Snorri gæti sloppið við að fara í aðgerð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. apríl 2016 06:30 Framhaldið ræðst hjá Snorra í dag. fréttablaðið/anton brink „Það er auðvitað hundfúlt að meiðast svona en það er lítið við þessu að gera. Svona er sportið,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, en hann ristarbrotnaði í leiknum gegn Noregi á þriðjudag. „Ég veit eiginlega ekki hvernig þetta gerðist. Ég var að hlaupa til baka og virðist hafa rekist í annan mann og komið eitthvað vitlaust niður. Það er afar sérstakt að meiðast svona en það hefur nú loðað við mig að lenda í sérstökum meiðslum þá sjaldan ég meiðist. Ég hef verið heppinn hvað meiðsli varðar í gegnum tíðina.“ Farið var með Snorra upp á sjúkrahús í Þrándheimi þar sem í ljós kom að hann var ristarbrotinn. Læknir landsliðsins, Brynjólfur Jónsson, mun skoða myndirnar af Snorra og svo hitta hann í dag til þess að ákveða framhaldið. „Það á eftir að taka ákvörðun með framhaldið en við förum yfir þetta saman og í samráði við félag mitt í Frakklandi. Það lítur út fyrir að ég gæti sloppið við aðgerð en þó ekki hægt að fullyrða um það á þessari stundu. Það þarf að skoða þetta allt betur áður,“ segir Snorri en læknar segja að þetta geti þýtt að hann verði frá í að minnsta kosti átta til tíu vikur. Snorri er þó vongóður um að hann geti snúið fyrr til baka. „Ég held í vonina um að ná einhverjum leik eða leikjum á þessum mánuði sem er eftir af tímabilinu. Svo eru auðvitað mikilvægir leikir með landsliðinu í júní sem ég vil helst taka þátt í. Ég reyni að vera jákvæður og vonandi fæ ég einhver jákvæð svör eftir fundi mína með lækninum.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
„Það er auðvitað hundfúlt að meiðast svona en það er lítið við þessu að gera. Svona er sportið,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, en hann ristarbrotnaði í leiknum gegn Noregi á þriðjudag. „Ég veit eiginlega ekki hvernig þetta gerðist. Ég var að hlaupa til baka og virðist hafa rekist í annan mann og komið eitthvað vitlaust niður. Það er afar sérstakt að meiðast svona en það hefur nú loðað við mig að lenda í sérstökum meiðslum þá sjaldan ég meiðist. Ég hef verið heppinn hvað meiðsli varðar í gegnum tíðina.“ Farið var með Snorra upp á sjúkrahús í Þrándheimi þar sem í ljós kom að hann var ristarbrotinn. Læknir landsliðsins, Brynjólfur Jónsson, mun skoða myndirnar af Snorra og svo hitta hann í dag til þess að ákveða framhaldið. „Það á eftir að taka ákvörðun með framhaldið en við förum yfir þetta saman og í samráði við félag mitt í Frakklandi. Það lítur út fyrir að ég gæti sloppið við aðgerð en þó ekki hægt að fullyrða um það á þessari stundu. Það þarf að skoða þetta allt betur áður,“ segir Snorri en læknar segja að þetta geti þýtt að hann verði frá í að minnsta kosti átta til tíu vikur. Snorri er þó vongóður um að hann geti snúið fyrr til baka. „Ég held í vonina um að ná einhverjum leik eða leikjum á þessum mánuði sem er eftir af tímabilinu. Svo eru auðvitað mikilvægir leikir með landsliðinu í júní sem ég vil helst taka þátt í. Ég reyni að vera jákvæður og vonandi fæ ég einhver jákvæð svör eftir fundi mína með lækninum.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira