Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 11:56 Stjórnarandstaðan mun ekki aðeins leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans heldur einnig tillögu um þingrof og kosningar. Að sögn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, verður um eina tillögu að ræða þar sem þetta tvennt verður lagt til en þing kemur saman klukkan 15 í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að tillagan verði í að minnsta kosti tveimur liðum og þá geti verið að fram fari atkvæðagreiðslur á þingi um hvern lið tillögunnar en ekki bara tillöguna sem heild. Það á þó eftir að koma í ljós. Um tillögu til þingsályktunar er að ræða og verður henni dreift á þingi síðar í dag. Stjórnarandstaðan mun funda klukkan 14 áður en þingfundur hefst en í samtali við Vísi í dag sagðist Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, vonast til þess að Sigmundur Davíð muni segja af sér áður en þing kemur saman í dag. Samkvæmt dagskrá þingsins á forsætisráðherra að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag klukkan 15. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, átti einnig að sitja fyrir svörum en hann komst ekki til landsins á tilætluðum tíma og mætir því ekki á þingfund í dag. Mikil ólga er í samfélaginu vegna frétta gærdagsins um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum. Þar ber mál Sigmundar Davíðs hæst en tengsl hans við aflandsfélagið Wintris hafa vakið heimsathygli. Mörg þúsund manns hafa boðað komu sín á mótmæli á Austurvelli í dag og þá hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ákveðið að flýta komu sinni til landsins en hann hefur verið erlendis í einkaerindum að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum Vildi ekki ræða við fjölmiðla fyrir þingflokksfund. 4. apríl 2016 10:30 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Stjórnarandstaðan mun ekki aðeins leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans heldur einnig tillögu um þingrof og kosningar. Að sögn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, verður um eina tillögu að ræða þar sem þetta tvennt verður lagt til en þing kemur saman klukkan 15 í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að tillagan verði í að minnsta kosti tveimur liðum og þá geti verið að fram fari atkvæðagreiðslur á þingi um hvern lið tillögunnar en ekki bara tillöguna sem heild. Það á þó eftir að koma í ljós. Um tillögu til þingsályktunar er að ræða og verður henni dreift á þingi síðar í dag. Stjórnarandstaðan mun funda klukkan 14 áður en þingfundur hefst en í samtali við Vísi í dag sagðist Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, vonast til þess að Sigmundur Davíð muni segja af sér áður en þing kemur saman í dag. Samkvæmt dagskrá þingsins á forsætisráðherra að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag klukkan 15. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, átti einnig að sitja fyrir svörum en hann komst ekki til landsins á tilætluðum tíma og mætir því ekki á þingfund í dag. Mikil ólga er í samfélaginu vegna frétta gærdagsins um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum. Þar ber mál Sigmundar Davíðs hæst en tengsl hans við aflandsfélagið Wintris hafa vakið heimsathygli. Mörg þúsund manns hafa boðað komu sín á mótmæli á Austurvelli í dag og þá hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ákveðið að flýta komu sinni til landsins en hann hefur verið erlendis í einkaerindum að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum Vildi ekki ræða við fjölmiðla fyrir þingflokksfund. 4. apríl 2016 10:30 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum Vildi ekki ræða við fjölmiðla fyrir þingflokksfund. 4. apríl 2016 10:30
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48