Gamalt kjarnorkuver að Tesla bílaverksmiðju? Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 14:48 Fessenheim kjarnorkuverið í Alsace í Frakklandi. Ségoléne Royal sem fer með orkumál fyrir frönsk yfirvöld hefur stungið uppá því við Elon Musk, forstjóra og eiganda Tesla rafbílaframleiðandans, að gamalt kjarnorkuver í Frakklandi gæti hentað ágætlega sem verksmiðja Tesla. Musk er að leita að hentugum stað í Evrópu til að smíða Tesla bíla fyrir Evrópumarkað og á ferð sinni í Frakklandi í janúar viðraði hann þessa ósk sína og að draumastaðsetningin væri í Alsace héraði í Frakklandi vegna landfræðilegrar legu. Kjarnorkuverið er einmitt staðsett í Alsace, svo til mitt á milli Strasbourg og Basel í Sviss. Alsace héraðið á landamæri að bæði Þýskalandi og Sviss og væri því heppilegur dreifingastaður fyrir Tesla bíla. Kjarnorkuverið sem um ræðir er í Fessenheim og til stendur að leggja það niður í ár, enda er það elsta nústarfandi kjarnorkuver í Frakklandi. Einhvern tíma tekur þó að ganga svo frá verinu að hægt verði að breyta því í bílaverksmiðju og það gæti fælt Elon Musk frá þessari tillögu Ségoléne Royal. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent
Ségoléne Royal sem fer með orkumál fyrir frönsk yfirvöld hefur stungið uppá því við Elon Musk, forstjóra og eiganda Tesla rafbílaframleiðandans, að gamalt kjarnorkuver í Frakklandi gæti hentað ágætlega sem verksmiðja Tesla. Musk er að leita að hentugum stað í Evrópu til að smíða Tesla bíla fyrir Evrópumarkað og á ferð sinni í Frakklandi í janúar viðraði hann þessa ósk sína og að draumastaðsetningin væri í Alsace héraði í Frakklandi vegna landfræðilegrar legu. Kjarnorkuverið er einmitt staðsett í Alsace, svo til mitt á milli Strasbourg og Basel í Sviss. Alsace héraðið á landamæri að bæði Þýskalandi og Sviss og væri því heppilegur dreifingastaður fyrir Tesla bíla. Kjarnorkuverið sem um ræðir er í Fessenheim og til stendur að leggja það niður í ár, enda er það elsta nústarfandi kjarnorkuver í Frakklandi. Einhvern tíma tekur þó að ganga svo frá verinu að hægt verði að breyta því í bílaverksmiðju og það gæti fælt Elon Musk frá þessari tillögu Ségoléne Royal.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent