Innlent

Bæjarstjórinn búinn að stofna stuðningsfélag en ekki tekið ákvörðun um framboð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, er ekki kominn undan feldi.
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, er ekki kominn undan feldi. vísir/ernir
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri er ekki kominn undan feldi og hugleiðir enn forsetaframboð. Hann stofnaði stuðningsfélag utan um hugsanlegt framboð í síðustu viku.

„Staðan hefur ekkert breyst í sjálfu sér. Ég er bara eins og aðrir að rýna í stöðuna og meta hvernig hún er. Þannig að ég hef ekki tilkynnt neitt enn þá og hef ekki tekið ákvörðun um að fara fram eða ekki – en ég er bara að skoða stöðuna með mínu fólki,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi.

Aðspurður um stuðningsfélagið segir hann það hafa verið stofnað í síðustu viku. „Ég er með ágætis hóp og góða ráðgjafa í kringum mig. Við höfum verið að ræða saman um stöðuna fram undan og það sem þarf að gerast til þess að fara í svona verkefni,“ segir hann.

Þá segir hann það ekki liggja fyrir hvenær hann tilkynnir ákvörðun sína. „Það er ekki tímabært að nefna það neitt. Maður bara les í þessa undarlegu stöðu sem komin er upp núna og maður vegur og metur það. Þannig að það kemur bara í ljós.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×