Hver eru stóru málin? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 8. apríl 2016 07:00 Í þeirri fullkomnu upplausn sem ríkt hefur í íslenskum stjórnmálum undanfarna daga hefur stjórnmálamönnum verið tíðrætt um þau stóru mál sem þurfi að sinna. Ekki eru allir sammála um hvaða mál það séu og því full ástæða til að benda á hvaða mál þola ekki lengur bið, að mati BSRB, óháð því hvaða flokkar mynda hér ríkisstjórn. Þannig hafa nú litið dagsins ljós tillögur um mikilvægar breytingar á lögum um fæðingarorlof. BSRB leggur þunga áherslu á að unnið verði áfram að þessum málum af krafti, og frumvarp lagt fyrir Alþingi til samþykktar sem fyrst. Engin ástæða er til annars en að ætla að góð samstaða verði um það á Alþingi að bæta stöðu nýbakaðra foreldra. Bandalagið telur afar mikilvægt að tafarlaust verði fest í lög að greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi upp að 300 þúsund krónum á mánuði skerðist ekki. Þá þarf að hækka hámark á greiðslur í 600 þúsund krónur og lengja orlofið úr 9 mánuðum í 12. BSRB telur einnig mikilvægt að Alþingi ljúki umfjöllun um húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra sem fyrst. Bandalagið bindur miklar vonir við að framboð af leiguhúsnæði fyrir launafólk aukist verulega samþykki Alþingi frumvörpin.Meira fé í heilbrigðismálin Bandalagið styður áform um þak á greiðslur sjúklinga fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins, þó ekki hafi verið tekin afstaða til frumvarps heilbrigðisráðherra sem hefur það að markmiði. BSRB leggst alfarið gegn gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu og hvetur til þess að fallið verði frá henni sem fyrst. Hávær krafa hefur einnig verið uppi um að stjórnvöld verji meira fé til heilbrigðismálanna. Tafarlaust þarf að létta því fjársvelti sem heilbrigðisstofnanir um allt land hafa verið í undanfarin ár. Það ætti að vera forgangsmál stjórnmálamanna úr öllum flokkum. Þau eru víða stóru málin og vonandi að hverjir þeir sem sitja við völd hér næstu mánuði beri gæfu til að sinna þeim málum sem skipta fólkið í landinu miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í þeirri fullkomnu upplausn sem ríkt hefur í íslenskum stjórnmálum undanfarna daga hefur stjórnmálamönnum verið tíðrætt um þau stóru mál sem þurfi að sinna. Ekki eru allir sammála um hvaða mál það séu og því full ástæða til að benda á hvaða mál þola ekki lengur bið, að mati BSRB, óháð því hvaða flokkar mynda hér ríkisstjórn. Þannig hafa nú litið dagsins ljós tillögur um mikilvægar breytingar á lögum um fæðingarorlof. BSRB leggur þunga áherslu á að unnið verði áfram að þessum málum af krafti, og frumvarp lagt fyrir Alþingi til samþykktar sem fyrst. Engin ástæða er til annars en að ætla að góð samstaða verði um það á Alþingi að bæta stöðu nýbakaðra foreldra. Bandalagið telur afar mikilvægt að tafarlaust verði fest í lög að greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi upp að 300 þúsund krónum á mánuði skerðist ekki. Þá þarf að hækka hámark á greiðslur í 600 þúsund krónur og lengja orlofið úr 9 mánuðum í 12. BSRB telur einnig mikilvægt að Alþingi ljúki umfjöllun um húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra sem fyrst. Bandalagið bindur miklar vonir við að framboð af leiguhúsnæði fyrir launafólk aukist verulega samþykki Alþingi frumvörpin.Meira fé í heilbrigðismálin Bandalagið styður áform um þak á greiðslur sjúklinga fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins, þó ekki hafi verið tekin afstaða til frumvarps heilbrigðisráðherra sem hefur það að markmiði. BSRB leggst alfarið gegn gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu og hvetur til þess að fallið verði frá henni sem fyrst. Hávær krafa hefur einnig verið uppi um að stjórnvöld verji meira fé til heilbrigðismálanna. Tafarlaust þarf að létta því fjársvelti sem heilbrigðisstofnanir um allt land hafa verið í undanfarin ár. Það ætti að vera forgangsmál stjórnmálamanna úr öllum flokkum. Þau eru víða stóru málin og vonandi að hverjir þeir sem sitja við völd hér næstu mánuði beri gæfu til að sinna þeim málum sem skipta fólkið í landinu miklu máli.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar