Top Gear spyrna – Golf R, Porsche 911 GTS og McLaren 675LT Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 16:44 Það er ekki alveg sanngjarnt að spyrna Volkswagen Golf R gegn ofurbíl eins og McLaren 675LT og Porsche 911 Carrear GTS, en það er samt forvitnilegt að sjá hversu mikið hann stendur í hinum tveimur. Hér er þeim þó sprett úr spori kvartmílu. Rétt er að hafa í huga að Golf R kostar 32.890 bresk pund, Porche 911 Carrera GTS 93.915 pund en McLaren 675LT 259.500 pund. Því má kaupa nærri átta Golf R fyrir einn McLaren og tvo og hálfan Porsche 911 Carrera GTS. Golfinn er samt ári snöggur bíll og 4,9 sekúndur í hundraðið en McLaren 675LT 2,9 sekúndur. Það tekur Porsche 911 Carrera GTS 4,0 sekúndur. Það skal tekið fram að það er netútgáfan af Top Gear sem stóð fyrir gerð þessa myndskeiðs og hún verður væntanlega ekki í sýningu í tilvonandi Top Gear bílaþáttum. Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent
Það er ekki alveg sanngjarnt að spyrna Volkswagen Golf R gegn ofurbíl eins og McLaren 675LT og Porsche 911 Carrear GTS, en það er samt forvitnilegt að sjá hversu mikið hann stendur í hinum tveimur. Hér er þeim þó sprett úr spori kvartmílu. Rétt er að hafa í huga að Golf R kostar 32.890 bresk pund, Porche 911 Carrera GTS 93.915 pund en McLaren 675LT 259.500 pund. Því má kaupa nærri átta Golf R fyrir einn McLaren og tvo og hálfan Porsche 911 Carrera GTS. Golfinn er samt ári snöggur bíll og 4,9 sekúndur í hundraðið en McLaren 675LT 2,9 sekúndur. Það tekur Porsche 911 Carrera GTS 4,0 sekúndur. Það skal tekið fram að það er netútgáfan af Top Gear sem stóð fyrir gerð þessa myndskeiðs og hún verður væntanlega ekki í sýningu í tilvonandi Top Gear bílaþáttum.
Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent