Innlent

Ólafur Ragnar sendir samúðarkveðjur til Ekvador

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. Vísir/Anton Brink
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur sent samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til Rafael Correa, forseta Ekvadors, vegna jarðskjálftanna í landinu um helgina. Yfir 400 hafa fundist látnir og 2.500 eru slasaðir.

Í bréfi Ólafs til Correa minnir Ólafur á að þótt einstaklingurinn geti verið smár frammi fyrir hamförum náttúrunnar séu mennirnir sterkir þegar þeir standi saman. Hugur Íslendinga sé hjá fórnarlömbum jarðskjálftanna, ættingjum þeirra, vinum og öðrum sem eigi um sárt að binda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×