Segir Gylfa að fara oftar út fyrir skólalóðina Birgir Örn Steinarsson skrifar 7. apríl 2016 14:08 Gylfi og Brynjar eru ósammála um hvort það skipti máli hver sé við stjórnvölinn þegar komi að afnámum gjaldeyrishafta. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýnir Gylfa Magnússon, fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra og dósent við Háskóla Íslands, harðlega á Facebook síðu sinni og segir að hann eigi að fara oftar út af skólalóðinni. Í gær fór Gylfi yfir fjögur af þeim málum sem ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks hefur notað sér til stuðnings fyrir áframhaldandi setu og segir það ekki standast skoðun að þeir þurfi að sitja svo mánuðum skipti vegna þeirra. Fyrsta mál á dagskrá hjá honum var afnám gjaldeyrishafta en hann benti á að útboð vegna aflandskróna sé á dagskrá núna í vor, að engin mótstæða sé frá stjórnarandstöðu og að málið sé í forræði Seðlabankans. Því skipti því ekki öllu hver sitji í ríkisstjórn þegar komi að því að klára málið.Ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörpBrynjar Níelsson heldur því þó fram að Gylfi sé a misskilja málið. „Til að upplýsa Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum,“ skrifar Brynjar í pistli sínum. „Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.“ Hér má lesa færslu Brynjars í heild sinni;„Gylfi Magnússonar, fyrrum efnahags og viðskiptaráðherra, og dósent í hagfræði, skrifaði pistil þar sem hann upplýsti þjóðina að þessi nauðaómerkilega aðgerð að afnema gjaldeyrishöftin væri nú bara afgreiðslu mál Seðlabankans og hefði ekkert með stjórnmálin að gera. Nú skilur maður af hverju ekkert gerðist í þessum gjaldeyrishaftamálum í tíð síðustu ríkisstjórnar.Til upplýsinga fyrir Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum. Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.Þegar fræðimenn við hagfræðisdeild Háskóla Íslands senda frá sér skrif af þessu tagi er ástæða til að að hafa áhyggjur. Nú bíð ég bara eftir að Þorvaldur Gylfason skrifi nýjar greinar um siðleysi þjóðarinnar að vilja ekki greiða skuldir einkaaðila. Kannski gætu samkennarar hans, Gylfi og Þórólfur, verið meðhöfundar.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Brynjar Níelsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýnir Gylfa Magnússon, fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra og dósent við Háskóla Íslands, harðlega á Facebook síðu sinni og segir að hann eigi að fara oftar út af skólalóðinni. Í gær fór Gylfi yfir fjögur af þeim málum sem ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks hefur notað sér til stuðnings fyrir áframhaldandi setu og segir það ekki standast skoðun að þeir þurfi að sitja svo mánuðum skipti vegna þeirra. Fyrsta mál á dagskrá hjá honum var afnám gjaldeyrishafta en hann benti á að útboð vegna aflandskróna sé á dagskrá núna í vor, að engin mótstæða sé frá stjórnarandstöðu og að málið sé í forræði Seðlabankans. Því skipti því ekki öllu hver sitji í ríkisstjórn þegar komi að því að klára málið.Ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörpBrynjar Níelsson heldur því þó fram að Gylfi sé a misskilja málið. „Til að upplýsa Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum,“ skrifar Brynjar í pistli sínum. „Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.“ Hér má lesa færslu Brynjars í heild sinni;„Gylfi Magnússonar, fyrrum efnahags og viðskiptaráðherra, og dósent í hagfræði, skrifaði pistil þar sem hann upplýsti þjóðina að þessi nauðaómerkilega aðgerð að afnema gjaldeyrishöftin væri nú bara afgreiðslu mál Seðlabankans og hefði ekkert með stjórnmálin að gera. Nú skilur maður af hverju ekkert gerðist í þessum gjaldeyrishaftamálum í tíð síðustu ríkisstjórnar.Til upplýsinga fyrir Gylfa þá er ekki búið að leggja fram öll nauðsynleg frumvörp í þinginu til að aflétta höftunum. Einnig að í aðgerðum sem þessum þarf að taka pólitískar ákvarðanir og hafa pólitíska forystu svo þau verði til lykta leidd. En þetta skilja kannski ekki menn sem sjaldan fara út fyrir skólalóðina.Þegar fræðimenn við hagfræðisdeild Háskóla Íslands senda frá sér skrif af þessu tagi er ástæða til að að hafa áhyggjur. Nú bíð ég bara eftir að Þorvaldur Gylfason skrifi nýjar greinar um siðleysi þjóðarinnar að vilja ekki greiða skuldir einkaaðila. Kannski gætu samkennarar hans, Gylfi og Þórólfur, verið meðhöfundar.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32