Útivistarsýning Kia á laugardag Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 13:45 Kia Sorento Arctic Edition er með 24 cm undir lægsta punkt. Kia verður með útivistarsýningu á laugardaginn, 9. apríl kl. 12-16 hjá bílaumboðinu Öskju að Krókhálsi 11. Þar verður m.a. frumsýnd ný og breytt útfærsla af Kia Sorento sem nefnist Arctic Edition og er tilvalinn í útivistina, veiðina og ferðalögin. Arctic Edition er upphækkaður, með lengda dempara, aukið beygjurými og kemur á sérstökum 32” Trail Country dekkjum. Bíllinn er 200 hestöfl, með 24 cm veghæð og hefur tveggja tonna dráttargetu. Kia Sorento Arctic Edition er fáanlegur 7 manna. Þegar Kia Sorento er breytt fyrir 32 tommu dekk í þessari útfærslu er hann eingöngu hækkaður á fjöðrun. Bíllinn heldur því upprunalegum aksturseiginleikum sínum en hærra verður undir lægsta punkt. Þessi breyting er mjög góður kostur fyrir þá sem ekki hyggja á erfiðar vetrarferðir en vilja komast um fjallvegi án þess að reka bílinn niður. Hann getur því óhikað mætt nýjum og spennandi áskorunum, hvort sem er á sléttum vegum eða grófari slóðum. Auk þess að hækka undir lægsta punkt verður bíllinn með aukið veggrip og býður upp á mýkri akstur á grófum vegum. Bíllinn verður auk þess stöðugri. Auk frumsýningar á Kia Sorento Arctic Edition verða aðrir bílar úr Kia fjölskyldunni til sýnis m.a. rafbíllinn Kia Soul EV og hinir nýju Kia Sportage og Optima sem hlutu á dögunum hin eftirsóttu Red Dot verðlaun fyrir flotta hönnun í sínum flokkum. Arctic Trucks sýna fjórhjól, torfæruhjól og nýjan buggy-bíl frá Yamaha. Veiðihornið kynnir vortilboð og veiðivörur frá Sage og Simms og fjallahjól frá GÁP verða á staðnum. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent
Kia verður með útivistarsýningu á laugardaginn, 9. apríl kl. 12-16 hjá bílaumboðinu Öskju að Krókhálsi 11. Þar verður m.a. frumsýnd ný og breytt útfærsla af Kia Sorento sem nefnist Arctic Edition og er tilvalinn í útivistina, veiðina og ferðalögin. Arctic Edition er upphækkaður, með lengda dempara, aukið beygjurými og kemur á sérstökum 32” Trail Country dekkjum. Bíllinn er 200 hestöfl, með 24 cm veghæð og hefur tveggja tonna dráttargetu. Kia Sorento Arctic Edition er fáanlegur 7 manna. Þegar Kia Sorento er breytt fyrir 32 tommu dekk í þessari útfærslu er hann eingöngu hækkaður á fjöðrun. Bíllinn heldur því upprunalegum aksturseiginleikum sínum en hærra verður undir lægsta punkt. Þessi breyting er mjög góður kostur fyrir þá sem ekki hyggja á erfiðar vetrarferðir en vilja komast um fjallvegi án þess að reka bílinn niður. Hann getur því óhikað mætt nýjum og spennandi áskorunum, hvort sem er á sléttum vegum eða grófari slóðum. Auk þess að hækka undir lægsta punkt verður bíllinn með aukið veggrip og býður upp á mýkri akstur á grófum vegum. Bíllinn verður auk þess stöðugri. Auk frumsýningar á Kia Sorento Arctic Edition verða aðrir bílar úr Kia fjölskyldunni til sýnis m.a. rafbíllinn Kia Soul EV og hinir nýju Kia Sportage og Optima sem hlutu á dögunum hin eftirsóttu Red Dot verðlaun fyrir flotta hönnun í sínum flokkum. Arctic Trucks sýna fjórhjól, torfæruhjól og nýjan buggy-bíl frá Yamaha. Veiðihornið kynnir vortilboð og veiðivörur frá Sage og Simms og fjallahjól frá GÁP verða á staðnum.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent