Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 22-19 | Fram tryggði heimavallarréttinn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. apríl 2016 21:30 Morgan Marie McDonald, leikmaður Vals. Vísir/Ernir Fram tryggði sér þriðja sæti Olís deildar kvenna og heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þegar liðið lagði Val 22-19 á heimavelli í lokaumferðinni í kvöld. Valur var 11-10 yfir í hálfleik en fyrri hálfleikur var mjög jafn og spennandi allan tímann. Mikil barátta var í leiknum og var nokkurs konar úrslitakeppnisbragur yfir leiknum. Áhorfendur létu vel í sér heyra og leikmenn lögðu allt í sölurnar. Hefði Valur unnið leikinn hefði liðið tryggt sér heimavallarrétt í fyrstu umferðinni og það gegn Fram. Valur byrjaði seinni hálfleikinn eins og ekkert annað kæmi til greina hjá liðinu. Valur skoraði fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiks og náði fimm marka forystu og neyddu Stefán Arnarson þjálfara Fram til að taka leikhlé. Stefán náði að vekja sína leikmenn af blundinum því Fram skoraði sex næstu mörk leiksins og komst yfir. Fram lék frábæra vörn það sem eftir lifði leiks og skoraði Valur aðeins þrjú mörk á rúmlega 25 mínútum. Engu að síður var mikil spenna í leiknum og þá ekki síst þar sem Valur reyndi að keyra upp hraðann en liðið gerði sig sekt um of mörk mistök í sókninni og Fram landaði sanngjörnum sigri að lokum. Eins og fyrr segir var vörnin hjá Fram frábær. Markverðir liðsins vörðu vel og Ragnheiður Júlíusdóttir fór mikinn í sókninni og lét það ekki stöðva sig því Valur reyndi að taka hana úr umferð stóran hluta leiksins. Berglind Íris Hansdóttir stóð sig að vanda vel í marki Vals fyrir aftan fína vörnina en sóknarleikurinn brást liðinu og þarf liðið finna lausnir á því fyrir úrslitakeppnina þar sem Valur mætir Stjörnunni í fyrstu umferðinni. Fram mætir ÍBV í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku. Ragnheiður: Erum á góðri siglingu„Það er gríðarlega mikilvægt að hafa heimaleikjarétt. Við mætum ÍBV og það er gríðarlega erfitt að fara til Eyja,“ sagði stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir sem skoraði 10 mörk fyrir Fram í kvöld. „Við förum á góðri siglingu inn í úrslitakeppnina. Það er ótrúlega góð stemning í liðinu og vörnin frábær.“ Valur komst í 15-10 í byrjun seinni hálfleiks en eftir að Fram tók leikhlé snérist leikurinn við. „Við tökum leikhlé og ræðum málin. Svo kemur frábær kafli þar sem við komumst yfir. Við gáfum ennþá meira í. „Við keyrðum á þær og spiluðum betri vörn. Við hlupum ekki nógu vel til baka í fyrri hálfleik og þær fengu nokkur hraðaupphlaup. Við hlupum betur til baka í seinni hálfleik og náðum að snúa því þær eru fljótar að taka miðjuna,“ sagði Ragnheiður. Alfreð: Komum tilbúnar til leiks„Það væri rosalega gott að vita svarið við því,“ sagð Alfreð Örn Finnsson þjálfari Vals aðspurður hvað hafi breyst hjá liði hans sem skoraði aðeins þrjú mörk 25 síðustu mínútur leiksins. „Fyrri hálfleikurinn var stál í stál og mjög skemmtilegur. Svo komum við afslappaðar út úr hálfleiknum og náum þessari fimm marka forystu og það var synd að sjá eftir því á örskömmum tíma. „Mér fannst við vera sjálfum okkur verstar í þessum leik. Við erum að flýta okkur of mikið. Það er einhver herslumunur sem vantar,“ sagði Alfreð. Tapið þýðir að Valur endar deildarkeppnina í fimmta sæti og mætir Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Okkar markmið var að ná heimavallarrétti og það er svekkjandi að sjá eftir því. Það er gaman að fara í úrslitakeppni og deildin er mjög jöfn. „Það skiptir ekki öllu máli hvort maður mæti Stjörnunni, Fram eða ÍBV. Þetta eru allt erfiðir leikir. „Við förum inn sem liðið í fimmta sæti og samkvæmt því eigum við undir högg að sækja.“ Þrátt fyrir tap í kvöld hefur Alfreð engar áhyggjur af liði sínu þegar í úrslitakeppnina er komið. „Við spiluðum frábærlega stóran hluta leiksins og töpuðum fyrir mjög sterku Framliði með litlum mun. „Við erum alls ekki að spila kjánalega. Þetta er reynslumikið lið sem kemur tilbúið til leiks.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira
Fram tryggði sér þriðja sæti Olís deildar kvenna og heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þegar liðið lagði Val 22-19 á heimavelli í lokaumferðinni í kvöld. Valur var 11-10 yfir í hálfleik en fyrri hálfleikur var mjög jafn og spennandi allan tímann. Mikil barátta var í leiknum og var nokkurs konar úrslitakeppnisbragur yfir leiknum. Áhorfendur létu vel í sér heyra og leikmenn lögðu allt í sölurnar. Hefði Valur unnið leikinn hefði liðið tryggt sér heimavallarrétt í fyrstu umferðinni og það gegn Fram. Valur byrjaði seinni hálfleikinn eins og ekkert annað kæmi til greina hjá liðinu. Valur skoraði fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiks og náði fimm marka forystu og neyddu Stefán Arnarson þjálfara Fram til að taka leikhlé. Stefán náði að vekja sína leikmenn af blundinum því Fram skoraði sex næstu mörk leiksins og komst yfir. Fram lék frábæra vörn það sem eftir lifði leiks og skoraði Valur aðeins þrjú mörk á rúmlega 25 mínútum. Engu að síður var mikil spenna í leiknum og þá ekki síst þar sem Valur reyndi að keyra upp hraðann en liðið gerði sig sekt um of mörk mistök í sókninni og Fram landaði sanngjörnum sigri að lokum. Eins og fyrr segir var vörnin hjá Fram frábær. Markverðir liðsins vörðu vel og Ragnheiður Júlíusdóttir fór mikinn í sókninni og lét það ekki stöðva sig því Valur reyndi að taka hana úr umferð stóran hluta leiksins. Berglind Íris Hansdóttir stóð sig að vanda vel í marki Vals fyrir aftan fína vörnina en sóknarleikurinn brást liðinu og þarf liðið finna lausnir á því fyrir úrslitakeppnina þar sem Valur mætir Stjörnunni í fyrstu umferðinni. Fram mætir ÍBV í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku. Ragnheiður: Erum á góðri siglingu„Það er gríðarlega mikilvægt að hafa heimaleikjarétt. Við mætum ÍBV og það er gríðarlega erfitt að fara til Eyja,“ sagði stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir sem skoraði 10 mörk fyrir Fram í kvöld. „Við förum á góðri siglingu inn í úrslitakeppnina. Það er ótrúlega góð stemning í liðinu og vörnin frábær.“ Valur komst í 15-10 í byrjun seinni hálfleiks en eftir að Fram tók leikhlé snérist leikurinn við. „Við tökum leikhlé og ræðum málin. Svo kemur frábær kafli þar sem við komumst yfir. Við gáfum ennþá meira í. „Við keyrðum á þær og spiluðum betri vörn. Við hlupum ekki nógu vel til baka í fyrri hálfleik og þær fengu nokkur hraðaupphlaup. Við hlupum betur til baka í seinni hálfleik og náðum að snúa því þær eru fljótar að taka miðjuna,“ sagði Ragnheiður. Alfreð: Komum tilbúnar til leiks„Það væri rosalega gott að vita svarið við því,“ sagð Alfreð Örn Finnsson þjálfari Vals aðspurður hvað hafi breyst hjá liði hans sem skoraði aðeins þrjú mörk 25 síðustu mínútur leiksins. „Fyrri hálfleikurinn var stál í stál og mjög skemmtilegur. Svo komum við afslappaðar út úr hálfleiknum og náum þessari fimm marka forystu og það var synd að sjá eftir því á örskömmum tíma. „Mér fannst við vera sjálfum okkur verstar í þessum leik. Við erum að flýta okkur of mikið. Það er einhver herslumunur sem vantar,“ sagði Alfreð. Tapið þýðir að Valur endar deildarkeppnina í fimmta sæti og mætir Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Okkar markmið var að ná heimavallarrétti og það er svekkjandi að sjá eftir því. Það er gaman að fara í úrslitakeppni og deildin er mjög jöfn. „Það skiptir ekki öllu máli hvort maður mæti Stjörnunni, Fram eða ÍBV. Þetta eru allt erfiðir leikir. „Við förum inn sem liðið í fimmta sæti og samkvæmt því eigum við undir högg að sækja.“ Þrátt fyrir tap í kvöld hefur Alfreð engar áhyggjur af liði sínu þegar í úrslitakeppnina er komið. „Við spiluðum frábærlega stóran hluta leiksins og töpuðum fyrir mjög sterku Framliði með litlum mun. „Við erum alls ekki að spila kjánalega. Þetta er reynslumikið lið sem kemur tilbúið til leiks.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira