Sindri fer yfir EM búningana: Franski fallegastur og Írar með allt niðrum sig Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2016 11:00 Sindri þekkir tískuna vel. vísir Evrópumótið í knattspyrnu fer fram í Frakklandi í sumar og stendur mótið yfir frá 10. júní til 10. júlí. Í fyrsta skipti í sögunni er karlalið Íslands með á mótinu og hefur því aldrei verið eins mikil eftirvænting verið fyrir karlamóti í knattspyrnu hér á landi. Stórmót í fótbolta hafa í gegnum tíðina verið eitt allra vinsælasta sjónvarpsefni í heiminum og pælir fólk því mikið í t.d. útliti knattspyrnumannanna. Á dögunum var nýr búningur íslenska landsliðsins frumsýndur og hefur búningurinn fengið misjafna dóma meðal tískusérfræðinga og almennings. Við á Lífinu fengum Sindra Snæ Jensson, knattspyrnumarkvörð, tískumógúl og eiganda fataverslunarinnar Húrra til að greina búninga landsliðanna sem taka þátt á mótinu. Þar kemur meðal annars fram að franski búningurinn sé sá allra fallegasti og að Írar hafi hreinlega gert í buxurnar við hönnun sína á búningi liðsins. Hér að neðan má lesa yfirferð eiganda Húrra sem staðsett er við Hverfisgötu. Frakkland – Algjör sigurvegariFranski búningurinn er stórglæsilegur.„Gestgjafarnir mæta til leiks “dressed to impress”. Bæði aðal og varabúningurinn eru gjörsamlega geggjaðir. Nike heldur sig áfram við einfaldleikann en þó með enn tæknilegri efnum en áður og litavalið er algjörlega til fyrirmyndar. Blái liturinn á aðalbúningnum er algjör negla og dökkbláa röndin í hálsmálinu og á hliðunum rammar búninginn inn, þá eru rauðu sokkarnir það sem setur punktinn yfir i-ið. Þríliti varabúningurinn er svo algjört augnakonfekt, vonandi fáum við að sjá hann í notkun á EM í sumar.“ England: „Með veikan blett fyrir hvítu og nýju“Sindri er nokkuð hrifinn af enska búningnum.„Erum við ekki öll hrifin af hvítum búningum? Ég er allavega með veikan blett fyrir hvítu og nýju Vapor treyjurnar frá Nike eru sturlaðar. Ljósblár liturinn á treyjunni gefur henna aukið virði og dýpt og skapar karakter sem enska treyjan hefur ekki haft undanfarin ár. Áferðin á treyjunni er líka mögnuð í nærmynd en þar má sjá notkun „mesh” efnis á mjög snyrtilegan hátt, einnig notast Nike við nýja „Aeroswift” tækni sem gerir treyjuna enn léttari en áður. Rauðir sokkar líkt og hjá Frakklandi sem setja skemmtilegan svip á búninginn. Varabúningurinn er rauður með bláum sokkum sem kemur einnig virkilega vel út.“ Þýskaland: „Mjög merkileg treyja“Merkilegur fyrir margar sakir.„Þýsku aðalbúningurinn í ár er klassískur, fallegur og merkilegur fyrir margar sakir. Í fyrsta sinn síðan á HM 1962 munu þeir þýsku klæðast svörtum stuttbuxum og svörtum sokkum við hvítu treyjuna. Einnig er þetta í fyrsta sinn sem Adidas færir sínar heimsfrægu þrjár rendur af öxlunum og niður á hliðarnar, mjög áhugaverð þróun. Fánalitir Þýskalands eru svo notaðir mjög smekklega á endann á ermunum. Það sem gerir treyjuna enn áhugaverðari er nánast samlitt lóðrétt graf framan á treyjunni sem sýnir afrek þýska landsliðsins og rekur stöðu liðsins á heimslistanum allt aftur til upphafs knattspyrnunnar. Þá bera Þjóðverjar einnig gyllt merki fyrir miðjum búning sínum til marks um heimsmeistaratitilsins 2014. Varatreyjan er svo sér kafli útaf fyrir sig og hrífur mig ekki. En merkilegt nokk þá er hægt að snúa henna við og nota á röngunni, þá kemur í ljós stórt Adidas merki og þýsku orðin: „Bolzen. Kicken. Pöhlen" Sem er tilvísun í götufótbolta. Mjög merkileg treyja.“ Tyrkland: „Gjörsamlega heltekinn“Tyrkneski og sænski.„Ég er gjörsamlega heltekinn af treyjunum hjá Tyrklandi. Það er hreinlega erfitt að minnast þess að hafa séð álíka treyju en hún sportar einhvers konar Spiderman munstri og rauði liturinn blandast svörtum neðst og sameinast þannig stuttbuxunum. Sokkarnir og stuttbuxurnar eru svartar sem gerir búninginn mjög kraftmikinn og hlakka ég mikið til að sjá t.d. Arda Turan fúlskeggjaðan klæðast búningnum í sumar. Munstrið er innblásið af tyrkneskum arkitektúr og þeim flóknu mosaic munstrum sem Tyrkir eru þekktir fyrir. Varabúningurinn er einnig mjög áhugaverður í túrkís bláum lit og sama munstri.Svíþjóð: „Látlaus og gerir mikið fyrir mig“„Zlatan og félagar mæta til leiks í mjög smekklegum treyjum þetta árið. Klassískur gulur og blár búningur með mjög fallegu O-hálsmáli. Treyjan byggir á sömu hönnun frá Adidas og sú þýska þar sem hinar víðfrægu þrjár rendur eru komnar á hlið treyjunnar í stað axla/erma. Búningurinn er látlaus og gerir mikið fyrir mig.“ Írland – Skelfing: „Hefðu mátt leggja höfuðið aðeins lengur í bleyti“Þessi írski er ekkert spes. Belgar smekklegir og króatíski lengst til vinstri.„Í fyrsta lagi eru Írar í mjög erfiðum riðli og í öðru lagi eru búningarnir þeirra skelfilegir. Það er breski framleiðandinn Umbro sem sér um hönnun og hefðu þeir mátt leggja höfuðið aðeins lengur í bleyti. Leturgerðin sem notuð er fyrir númer og nöfn leikmanna er einhvers konar kelktísk tilvísun sem einfaldlega kolfellur um sjálfa sig. Ég er hrifinn af gamaldags klassískum búningum en þessi nær að vera hvorugt og er einn sá allra versti á EM í ár. Til að toppa þetta allt saman þá þurfa markmenn Írlands að vera í hræðilegum treyjum, ekki gott til að efla sjálfstraustið fyrir fyrsta leik gegn gestgjöfunum í Frakklandi.Króatía: „Sturlaðar, á bókstaflegan og jákvæðan hátt“„Það tók mig langan tíma að gera upp hug minn gagnvart króatísku treyjunum. Niðurstaðan er sú að þær eru sturlaðar, á bókstaflegan og jákvæðan hátt. Hvernig getur það virkað að vera með köflótta treyju og köflótta sokka, veit það ekki, en það virkar. Bæði aðal og varatreyjan er innblásin af hinni margfrægu HM 1998 treyju sem vakti mikla athyli á sínum tíma. Nike hannar treyjurnar og ef vel er að gáð er líkt og treyjan sé fáni sem blaktir í léttum andvara. Varatreyjan er svo í gullfallegum bláum lit og er hún ein fallegasta treyjan á mótinu, notuð með bláum stuttbuxum og bláum sokkum. Eitt er víst að Modric á eftir að líta vel út á EM í sumar.“Belgía: „Stigu stórt gæfuspor“„Djúpir og fallegir litir einkenna búning „Rauðu Djöflana” frá Belgíu. Belgar stigu stórt gæfuspor þegar þeir skiptu yfir til Adidas frá alls óþekkta merkinu Buurda sem hafði séð þeim fyrir treyjum undanfarin ár. Treyjan í ár er mjög sterk og mun meira að segja Fellaini líta út eins og milljón dollarar, það er loforð frá mér. Fánalitirnir sóma sér vel í búningi Belga og Adidas heldur sig við sama þema að setja rendur sínar á hlið búningsins. Varabúningurinn er svo vægast sagt mjög áhugaverður en hann er heiðrar reiðhjólalið & reiðhjólamenningu Belga sem hefur unnið mörg þrekvirkin, fallega ljósblár búningur.“ Ísland: „Tekinn í tímabundna sátt“islenski búningurinn er mjög umdeildur.„Þau hafa verið sögð og rituð mörg orðin um íslensku treyjurnar fyrir Evrópumótið. Umræðan er heit og fólk hefur rétt á sínum skoðunum. Ég er í hópi þeirra sem telja að betur hefði mátt fara í hönnun búningsins. Eftir að hafa séð landsliðið leika gegn Dönum & Grikkjum nú nýlega er ég þó búinn að taka treyjurnar í tímabundna sátt enda ekkert sem ég segi sem breytir útliti þeirra úr þessu. Það sem ég furða mig mest á er tryggðin sem KSÍ heldur við Errea. Ég hef sjálfur notið þess vafasama heiðurs að klæðast Errea æfinga og keppnisfatnaði. Þó merkið sé ítalskt og Ítalir smekklegir með yfirburðum þá eru einfaldlega önnur merki sem standa þeim framar í útliti, gæðum og hönnun. Ég hefði viljað sjá Ísland (stórasta land í heimi) fara “All-In” með Nike eða Adidas og hanna ógleymanlega treyju sem væri svo falleg að hún seldist í bílförmum. Ekki dettur mér í hug að kaupa þessa nýju treyju, en nóg af neikvæðni. Íslenska karlalandsliðið er komið á stórmót í fyrsta sinn, afrek sem ég sá ekki fyrir. Litir treyjunnar eru hefðbundir og visa í fána íslensku þjóðarinnar, skemmtilegt smáatriði er áletrun innan á hálsmáli treyjunnar þar sem stendur: Fyrir Ísland. Hálsmálið á treyjunni er skrýtið og gerir ekki mikið fyrir leikmenn útlitslega. Hvíti varabúningurinn er svo einfaldur og látlaus en skilur ekki mikið eftir sig. Einar verstu treyjurnar á mótinu ásamt Albaníu, Rúmeníu & Rússlandi.“ Áhugaverðar treyjur:Varatreyjan hjá Spáni, mjög tilraunakennd. Varatreyjan hjá Svíþjóð, tilraun til nýsköpunar sem misheppnast algjörlega. Varatreyjan hjá Portúgal. Værir gaman að vita hvað CR7 finnst um þennan græna lit. Aðaltreyjan hjá ítalíu. Vanalega eru Ítalir alveg með þetta en ekki í ár. Leiðinlegt. Albanía er í mjög látlausum og óáhugaverðum treyjum frá Macron. Aðaltreyjan hjá Rússlandi. Einhvers konar tilraunir með veggfóður. Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 Tískan í NBA greind af Sindra Snæ: „Hvað skal gera við Tim Duncan?“ Það er ekki aðeins fylgst með NBA leikmönnum inn á vellinum. 30. apríl 2015 15:45 Könnun: Hvað finnst þér um nýja búning íslenska landsliðsins? Í gær var nýr landsliðsbúningur íslenska landsliðsins í knattspyrnu kynntur til leiks en íslenska karlalandsliðið mun til að mynda leika í búningnum á EM í Frakklandi í sumar. 2. mars 2016 10:05 Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Evrópumótið í knattspyrnu fer fram í Frakklandi í sumar og stendur mótið yfir frá 10. júní til 10. júlí. Í fyrsta skipti í sögunni er karlalið Íslands með á mótinu og hefur því aldrei verið eins mikil eftirvænting verið fyrir karlamóti í knattspyrnu hér á landi. Stórmót í fótbolta hafa í gegnum tíðina verið eitt allra vinsælasta sjónvarpsefni í heiminum og pælir fólk því mikið í t.d. útliti knattspyrnumannanna. Á dögunum var nýr búningur íslenska landsliðsins frumsýndur og hefur búningurinn fengið misjafna dóma meðal tískusérfræðinga og almennings. Við á Lífinu fengum Sindra Snæ Jensson, knattspyrnumarkvörð, tískumógúl og eiganda fataverslunarinnar Húrra til að greina búninga landsliðanna sem taka þátt á mótinu. Þar kemur meðal annars fram að franski búningurinn sé sá allra fallegasti og að Írar hafi hreinlega gert í buxurnar við hönnun sína á búningi liðsins. Hér að neðan má lesa yfirferð eiganda Húrra sem staðsett er við Hverfisgötu. Frakkland – Algjör sigurvegariFranski búningurinn er stórglæsilegur.„Gestgjafarnir mæta til leiks “dressed to impress”. Bæði aðal og varabúningurinn eru gjörsamlega geggjaðir. Nike heldur sig áfram við einfaldleikann en þó með enn tæknilegri efnum en áður og litavalið er algjörlega til fyrirmyndar. Blái liturinn á aðalbúningnum er algjör negla og dökkbláa röndin í hálsmálinu og á hliðunum rammar búninginn inn, þá eru rauðu sokkarnir það sem setur punktinn yfir i-ið. Þríliti varabúningurinn er svo algjört augnakonfekt, vonandi fáum við að sjá hann í notkun á EM í sumar.“ England: „Með veikan blett fyrir hvítu og nýju“Sindri er nokkuð hrifinn af enska búningnum.„Erum við ekki öll hrifin af hvítum búningum? Ég er allavega með veikan blett fyrir hvítu og nýju Vapor treyjurnar frá Nike eru sturlaðar. Ljósblár liturinn á treyjunni gefur henna aukið virði og dýpt og skapar karakter sem enska treyjan hefur ekki haft undanfarin ár. Áferðin á treyjunni er líka mögnuð í nærmynd en þar má sjá notkun „mesh” efnis á mjög snyrtilegan hátt, einnig notast Nike við nýja „Aeroswift” tækni sem gerir treyjuna enn léttari en áður. Rauðir sokkar líkt og hjá Frakklandi sem setja skemmtilegan svip á búninginn. Varabúningurinn er rauður með bláum sokkum sem kemur einnig virkilega vel út.“ Þýskaland: „Mjög merkileg treyja“Merkilegur fyrir margar sakir.„Þýsku aðalbúningurinn í ár er klassískur, fallegur og merkilegur fyrir margar sakir. Í fyrsta sinn síðan á HM 1962 munu þeir þýsku klæðast svörtum stuttbuxum og svörtum sokkum við hvítu treyjuna. Einnig er þetta í fyrsta sinn sem Adidas færir sínar heimsfrægu þrjár rendur af öxlunum og niður á hliðarnar, mjög áhugaverð þróun. Fánalitir Þýskalands eru svo notaðir mjög smekklega á endann á ermunum. Það sem gerir treyjuna enn áhugaverðari er nánast samlitt lóðrétt graf framan á treyjunni sem sýnir afrek þýska landsliðsins og rekur stöðu liðsins á heimslistanum allt aftur til upphafs knattspyrnunnar. Þá bera Þjóðverjar einnig gyllt merki fyrir miðjum búning sínum til marks um heimsmeistaratitilsins 2014. Varatreyjan er svo sér kafli útaf fyrir sig og hrífur mig ekki. En merkilegt nokk þá er hægt að snúa henna við og nota á röngunni, þá kemur í ljós stórt Adidas merki og þýsku orðin: „Bolzen. Kicken. Pöhlen" Sem er tilvísun í götufótbolta. Mjög merkileg treyja.“ Tyrkland: „Gjörsamlega heltekinn“Tyrkneski og sænski.„Ég er gjörsamlega heltekinn af treyjunum hjá Tyrklandi. Það er hreinlega erfitt að minnast þess að hafa séð álíka treyju en hún sportar einhvers konar Spiderman munstri og rauði liturinn blandast svörtum neðst og sameinast þannig stuttbuxunum. Sokkarnir og stuttbuxurnar eru svartar sem gerir búninginn mjög kraftmikinn og hlakka ég mikið til að sjá t.d. Arda Turan fúlskeggjaðan klæðast búningnum í sumar. Munstrið er innblásið af tyrkneskum arkitektúr og þeim flóknu mosaic munstrum sem Tyrkir eru þekktir fyrir. Varabúningurinn er einnig mjög áhugaverður í túrkís bláum lit og sama munstri.Svíþjóð: „Látlaus og gerir mikið fyrir mig“„Zlatan og félagar mæta til leiks í mjög smekklegum treyjum þetta árið. Klassískur gulur og blár búningur með mjög fallegu O-hálsmáli. Treyjan byggir á sömu hönnun frá Adidas og sú þýska þar sem hinar víðfrægu þrjár rendur eru komnar á hlið treyjunnar í stað axla/erma. Búningurinn er látlaus og gerir mikið fyrir mig.“ Írland – Skelfing: „Hefðu mátt leggja höfuðið aðeins lengur í bleyti“Þessi írski er ekkert spes. Belgar smekklegir og króatíski lengst til vinstri.„Í fyrsta lagi eru Írar í mjög erfiðum riðli og í öðru lagi eru búningarnir þeirra skelfilegir. Það er breski framleiðandinn Umbro sem sér um hönnun og hefðu þeir mátt leggja höfuðið aðeins lengur í bleyti. Leturgerðin sem notuð er fyrir númer og nöfn leikmanna er einhvers konar kelktísk tilvísun sem einfaldlega kolfellur um sjálfa sig. Ég er hrifinn af gamaldags klassískum búningum en þessi nær að vera hvorugt og er einn sá allra versti á EM í ár. Til að toppa þetta allt saman þá þurfa markmenn Írlands að vera í hræðilegum treyjum, ekki gott til að efla sjálfstraustið fyrir fyrsta leik gegn gestgjöfunum í Frakklandi.Króatía: „Sturlaðar, á bókstaflegan og jákvæðan hátt“„Það tók mig langan tíma að gera upp hug minn gagnvart króatísku treyjunum. Niðurstaðan er sú að þær eru sturlaðar, á bókstaflegan og jákvæðan hátt. Hvernig getur það virkað að vera með köflótta treyju og köflótta sokka, veit það ekki, en það virkar. Bæði aðal og varatreyjan er innblásin af hinni margfrægu HM 1998 treyju sem vakti mikla athyli á sínum tíma. Nike hannar treyjurnar og ef vel er að gáð er líkt og treyjan sé fáni sem blaktir í léttum andvara. Varatreyjan er svo í gullfallegum bláum lit og er hún ein fallegasta treyjan á mótinu, notuð með bláum stuttbuxum og bláum sokkum. Eitt er víst að Modric á eftir að líta vel út á EM í sumar.“Belgía: „Stigu stórt gæfuspor“„Djúpir og fallegir litir einkenna búning „Rauðu Djöflana” frá Belgíu. Belgar stigu stórt gæfuspor þegar þeir skiptu yfir til Adidas frá alls óþekkta merkinu Buurda sem hafði séð þeim fyrir treyjum undanfarin ár. Treyjan í ár er mjög sterk og mun meira að segja Fellaini líta út eins og milljón dollarar, það er loforð frá mér. Fánalitirnir sóma sér vel í búningi Belga og Adidas heldur sig við sama þema að setja rendur sínar á hlið búningsins. Varabúningurinn er svo vægast sagt mjög áhugaverður en hann er heiðrar reiðhjólalið & reiðhjólamenningu Belga sem hefur unnið mörg þrekvirkin, fallega ljósblár búningur.“ Ísland: „Tekinn í tímabundna sátt“islenski búningurinn er mjög umdeildur.„Þau hafa verið sögð og rituð mörg orðin um íslensku treyjurnar fyrir Evrópumótið. Umræðan er heit og fólk hefur rétt á sínum skoðunum. Ég er í hópi þeirra sem telja að betur hefði mátt fara í hönnun búningsins. Eftir að hafa séð landsliðið leika gegn Dönum & Grikkjum nú nýlega er ég þó búinn að taka treyjurnar í tímabundna sátt enda ekkert sem ég segi sem breytir útliti þeirra úr þessu. Það sem ég furða mig mest á er tryggðin sem KSÍ heldur við Errea. Ég hef sjálfur notið þess vafasama heiðurs að klæðast Errea æfinga og keppnisfatnaði. Þó merkið sé ítalskt og Ítalir smekklegir með yfirburðum þá eru einfaldlega önnur merki sem standa þeim framar í útliti, gæðum og hönnun. Ég hefði viljað sjá Ísland (stórasta land í heimi) fara “All-In” með Nike eða Adidas og hanna ógleymanlega treyju sem væri svo falleg að hún seldist í bílförmum. Ekki dettur mér í hug að kaupa þessa nýju treyju, en nóg af neikvæðni. Íslenska karlalandsliðið er komið á stórmót í fyrsta sinn, afrek sem ég sá ekki fyrir. Litir treyjunnar eru hefðbundir og visa í fána íslensku þjóðarinnar, skemmtilegt smáatriði er áletrun innan á hálsmáli treyjunnar þar sem stendur: Fyrir Ísland. Hálsmálið á treyjunni er skrýtið og gerir ekki mikið fyrir leikmenn útlitslega. Hvíti varabúningurinn er svo einfaldur og látlaus en skilur ekki mikið eftir sig. Einar verstu treyjurnar á mótinu ásamt Albaníu, Rúmeníu & Rússlandi.“ Áhugaverðar treyjur:Varatreyjan hjá Spáni, mjög tilraunakennd. Varatreyjan hjá Svíþjóð, tilraun til nýsköpunar sem misheppnast algjörlega. Varatreyjan hjá Portúgal. Værir gaman að vita hvað CR7 finnst um þennan græna lit. Aðaltreyjan hjá ítalíu. Vanalega eru Ítalir alveg með þetta en ekki í ár. Leiðinlegt. Albanía er í mjög látlausum og óáhugaverðum treyjum frá Macron. Aðaltreyjan hjá Rússlandi. Einhvers konar tilraunir með veggfóður.
Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 Tískan í NBA greind af Sindra Snæ: „Hvað skal gera við Tim Duncan?“ Það er ekki aðeins fylgst með NBA leikmönnum inn á vellinum. 30. apríl 2015 15:45 Könnun: Hvað finnst þér um nýja búning íslenska landsliðsins? Í gær var nýr landsliðsbúningur íslenska landsliðsins í knattspyrnu kynntur til leiks en íslenska karlalandsliðið mun til að mynda leika í búningnum á EM í Frakklandi í sumar. 2. mars 2016 10:05 Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47
Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30
Tískan í NBA greind af Sindra Snæ: „Hvað skal gera við Tim Duncan?“ Það er ekki aðeins fylgst með NBA leikmönnum inn á vellinum. 30. apríl 2015 15:45
Könnun: Hvað finnst þér um nýja búning íslenska landsliðsins? Í gær var nýr landsliðsbúningur íslenska landsliðsins í knattspyrnu kynntur til leiks en íslenska karlalandsliðið mun til að mynda leika í búningnum á EM í Frakklandi í sumar. 2. mars 2016 10:05