Hlakkar til að segja nei við vantrausti og ætlar svo í frí með konu og barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2016 15:33 Sigmundur Davíð yfirgefur Bessastaði eftir ríkiðsráðsfundinn. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það mikið fagnaðarefni að það sé að takast að halda ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins starfandi undir forsæti Sigurði Inga Jóhannssyni. „Hann er svo sannarlega hæfur í það starf,“ segir Sigmundur og gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórninni takist að ljúka þeim stóru verkum sem séu á dagskrá. Hann sagðist virkilega ánægður og stoltur af verkum ríkisstjórnarinnar til þessa. „Þess vegna treysti ég á að þetta góða fólk muni ná sem mestum árangri í því,“ sagði Sigmundur og vísaði til nýskipaðrar ríkisstjórnar.Sigmundur Davíð yfirgefur Bessastaði sem óbreyttur þingmaður.Vísir/SveinnVerkefnin aðalatriðið Sigmundur var spurður að því hvort um persónulegt áfall væri að ræða fyrir hann: „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnin klárist , menn fái svigrúm og frið til að klára þessi verkefni og gera það sem best. Það var ekki æskilegt að ég færi að taka mína stöðu eða ég kláraði öll málin, aðalatriðið væru þessi verkefni.“ Aðspurður um næstu verkefni sagði Sigmundur Davíð: „Ég mun sjálfur byrja á því væntanlega að mæta í þingið og verja ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vantrausti, það er tilhlökkunarefni eins og það hefur verið hjá mér um nokkurt skeið. Í framhaldi af því ætla ég í smá frí með konunni minni og barni, njóta þess að vera með þeim í rólegheitum.“Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraVísirVill ferðast um landið Þá sagðist hann ætla að nýta tímann til að setja sig í samband við fjölmargt fólk um allt land sem hafi sent honum heillaóskir, baráttukveðjur og hlýja strauma. Nú ætlaði hann að svara þessu fólki því hann hefði ekki haft tíma til þess. Svo ætlaði hann í ferðalag um landið og ræða við þetta sama fólk um stöðuna í samfélaginu, ræða öll þau mál sem fólki kann að liggja á brjósti og hlakki til þeirrar umræðu. Kvaddi hann í framhaldinu og gekk að ráðherrabíl sínum með hjörð fjölmiðlamanna og nokkra háværa mótmælendur á eftir sér. Panama-skjölin Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það mikið fagnaðarefni að það sé að takast að halda ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins starfandi undir forsæti Sigurði Inga Jóhannssyni. „Hann er svo sannarlega hæfur í það starf,“ segir Sigmundur og gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórninni takist að ljúka þeim stóru verkum sem séu á dagskrá. Hann sagðist virkilega ánægður og stoltur af verkum ríkisstjórnarinnar til þessa. „Þess vegna treysti ég á að þetta góða fólk muni ná sem mestum árangri í því,“ sagði Sigmundur og vísaði til nýskipaðrar ríkisstjórnar.Sigmundur Davíð yfirgefur Bessastaði sem óbreyttur þingmaður.Vísir/SveinnVerkefnin aðalatriðið Sigmundur var spurður að því hvort um persónulegt áfall væri að ræða fyrir hann: „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnin klárist , menn fái svigrúm og frið til að klára þessi verkefni og gera það sem best. Það var ekki æskilegt að ég færi að taka mína stöðu eða ég kláraði öll málin, aðalatriðið væru þessi verkefni.“ Aðspurður um næstu verkefni sagði Sigmundur Davíð: „Ég mun sjálfur byrja á því væntanlega að mæta í þingið og verja ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vantrausti, það er tilhlökkunarefni eins og það hefur verið hjá mér um nokkurt skeið. Í framhaldi af því ætla ég í smá frí með konunni minni og barni, njóta þess að vera með þeim í rólegheitum.“Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraVísirVill ferðast um landið Þá sagðist hann ætla að nýta tímann til að setja sig í samband við fjölmargt fólk um allt land sem hafi sent honum heillaóskir, baráttukveðjur og hlýja strauma. Nú ætlaði hann að svara þessu fólki því hann hefði ekki haft tíma til þess. Svo ætlaði hann í ferðalag um landið og ræða við þetta sama fólk um stöðuna í samfélaginu, ræða öll þau mál sem fólki kann að liggja á brjósti og hlakki til þeirrar umræðu. Kvaddi hann í framhaldinu og gekk að ráðherrabíl sínum með hjörð fjölmiðlamanna og nokkra háværa mótmælendur á eftir sér.
Panama-skjölin Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent