Innlent

„Núna hefur staðan breyst allverulega“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson.
Guðni Th. Jóhannesson. vísir/gva
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segist ekki kominn undan feldi og hugleiði enn forsetaframboð.  Staðan sé þó breytt eftir ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að sækjast eftir endurkjöri.

„Ég var ekki búinn að gera upp hug minn fullkommlega fyrir tíðindi dagsins. Núna hefur staðan breyst allverulega. Ég þarf ekki að segja það hér og nú hvað ég hyggist gera en þetta ræðir maður við vini og fjölskyldu,“ sagði Guðni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hann sagði hins vegar að sitjandi forseti hafi ávallt forskotið. „Sitjandi forseti hefur alltaf þetta forskot sem gerir það að verkum að þeir sem vilja steypa honum af stalli þurfa að íhuga sinn gang vel og vandlega,“ sagði Guðni. Sagan sýni það.

„Við sáum það fyrst árið 1988 þegar Vigdís Finnbogadóttir fékk framboð á móti sér og öllu betur 2012 þegar Ólafur keppti við Þóru Arnórsdóttur og fleiri forsetaefni og hafði þetta forskot.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×