Volkswagen bætir í jepplingaflóruna Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2016 15:15 Volkswagen er eitt þeirra fyrirtækja sem ætla að nýta sér þann mikla áhuga sem er á smáum jepplingum í dag og sýndi þennan smáa jeppling, T-Cross Breeze, í síðasta mánuði í Genf. Hann er á stærð við VW Polo en ef til vill það merkilegasta við hann er að hann er blæjubíll og fær því nafnið Breeze í endann. Ytri hönnun bílsins minnir um margt á nýjan Tiguan jeppling sem von er á fljótlega, en þó er grillið stærra og ljósin minni og það eru LED-ljós hringinn í kringum þokuljósin. Þó þessi jepplingur sé smár er hann með 300 lítra skott. Bíllinn er aðeins 4,133 metra langur, 1,798 m breiður og 1,563 m hár. Í bílnum er 300 watta Beats Audio hljóðkerfi og kannski veitir ekki af með blæjuna niðri. Með 1,0 lítra vél og 7 gíra sjálfskiptinguLítil 1,0 lítra forþjöppudrifin bensínvél er í bílnum, 110 hestöfl með 175 Nm tog. Sjö gíra sjálfskipting er tengd við vélina og er hún með tveimur kúplingum. Bíllinn eyðir 5 lítrum og mengunin er 115 g/km. Með 40 lítra eldsneytistank er hægt að aka T-Cross 800 kílómetra á tankfylli. T-Cross vegur aðeins 1.250 kíló, er 10,3 sekúndur í 100 og með hámarkshraðann 188 km/klst. Volkswagen ætlar einnig að koma með jeppling á markað sem verður í sama stærðarflokki og VW Golf og verða þá smáir jepplingar fyrirtækisins orðnir þrír. Verður sá bíll byggður á hugmyndabílnum T-Roc concept. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent
Volkswagen er eitt þeirra fyrirtækja sem ætla að nýta sér þann mikla áhuga sem er á smáum jepplingum í dag og sýndi þennan smáa jeppling, T-Cross Breeze, í síðasta mánuði í Genf. Hann er á stærð við VW Polo en ef til vill það merkilegasta við hann er að hann er blæjubíll og fær því nafnið Breeze í endann. Ytri hönnun bílsins minnir um margt á nýjan Tiguan jeppling sem von er á fljótlega, en þó er grillið stærra og ljósin minni og það eru LED-ljós hringinn í kringum þokuljósin. Þó þessi jepplingur sé smár er hann með 300 lítra skott. Bíllinn er aðeins 4,133 metra langur, 1,798 m breiður og 1,563 m hár. Í bílnum er 300 watta Beats Audio hljóðkerfi og kannski veitir ekki af með blæjuna niðri. Með 1,0 lítra vél og 7 gíra sjálfskiptinguLítil 1,0 lítra forþjöppudrifin bensínvél er í bílnum, 110 hestöfl með 175 Nm tog. Sjö gíra sjálfskipting er tengd við vélina og er hún með tveimur kúplingum. Bíllinn eyðir 5 lítrum og mengunin er 115 g/km. Með 40 lítra eldsneytistank er hægt að aka T-Cross 800 kílómetra á tankfylli. T-Cross vegur aðeins 1.250 kíló, er 10,3 sekúndur í 100 og með hámarkshraðann 188 km/klst. Volkswagen ætlar einnig að koma með jeppling á markað sem verður í sama stærðarflokki og VW Golf og verða þá smáir jepplingar fyrirtækisins orðnir þrír. Verður sá bíll byggður á hugmyndabílnum T-Roc concept.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent