Mynd sem sýnir fyrirsætuna Avery Blanchard standa upp við vegg þótti ekki við hæfi þar sem handleggir hennar og mitti séu of grannt og í röngum hlutföllum við höfuð og neðri part líkamans. Þar af leiðandi sé auglýsingamyndin óábyrg að mati ASA og Gucci gert að taka myndina úr birtingu.
Sömuleiðis var önnur mynd úr sömu herferð gagnrýnd fyrir sömu sakir og Gucci gert að taka einnig úr birtingu.
Tískuhúsið var ekki sammála þessum niðurstöðum ASA en þurfa engu að síður að taka þessar myndir úr birtingu og eiga að passa upp þetta enn frekar í framtíðinni að mati ASA.
