Tesla Model 3 markar tímamót í rafbílavæðingunni Ásgeir Erlendsson skrifar 2. apríl 2016 19:30 Nýr rafbíll frá Teslu sem kynntur var í Bandaríkjunum er talinn marka straumhvörf í rafbílavæðingu heimsins en nú þegar hafa 250 þúsund eintök verið pöntuð í forsölu. Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að stjórnvöld verði að liðka til við uppbyggingu á innviðum tengdum slíkum bílum. Eftirvæntingin var mikil þegar Tesla kynnti Model 3, nýjustu afurð sína, á blaðamannafundi í vikunni. Þessi útgáfa er ætluð almenningi og kemur til með að kosta 35.000 dollara eða sem samsvarar 4,3 milljónum króna. Forstjóri Tesla fullyrti að bílinn væri sá besti sem hægt yrði að kaupa fyrir þennan pening í heiminum. Fjölmargir lögðu það á sig að bíða tímunum saman fyrir utan ráðstefnusalinn til að berja bílinn augum og aðdáendur greiddu 1.000 dollara staðfestingargjald fyrir bílinn án þess að hafa séð hann. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir kynningu Teslu á bílnum vera til marks um hraða þróun í rafbílum. „Drægið þeirra er að aukast alltaf með hverri kynslóð sem kemur á markað. Þetta er mjög þróun í dræginu á batteríinu. Við verðum að hugsa það mjög vel hvar við ætlum að setja niður hleðslustöðvarnar.“ Á síðasta ári var metfjöldi í sölu rafbíla hér á landi og fjölgunin á slíkum bílum hefur verið hröð að undanförnu. Fjölgunina megi rekja til þess að rafbílar eru undanþegnir virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum. „Við erum að sjá núna að það eru komnir á milli sex og sjöundruð rafbílar á göturnar. Það hefur gerst á allra síðustu árum.“Hversu vel erum við að standa okkur að fjárfesta í innviðum, þ.e að gera fólki kleyft að eiga rafbíla og geta ferðast á þeim hvert á land sem er? „Það vantar svolítið mikið upp á það ennþá. Það er reyndar búið að setja upp hraðhleðslustöðvar á vissum stöðum. Það þarf að bæta vel í þar.“Hvað með stjórnvöld, geta þau brugðist við með einhverjum hætti? „Þau hafa brugðist við nú þegar með niðurfellingu á virðisaukaskattinum. Það er ansi stórt skref. Spurningin er hvað það verður lengi. Stjórnvöld eiga að gefa fordæmi og liðka til við slíka þróun sem við þurfum að fara í til að bæta innviðina hér á landi.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Nýr rafbíll frá Teslu sem kynntur var í Bandaríkjunum er talinn marka straumhvörf í rafbílavæðingu heimsins en nú þegar hafa 250 þúsund eintök verið pöntuð í forsölu. Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að stjórnvöld verði að liðka til við uppbyggingu á innviðum tengdum slíkum bílum. Eftirvæntingin var mikil þegar Tesla kynnti Model 3, nýjustu afurð sína, á blaðamannafundi í vikunni. Þessi útgáfa er ætluð almenningi og kemur til með að kosta 35.000 dollara eða sem samsvarar 4,3 milljónum króna. Forstjóri Tesla fullyrti að bílinn væri sá besti sem hægt yrði að kaupa fyrir þennan pening í heiminum. Fjölmargir lögðu það á sig að bíða tímunum saman fyrir utan ráðstefnusalinn til að berja bílinn augum og aðdáendur greiddu 1.000 dollara staðfestingargjald fyrir bílinn án þess að hafa séð hann. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir kynningu Teslu á bílnum vera til marks um hraða þróun í rafbílum. „Drægið þeirra er að aukast alltaf með hverri kynslóð sem kemur á markað. Þetta er mjög þróun í dræginu á batteríinu. Við verðum að hugsa það mjög vel hvar við ætlum að setja niður hleðslustöðvarnar.“ Á síðasta ári var metfjöldi í sölu rafbíla hér á landi og fjölgunin á slíkum bílum hefur verið hröð að undanförnu. Fjölgunina megi rekja til þess að rafbílar eru undanþegnir virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum. „Við erum að sjá núna að það eru komnir á milli sex og sjöundruð rafbílar á göturnar. Það hefur gerst á allra síðustu árum.“Hversu vel erum við að standa okkur að fjárfesta í innviðum, þ.e að gera fólki kleyft að eiga rafbíla og geta ferðast á þeim hvert á land sem er? „Það vantar svolítið mikið upp á það ennþá. Það er reyndar búið að setja upp hraðhleðslustöðvar á vissum stöðum. Það þarf að bæta vel í þar.“Hvað með stjórnvöld, geta þau brugðist við með einhverjum hætti? „Þau hafa brugðist við nú þegar með niðurfellingu á virðisaukaskattinum. Það er ansi stórt skref. Spurningin er hvað það verður lengi. Stjórnvöld eiga að gefa fordæmi og liðka til við slíka þróun sem við þurfum að fara í til að bæta innviðina hér á landi.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira