Bíll ársins fær góðar viðtökur Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2016 14:11 Gestir kynna sér Evrópumeistarann. Fjölmenni var saman komið í Opel salnum hjá Bílabúð Benna sl. laugardag í tilefni af frumsýningu á Opel Astra, Bíl ársins í Evrópu. Viðbrögð frumsýningargesta voru eftir því, enda sá titill eftirsóttasta viðurkenning sem bílaframleiðendum getur hlotnast. Í þeirri keppni lagði Opel Astra af velli yfir 40 nýja bíla af öllum stærðum og gerðum. Þess utan hefur hann verið hlaðinn ótal viðurkenningum, jafnt frá bílasérfræðingar sem neytendum. Hér er því margfaldur sigurvegari á ferðinni. „Okkur fannst fara vel á því að fá annar glæsilegan sigurvegara, Íþróttamann ársins á Íslandi, sunddrottninguna og Ólympíufarann, Eygló Ósk Gústafsdóttir til að afhjúpa gripinn“, segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Bílasviðs hjá Bílabúð Benna. “Við erum virkilega ánægð með móttökurnar hér á bæ og hvetjum alla sem eru í bílahugleiðingum til að koma og taka Opel Astra eða aðra meðlimi Opel fjölskyldunnar til kostanna,” segir Björn. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Fjölmenni var saman komið í Opel salnum hjá Bílabúð Benna sl. laugardag í tilefni af frumsýningu á Opel Astra, Bíl ársins í Evrópu. Viðbrögð frumsýningargesta voru eftir því, enda sá titill eftirsóttasta viðurkenning sem bílaframleiðendum getur hlotnast. Í þeirri keppni lagði Opel Astra af velli yfir 40 nýja bíla af öllum stærðum og gerðum. Þess utan hefur hann verið hlaðinn ótal viðurkenningum, jafnt frá bílasérfræðingar sem neytendum. Hér er því margfaldur sigurvegari á ferðinni. „Okkur fannst fara vel á því að fá annar glæsilegan sigurvegara, Íþróttamann ársins á Íslandi, sunddrottninguna og Ólympíufarann, Eygló Ósk Gústafsdóttir til að afhjúpa gripinn“, segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Bílasviðs hjá Bílabúð Benna. “Við erum virkilega ánægð með móttökurnar hér á bæ og hvetjum alla sem eru í bílahugleiðingum til að koma og taka Opel Astra eða aðra meðlimi Opel fjölskyldunnar til kostanna,” segir Björn.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent