Lífið

Rapp í Reykjavík - Byssur og peningar: Er bannað að ljúga í rappi?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Herra Hnetusmjör og Emmsjé Gauti verða í fyrsta þættinum.
Herra Hnetusmjör og Emmsjé Gauti verða í fyrsta þættinum. vísir
Rapp í Reykjavík hefur göngu sína á Stöð 2 sunnudaginn 24. apríl en þeir Gaukur Úlfarsson og Dóri DNA hafa undanfarin misseri verið að vinna að heimildarþáttaröð um íslenskt rapp. Rapp í Reykjavík verður sýnd á Stöð 2 í apríl og maí.

Í þáttunum verður leitast við að fanga tíðarandann í tónlistarmenningu Íslendinga. Dóri DNA, tekur Reykjavíkurdætur, Blaz Roca, Úlf Úlf, Shades of Reykjavík, Tiny, Gísla Pálma, Cell7, Bent, Emmsjé Gauta, Kött Grá Pjé og fleiri tali og reynir að fá botn í hversvegna Íslendingar séu orðnir rappsjúkir. Þættirnir verða sex talsins.

Í nýju myndbroti úr þáttunum má sjá brot úr fyrsta þættinum og viðtöl við Emmsjé Gauta og Herra Hnetusmjör.

„Ég held að hver einasti rappari á Íslandi haldi að hann sé aðeins hæfileikaríkari en næsti maður,“ segir Gauti Þeyr, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, í samtali við Dóra DNA.

Einnig er rætt við Herra Hnetusmjör í þessu myndbroti: „Ef ég myndi bara einblína á það sem ég geri dags daglega í mínum textum þá væri rappið mitt leiðinlegt,“ segir Herra Hnetusmjör.


Tengdar fréttir

Erpur í forsetaframboð?

Líst ekkert á Höllu Tómasdóttur og aðra frambjóðendur og segist neyðast til að bjóða sig fram ef Andri Snær Magnason gerir það ekki.

Fyrsta stiklan úr Rapp í Reykjavík

Rapp í Reykjavík hefur göngu sína á Stöð 2 sunnudaginn 24. apríl en þeir Gaukur Úlfarsson og Dóri DNA hafa undanfarin misseri verið að vinna að heimildarþáttaröð um íslenskt rapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.