í taugarnar á Bandaríkjamanninum sem segist ekki bera neina sérstaka virðingu fyrir Conor að koma aftur í 170 pundin.
Sjá einnig:Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC
„Þá voru menn bara: „Hey, ekki einu einni hringja í okkur. Þú færð ekki annan bardaga.“ Það var ekki einu sinni til umræðu. Ég vil ekki heyra að það sé verið að hrósa Conor fyrir að vilja annan bardaga. Auðvitað vill hann annan bardaga. Þannig á þér að líða ef þú ert rassskelltur af einhverjum.“
Diaz langaði mikið að berjast um heimsmeistaratitilinn í léttvigt á móti Rafael dos Anjos en forráðamenn UFC hlustuðu ekki einu sinni á hann.
„Auðvitað bað ég um annan bardaga við Dos Anjos en þeir vilja fokking koma fram við Conor McGregor eins og smábarn. Þeir gefa honum allt sem hann vill. Ég verð því bara að sætta mig við það og berja þetta fífl aftur,“ sagði Nate Diaz.