Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 10:00 Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir, lekaráðherrarnir þrír í ráðuneyti Sigmundar Davíðs sem leyst var frá störfum í gær. vísir Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. Það má því að segja að kalla megi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Lekastjórnina og er ekki úr vegi að rifja upp þessa leka þó þeir séu eflaust mörgum enn í fersku minni.Lekamál Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra: Upphaf Lekamálsins má rekja til forsíðufréttar Fréttablaðsins þann 20. nóvember 2013 undir fyrirsögninni „Grunaður um aðild að mansali.“ Fréttin var um hælisleitandann Tony Omos og var byggð á minnisblaði úr innanríkisráðuneytinu, en einni setningu hafði verið bætt við upprunalega minnisblaðið áður en það fór til fjölmiðla. Daginn eftir var því hafnað af Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu, að gögnum hefði verið lekið úr ráðuneytinu og þann 22. nóvember barst tilkynning frá ráðuneytinu sjálfu þar sem það var ítrekað að engu hefði verið lekið þaðan. Þá fullyrti Hanna Birna á Alþingi þann 3. desember 2013 að gögnum hefði ekki verið lekið úr ráðuneytinu.Sjá einnig: Svona var atburðarásin í LekamálinuHanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra og núverandi þingmaður SjálfstæðisflokksinsVísir/VilhelmMálinu var þó hvergi nærri lokið þar sem við tók atburðarás sem endaði með því að Gísli Freyr játaði þann 11. nóvember 2014 að hafa lekið minnisblaðinu til fjölmiðla. Hann var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Tíu dögum seinna, eða þann 21. nóvember, sagði Hanna Birna af sér sem innanríkisráðherra. Þá höfðu ýmsar persónur dregist inn í atburðarásina, meðal annars Stefán Eiríksson, sem var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, en embættið tók lekann til rannsóknar. Stefán stjórnaði hins vegar ekki rannsókninni. Í ljós kom að Hanna Birna átti engu að síður í samskiptum við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar en í áliti umboðsmanns Alþingis, sem tók málið til skoðunar, kom fram að það hafi verið ósamrýmanlegt stöðu hennar sem ráðherra að skipta sér af rannsókninni. Hún bað Stefán afsökunar á þessum afskiptum á fundi þeirra með umboðsmanni Alþingis en í miðju Lekamálinu lét Stefán af störfum sem lögreglustjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embættinu. Sigríður Björk var einnig þátttakandi í Lekamálinu þar sem hún lét Gísla Frey í té persónuupplýsingar um Tony Omos sem byggðar voru á rannsóknargögnum lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem Sigríður Björk var lögreglustjóri. Persónuvernd komst síðar að þeirri niðurstöðu að lögreglustjórinn hefði brotið lög með miðlun upplýsinganna. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksinsvísir/ernirAshley Madison-lekinn og Icehot1:Síðsumars 2015 var netföngum af vefsíðunni Ashley Madison lekið á netið en síðan er alræmd framhjáhaldssíða. Nokkur fjöldi íslenskra netfanga var á listanum og var eitt þeirra netfang Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, bjarniben@n1.is, en hann sat sem kunnugt er um tíma í stjórn N1. Var Bjarni skráður á vefinn undir notendanafninu Icehot1.Sjá einnig: Bjarni Ben setur Twitter á hliðina: „Jólin komu snemma í ár“Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna, greindi frá því á Facebook-síðu sinni þann 31. ágúst í fyrra að þau hjónin hefðu skráð sig á Ashley Madison árið 2008 fyrir forvitnissakir. Sagði Þóra að þau hefðu gert þetta í hálfkæringi og léttúð, aldrei farið inn á vefinn síðan þá og hvorki greitt fyrir skráningu á honum né aðgang. Gögn sem Vísir hafði undir höndum bentu til þess að þetta væri rétt þó að sjálfvirk uppfærsla hefði verið gerð á reikningnum árið 2013. Lýsingin sem tengd var við netfang Bjarna vakti mikla athygli og rataði til að mynda í áramótaskaup síðasta árs: „Its about being interested in a nice looking woman, wanting to have an intelligent and fun conversation and good...very good sex. Im not from the States but do travel quite often.“Wintris Inc. og Panama-skjölin: 11. mars 2016 var einn af örlagadögum Lekastjórnarinnar en þá fór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í viðtal hjá sænska blaðamanninum Sven Bergman. Þegar nokkuð var liðið á viðtalið spurði Bergman Sigmund Davíð hvað hann gæti sagt sér um félagið Wintris. Eftirleikinn þekkja flestir en Sigmundur Davíð labbaði út úr viðtalinu. Þá var reyndar blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson sestur við hlið Bergman og reyndi að spyrja forsætisráðherrann út í Wintris sem brást hinn versti við og gekk á dyr. Fjórum dögum eftir viðtalið, þann 15. mars, greindi Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs, frá því á Facebook-síðu sinni að hún ætti félag sem héti Wintris og skráð væri erlendis. Daginn eftir var greint frá því í fjölmiðlum að Wintris væri skráð í skattaskjólinu Tortóla og að það hefði lýst kröfum í slitabú föllnu bankanna fyrir rúmlega hálfan milljarð króna. Þá væru eignir í félaginu upp á rúman milljarð króna.Sjá einnig: Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð hefur greint frá því að skattar vegna félagsins hafi ávallt verið greiddir hér á landi og því sé ekki hægt að segja að það sé í skattaskjóli. Hann hrökklaðist engu að síður frá völdum vegna málsins enda blossaði upp mikil reiði í kjölfar viðtalsins við Bergman og Jóhannes Kr. sem sýnt var í Kastljósi síðastliðinn sunnudag. Í umfjöllun Kastljóss kom fram að að í ljós kom í umræddu viðtali við Bergman og Jóhannes Kr., sem sýnt var í Kastljósi síðastliðinn sunnudag, að hann hefði einnig verið skráður fyrir Wintris, allt fram á gamlársdag 2009 þegar hann seldi konu sinni helmingshlut í félaginu á einn dollara. Atburðarásin síðan á sunnudag hefur síðan verið lyginni líkust en tilkynnt var á þriðjudag að Sigmundur Davíð myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og samþykkti þingflokkur Framsóknarflokksins að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, tæki við því embætti. Tveir aðrir ráðherrar í ríkisstjórn einnig nefndir í Panama-skjölunum, þau Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Hvorugt þeirra hefur sagt af sér embætti enda hefur Bjarni sagt að eðlismunur sé á þeirra máli annars vegar og máli Sigmundar Davíðs hins vegar.Nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar sem tók við völdum í gær.vísir/anton brinkPizzastjórnin tekin við Á miðvikudagskvöld tilkynnti síðan Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, að niðurstöður viðræðna stjórnarflokkanna væru þær að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir kæmi inn í ríkisstjórn. Höskuldur tilkynnti þetta reyndar óvart enda hélt að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Sigurður Ingi hefðu þá þegar rætt við fjölmiðlamenn í þinghúsinu. Í gær tók síðan nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Viðbúið er að sú stjórn verði ekki lengi við völd enda hafa forystumenn hennar gefið það út að þingkosningar verði í haust. Hún hefur verið kölluð Pizzustjórnin þar sem þingflokkur Sjáfstæðisflokksins pantaði sér pizzu í þinghúsið á miðvikudagskvöld þar sem verið var að funda um nýju ríkisstjórnina.stjórnarandstaðan tætti í sig eina pizzuna sem Jón Gunn færði í þinghúsið pic.twitter.com/aHVFwuPDg8— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) April 6, 2016 Panama-skjölin Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. Það má því að segja að kalla megi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Lekastjórnina og er ekki úr vegi að rifja upp þessa leka þó þeir séu eflaust mörgum enn í fersku minni.Lekamál Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra: Upphaf Lekamálsins má rekja til forsíðufréttar Fréttablaðsins þann 20. nóvember 2013 undir fyrirsögninni „Grunaður um aðild að mansali.“ Fréttin var um hælisleitandann Tony Omos og var byggð á minnisblaði úr innanríkisráðuneytinu, en einni setningu hafði verið bætt við upprunalega minnisblaðið áður en það fór til fjölmiðla. Daginn eftir var því hafnað af Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu, að gögnum hefði verið lekið úr ráðuneytinu og þann 22. nóvember barst tilkynning frá ráðuneytinu sjálfu þar sem það var ítrekað að engu hefði verið lekið þaðan. Þá fullyrti Hanna Birna á Alþingi þann 3. desember 2013 að gögnum hefði ekki verið lekið úr ráðuneytinu.Sjá einnig: Svona var atburðarásin í LekamálinuHanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra og núverandi þingmaður SjálfstæðisflokksinsVísir/VilhelmMálinu var þó hvergi nærri lokið þar sem við tók atburðarás sem endaði með því að Gísli Freyr játaði þann 11. nóvember 2014 að hafa lekið minnisblaðinu til fjölmiðla. Hann var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Tíu dögum seinna, eða þann 21. nóvember, sagði Hanna Birna af sér sem innanríkisráðherra. Þá höfðu ýmsar persónur dregist inn í atburðarásina, meðal annars Stefán Eiríksson, sem var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, en embættið tók lekann til rannsóknar. Stefán stjórnaði hins vegar ekki rannsókninni. Í ljós kom að Hanna Birna átti engu að síður í samskiptum við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar en í áliti umboðsmanns Alþingis, sem tók málið til skoðunar, kom fram að það hafi verið ósamrýmanlegt stöðu hennar sem ráðherra að skipta sér af rannsókninni. Hún bað Stefán afsökunar á þessum afskiptum á fundi þeirra með umboðsmanni Alþingis en í miðju Lekamálinu lét Stefán af störfum sem lögreglustjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embættinu. Sigríður Björk var einnig þátttakandi í Lekamálinu þar sem hún lét Gísla Frey í té persónuupplýsingar um Tony Omos sem byggðar voru á rannsóknargögnum lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem Sigríður Björk var lögreglustjóri. Persónuvernd komst síðar að þeirri niðurstöðu að lögreglustjórinn hefði brotið lög með miðlun upplýsinganna. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksinsvísir/ernirAshley Madison-lekinn og Icehot1:Síðsumars 2015 var netföngum af vefsíðunni Ashley Madison lekið á netið en síðan er alræmd framhjáhaldssíða. Nokkur fjöldi íslenskra netfanga var á listanum og var eitt þeirra netfang Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, bjarniben@n1.is, en hann sat sem kunnugt er um tíma í stjórn N1. Var Bjarni skráður á vefinn undir notendanafninu Icehot1.Sjá einnig: Bjarni Ben setur Twitter á hliðina: „Jólin komu snemma í ár“Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna, greindi frá því á Facebook-síðu sinni þann 31. ágúst í fyrra að þau hjónin hefðu skráð sig á Ashley Madison árið 2008 fyrir forvitnissakir. Sagði Þóra að þau hefðu gert þetta í hálfkæringi og léttúð, aldrei farið inn á vefinn síðan þá og hvorki greitt fyrir skráningu á honum né aðgang. Gögn sem Vísir hafði undir höndum bentu til þess að þetta væri rétt þó að sjálfvirk uppfærsla hefði verið gerð á reikningnum árið 2013. Lýsingin sem tengd var við netfang Bjarna vakti mikla athygli og rataði til að mynda í áramótaskaup síðasta árs: „Its about being interested in a nice looking woman, wanting to have an intelligent and fun conversation and good...very good sex. Im not from the States but do travel quite often.“Wintris Inc. og Panama-skjölin: 11. mars 2016 var einn af örlagadögum Lekastjórnarinnar en þá fór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í viðtal hjá sænska blaðamanninum Sven Bergman. Þegar nokkuð var liðið á viðtalið spurði Bergman Sigmund Davíð hvað hann gæti sagt sér um félagið Wintris. Eftirleikinn þekkja flestir en Sigmundur Davíð labbaði út úr viðtalinu. Þá var reyndar blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson sestur við hlið Bergman og reyndi að spyrja forsætisráðherrann út í Wintris sem brást hinn versti við og gekk á dyr. Fjórum dögum eftir viðtalið, þann 15. mars, greindi Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs, frá því á Facebook-síðu sinni að hún ætti félag sem héti Wintris og skráð væri erlendis. Daginn eftir var greint frá því í fjölmiðlum að Wintris væri skráð í skattaskjólinu Tortóla og að það hefði lýst kröfum í slitabú föllnu bankanna fyrir rúmlega hálfan milljarð króna. Þá væru eignir í félaginu upp á rúman milljarð króna.Sjá einnig: Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð hefur greint frá því að skattar vegna félagsins hafi ávallt verið greiddir hér á landi og því sé ekki hægt að segja að það sé í skattaskjóli. Hann hrökklaðist engu að síður frá völdum vegna málsins enda blossaði upp mikil reiði í kjölfar viðtalsins við Bergman og Jóhannes Kr. sem sýnt var í Kastljósi síðastliðinn sunnudag. Í umfjöllun Kastljóss kom fram að að í ljós kom í umræddu viðtali við Bergman og Jóhannes Kr., sem sýnt var í Kastljósi síðastliðinn sunnudag, að hann hefði einnig verið skráður fyrir Wintris, allt fram á gamlársdag 2009 þegar hann seldi konu sinni helmingshlut í félaginu á einn dollara. Atburðarásin síðan á sunnudag hefur síðan verið lyginni líkust en tilkynnt var á þriðjudag að Sigmundur Davíð myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og samþykkti þingflokkur Framsóknarflokksins að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, tæki við því embætti. Tveir aðrir ráðherrar í ríkisstjórn einnig nefndir í Panama-skjölunum, þau Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Hvorugt þeirra hefur sagt af sér embætti enda hefur Bjarni sagt að eðlismunur sé á þeirra máli annars vegar og máli Sigmundar Davíðs hins vegar.Nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar sem tók við völdum í gær.vísir/anton brinkPizzastjórnin tekin við Á miðvikudagskvöld tilkynnti síðan Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, að niðurstöður viðræðna stjórnarflokkanna væru þær að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir kæmi inn í ríkisstjórn. Höskuldur tilkynnti þetta reyndar óvart enda hélt að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Sigurður Ingi hefðu þá þegar rætt við fjölmiðlamenn í þinghúsinu. Í gær tók síðan nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Viðbúið er að sú stjórn verði ekki lengi við völd enda hafa forystumenn hennar gefið það út að þingkosningar verði í haust. Hún hefur verið kölluð Pizzustjórnin þar sem þingflokkur Sjáfstæðisflokksins pantaði sér pizzu í þinghúsið á miðvikudagskvöld þar sem verið var að funda um nýju ríkisstjórnina.stjórnarandstaðan tætti í sig eina pizzuna sem Jón Gunn færði í þinghúsið pic.twitter.com/aHVFwuPDg8— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) April 6, 2016
Panama-skjölin Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira