Sigurður Ingi hefur vakið athygli fyrir skrautlega hálsklúta og hring á þumalfingri Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 8. apríl 2016 09:30 Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson vísir/Ernir „Þetta er alls ekki tískutrend, hann er með hálsbólgu, og er hálf veikur, annars er hann bindismaður. Hann passar að vera með bindi þegar hann er á þingi. Svo ef þú sérð hann með hálsklút er hann með hálsbólgu,“ segir Elsa Ingjaldsdóttir, eiginkona Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra Íslands, aðspurð hvort Sigurður væri að koma á framfæri nýrri klútatísku þar sem hann hefur verið með klút vafinn þétt um hálsinn síðustu daga.Sigurður Ingi Jóhannesson yfirgefur stjórnarráðið.Sigurður Ingi hefur verið áberandi síðustu daga og tók í gær við sem forsætisráðherra eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson steig til hliðar. En hvernig týpa er Sigurður? „Það er alveg á hreinu að honum líður best í reiðbuxunum og flíspeysunni. Hann fer auðvitað í fallega skyrtu og setur upp bindi þegar hann fer á þing en reiðbuxurnar og flíspeysan verður allaf fyrir valinu hér heimafyrir,“ segir Elsa. Eins og flestir hafa tekið eftir ber Sigurður þykkan gullhring á þumalfingri og hafa margir velt fyrir sér hvort einhver merking sé bak við staðsetningu hringsins. „Þetta er giftingarhringurinn hans, bara hefðbundinn giftingarhringur. Sigurður er með sömu puttastærð á baugfingri og þumalfingri sem þykir mjög sjaldgæft. Þetta er heiðinn siður, en það er ekki eins og hann sé heiðinn heldur finnst honum hringurinn flækjast minna fyrir sér á þumalfingri, því sem dýralæknir gekk hann aldrei með hring. Þegar hann fór á þing fór hann að bera hringinn oftar og þá setti hann hringinn á þumalfingur. Hann fiktar mikið í honum og skiptir honum á milli fingra,“ segir Elsa og hlær.Hér gefur að líta Sigurð Inga Jóhannsson með klútinn fræga. Það hefur vakið sérstaka athygli að hann var bæði með klút og trefil á leið sinni út úr stjórnarráðinu.Þumalhringir eiga upphaf sitt við lok steinaldar í Austurlöndum fjær og voru þar upphaflega notaðir af bogmönnum sem notuðu þá til verja þumalinn fyrir bogastrengnum. Í gegnum aldirnar hefur þumalhringurinn lifað áfram og m.a. notaður til að tákna ákveðna stöðu innan samfélagsins. Margir vilja meina að þumalhringurinn hafi symbólska merkingu; að hann tákni völd. Það að valdamesti maður Íslands kjósi að bera þumalhring er vissulega vísbending um að þetta geti verið rétt. Saga hálsklúta nær a.m.k. aftur til Rómar til forna þar sem þeir voru notaðir til að þurrka svita af enni og hálsi. Hermenn í veldi Cheng Kínakeisara báru hálsklúta sem tákn um stöðu sína innan hersins. Nokkru síðar, eða á 17. öld, voru það króatískir málaliðar sem notuðu hálsklúta. Þessu öpuðu Frakkar svo eftir og úr varð tegund klúts sem kallast cravat. Það hefur alltaf verið tengt valdi að bera silkiklút um hálsinn: allt frá hálsbindum, eins og flestir karlmenn á þingi eru með, yfir í klúta eins og þann sem Sigurður Ingi hefur sést með síðustu daga. Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
„Þetta er alls ekki tískutrend, hann er með hálsbólgu, og er hálf veikur, annars er hann bindismaður. Hann passar að vera með bindi þegar hann er á þingi. Svo ef þú sérð hann með hálsklút er hann með hálsbólgu,“ segir Elsa Ingjaldsdóttir, eiginkona Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra Íslands, aðspurð hvort Sigurður væri að koma á framfæri nýrri klútatísku þar sem hann hefur verið með klút vafinn þétt um hálsinn síðustu daga.Sigurður Ingi Jóhannesson yfirgefur stjórnarráðið.Sigurður Ingi hefur verið áberandi síðustu daga og tók í gær við sem forsætisráðherra eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson steig til hliðar. En hvernig týpa er Sigurður? „Það er alveg á hreinu að honum líður best í reiðbuxunum og flíspeysunni. Hann fer auðvitað í fallega skyrtu og setur upp bindi þegar hann fer á þing en reiðbuxurnar og flíspeysan verður allaf fyrir valinu hér heimafyrir,“ segir Elsa. Eins og flestir hafa tekið eftir ber Sigurður þykkan gullhring á þumalfingri og hafa margir velt fyrir sér hvort einhver merking sé bak við staðsetningu hringsins. „Þetta er giftingarhringurinn hans, bara hefðbundinn giftingarhringur. Sigurður er með sömu puttastærð á baugfingri og þumalfingri sem þykir mjög sjaldgæft. Þetta er heiðinn siður, en það er ekki eins og hann sé heiðinn heldur finnst honum hringurinn flækjast minna fyrir sér á þumalfingri, því sem dýralæknir gekk hann aldrei með hring. Þegar hann fór á þing fór hann að bera hringinn oftar og þá setti hann hringinn á þumalfingur. Hann fiktar mikið í honum og skiptir honum á milli fingra,“ segir Elsa og hlær.Hér gefur að líta Sigurð Inga Jóhannsson með klútinn fræga. Það hefur vakið sérstaka athygli að hann var bæði með klút og trefil á leið sinni út úr stjórnarráðinu.Þumalhringir eiga upphaf sitt við lok steinaldar í Austurlöndum fjær og voru þar upphaflega notaðir af bogmönnum sem notuðu þá til verja þumalinn fyrir bogastrengnum. Í gegnum aldirnar hefur þumalhringurinn lifað áfram og m.a. notaður til að tákna ákveðna stöðu innan samfélagsins. Margir vilja meina að þumalhringurinn hafi symbólska merkingu; að hann tákni völd. Það að valdamesti maður Íslands kjósi að bera þumalhring er vissulega vísbending um að þetta geti verið rétt. Saga hálsklúta nær a.m.k. aftur til Rómar til forna þar sem þeir voru notaðir til að þurrka svita af enni og hálsi. Hermenn í veldi Cheng Kínakeisara báru hálsklúta sem tákn um stöðu sína innan hersins. Nokkru síðar, eða á 17. öld, voru það króatískir málaliðar sem notuðu hálsklúta. Þessu öpuðu Frakkar svo eftir og úr varð tegund klúts sem kallast cravat. Það hefur alltaf verið tengt valdi að bera silkiklút um hálsinn: allt frá hálsbindum, eins og flestir karlmenn á þingi eru með, yfir í klúta eins og þann sem Sigurður Ingi hefur sést með síðustu daga.
Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira