Chevrolet Volt slær við Nissan Leaf í BNA Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 12:45 Volt hefur selst alls í 92.737 eintökum en Leaf í 92.522 í Bandaríkjunum frá komu þeirra beggja. Í síðasta mánuði seldist Chevrolet Volt mun betur en Nissan Leaf í Bandaríkjunum. Volt seldist í 1.865 eintökum en Leaf í 1.246. Það sem af er liðið ári hafa 3.987 Volt selst en 2.931 Leaf. Chevrolet Volt er tiltölulega nýkominn af nýrri kynslóð og það skýrir betri sölu hans um þessar mundir. Sala Volt er reyndar 113% meiri á fyrstu 3 mánuðum ársins nú en í fyrra. Sala Nissan Leaf var 4.085 bílar í fyrra og því hefur sala hans fallið um 28% á árinu. Það mun breytast afar fljótt með nýrri úgáfu bílsins, en Chevrolet nýtur á meðan og þeir kaupendur sem kjósa sér rafmagnsbíla velja hann fremur en Leaf og skýrir það vel hve þróunin er hröð í svona bílum. Sala Volt og Leaf hefur verið ámóta þau 5 ár sem bílarnir hafa verið á markaði, en Volt hefur selst alls í 92.737 eintökum en Leaf í 92.522. Þetta eru ekki háar tölur þegar horft er til þess að í fyrra seldust meira en 17 milljón bílar í Bandaríkjunum og ef til vill lýsandi fyrir hve erfitt reynist að höfða til Bandaríkjamanna með umhverfisvæna bíla sem byggja á nýrri tækni. Þar stendur bæði Evrópa og Kína mun framar. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Í síðasta mánuði seldist Chevrolet Volt mun betur en Nissan Leaf í Bandaríkjunum. Volt seldist í 1.865 eintökum en Leaf í 1.246. Það sem af er liðið ári hafa 3.987 Volt selst en 2.931 Leaf. Chevrolet Volt er tiltölulega nýkominn af nýrri kynslóð og það skýrir betri sölu hans um þessar mundir. Sala Volt er reyndar 113% meiri á fyrstu 3 mánuðum ársins nú en í fyrra. Sala Nissan Leaf var 4.085 bílar í fyrra og því hefur sala hans fallið um 28% á árinu. Það mun breytast afar fljótt með nýrri úgáfu bílsins, en Chevrolet nýtur á meðan og þeir kaupendur sem kjósa sér rafmagnsbíla velja hann fremur en Leaf og skýrir það vel hve þróunin er hröð í svona bílum. Sala Volt og Leaf hefur verið ámóta þau 5 ár sem bílarnir hafa verið á markaði, en Volt hefur selst alls í 92.737 eintökum en Leaf í 92.522. Þetta eru ekki háar tölur þegar horft er til þess að í fyrra seldust meira en 17 milljón bílar í Bandaríkjunum og ef til vill lýsandi fyrir hve erfitt reynist að höfða til Bandaríkjamanna með umhverfisvæna bíla sem byggja á nýrri tækni. Þar stendur bæði Evrópa og Kína mun framar.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent