Send aftur til Sýrlands Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. apríl 2016 07:00 Flóttafólk kemur til grísku eyjunnar Lesbos eftir að hafa siglt yfir sundið frá Tyrklandi. Nordicphotos/AFP Tyrkir senda allt að hundrað flóttamenn daglega aftur yfir landamærin til Sýrlands. Þar á meðal hafa verið bæði barnshafandi konur og fylgdarlaus börn. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja þetta hafa viðgengist vikum saman og nauðungarflutningar af þessu tagi brjóti algerlega í bága við bæði alþjóðareglur, reglur Evrópusambandsins og tyrknesk lög. Þá hélt breska blaðið The Times því fram nú í vikunni að tyrkneskir landamæraverðir hafi skotið á Sýrlendinga sem reyndu að komast yfir landamærin frá Sýrlandi til Tyrklands. Sextán manns hafi fallið fyrir byssukúlum Tyrkja. Á grísku eyjunum næst Tyrklandi sitja síðan þúsundir flóttamanna fastir, því samkvæmt samkomulagi Evrópusambandsins við Tyrkland ber Grikkjum að senda fólkið aftur til Tyrklands. Þeir fyrstu eiga að fara strax á mánudaginn. Allt þangað til Evrópusambandið gerði samning við Tyrkland, þann 20. mars síðastliðinn, höfðu Grikkir flutt flóttafólkið áfram með ferjum yfir til gríska meginlandsins. Þeir sem komið hafa eftir 20. mars þurfa hins vegar að bíða og geta reiknað með að verða sendir aftur til baka yfir til Tyrklands. Hundruð manna hafa flúið úr flóttamannabúðum á eyjunum, þar sem þeir eiga að bíða á meðan mál þeirra eru afgreidd. Amnesty International gagnrýnir harðlega samninginn sem leiðtogar Evrópusambandsins gerðu við Tyrkland í mars. „Í örvæntingu sinni við að loka landamærum sínum, þá hafa leiðtogar Evrópusambandsins vísvitandi litið fram hjá einföldustu staðreynd málsins: Tyrkland er ekki öruggt land fyrir sýrlenska flóttamenn og verður óöruggara með hverjum deginum sem líður,“ segir John Dalhuisen, framkvæmdastjóri Amnesty International í Evrópu og Mið-Asíu. „Þetta er samningur sem ekki er hægt að framfylgja nema af kaldlyndi og með því að sniðganga alþjóðalög af andvaraleysi,“ segir hann í umfjöllun á vef samtakanna. Að sögn Amnesty International eru um 200 þúsund Sýrlendingar, sem hrakist hafa að heiman, komnir að landamærum Tyrklands og hafast þar við í flóttamannabúðum, þar sem aðstæður eru mjög bágbornar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Flóttamenn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Tyrkir senda allt að hundrað flóttamenn daglega aftur yfir landamærin til Sýrlands. Þar á meðal hafa verið bæði barnshafandi konur og fylgdarlaus börn. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja þetta hafa viðgengist vikum saman og nauðungarflutningar af þessu tagi brjóti algerlega í bága við bæði alþjóðareglur, reglur Evrópusambandsins og tyrknesk lög. Þá hélt breska blaðið The Times því fram nú í vikunni að tyrkneskir landamæraverðir hafi skotið á Sýrlendinga sem reyndu að komast yfir landamærin frá Sýrlandi til Tyrklands. Sextán manns hafi fallið fyrir byssukúlum Tyrkja. Á grísku eyjunum næst Tyrklandi sitja síðan þúsundir flóttamanna fastir, því samkvæmt samkomulagi Evrópusambandsins við Tyrkland ber Grikkjum að senda fólkið aftur til Tyrklands. Þeir fyrstu eiga að fara strax á mánudaginn. Allt þangað til Evrópusambandið gerði samning við Tyrkland, þann 20. mars síðastliðinn, höfðu Grikkir flutt flóttafólkið áfram með ferjum yfir til gríska meginlandsins. Þeir sem komið hafa eftir 20. mars þurfa hins vegar að bíða og geta reiknað með að verða sendir aftur til baka yfir til Tyrklands. Hundruð manna hafa flúið úr flóttamannabúðum á eyjunum, þar sem þeir eiga að bíða á meðan mál þeirra eru afgreidd. Amnesty International gagnrýnir harðlega samninginn sem leiðtogar Evrópusambandsins gerðu við Tyrkland í mars. „Í örvæntingu sinni við að loka landamærum sínum, þá hafa leiðtogar Evrópusambandsins vísvitandi litið fram hjá einföldustu staðreynd málsins: Tyrkland er ekki öruggt land fyrir sýrlenska flóttamenn og verður óöruggara með hverjum deginum sem líður,“ segir John Dalhuisen, framkvæmdastjóri Amnesty International í Evrópu og Mið-Asíu. „Þetta er samningur sem ekki er hægt að framfylgja nema af kaldlyndi og með því að sniðganga alþjóðalög af andvaraleysi,“ segir hann í umfjöllun á vef samtakanna. Að sögn Amnesty International eru um 200 þúsund Sýrlendingar, sem hrakist hafa að heiman, komnir að landamærum Tyrklands og hafast þar við í flóttamannabúðum, þar sem aðstæður eru mjög bágbornar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Flóttamenn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira